Hamfarir

Líkur á að gasmengun beri yfir byggð á Reykjanesskaga
Í nótt gengur í suðaustan 8 til 13 metra á sekúndu, en eftir hádegi á morgun dregur talsvert úr vindi. Gasmengun berst því til norðurs og norðausturs frá gosstöðvunum, og seint í nótt og á morgun eru líkur á að dragi úr loftgæðum í byggð á norðanverðum Reykjanesskaga.
Lítið en afar stöðugt rennsli úr nýju sprungunni
Niðurstöður úr greiningu loftmynda benda til þess að hraunrennsli sé nú óverulegt í Geldingadölum en að rennsli frá nýju sprungunni nemi 4 til 5 rúmmetrum á sekúndu.
Spegillinn
Hraun yfir Suðurstrandarveg í fyrsta lagi á næsta ári
Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, segir að ef hraun nái að flæða yfir Suðurstrandarveg verði það ekki fyrr en í fyrsta lagi á næsta ári. Hann segir líklegt að hafið sé nýtt gosskeið á Reykjanesskaga. Horfur séu á að gosið nú mun standa yfir í langan tíma.
Nær 160 dóu í óveðri á Indónesíu og Timor-Leste
157 hafa fundist látin á Timor-Leste og austureyjum Indónesíu eftir að hitabeltisstormurinn Seroja fór þar yfir og olli miklum flóðum og aurskriðum. Tuga er enn saknað og þúsundir hafa misst heimili sín í hamförunum. Á indónesísku eyjunum er búið að finna lík 130 manns, flest á eyjunni Flores. Á eyríkinu Timor-Leste, sem til skamms tíma var kallað Austur Tímor, hafa 27 verið formlega úrskurðuð látin.
06.04.2021 - 05:27
Mengun af gosinu leggur yfir Voga á Vatnsleysuströnd
Íbúar Voga á Vatnsleysuströnd eru hvattir til að loka gluggum og kynda hús sín en þar mælist nú mengun frá gosinu í Geldingadölum. Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands hvetur í raun alla íbúa á Reykjanesskaganum að fylgjast vel með veðurspá, vindaspá og gasmengunarspá.
Myndskeið
Þetta hefur gerst í Geldingadölum í dag
Á meðfylgjandi myndbandi má sjá upptöku úr vefmyndavél RÚV í Geldingadölum allt frá því að nýju gossprungurnar opnuðust undir hádegi í morgun.
Sprunga opnaðist skammt frá tjaldi Þorbjörns
Gossprungurnar sem opnuðust í Geldingadölum er um 200 metra frá tjaldbúðum þeim sem björgunarsveitin Þorbjörn hefur haldið úti undanfarnar tvær vikur. Í Facebook-færslu fagna björgunarsveitarmenn því að nýja sprungan opnaðist ekki nær því þá hefði getað farið illa.
Myndskeið
Sá gossprunguna opnast fyrir framan augun á sér
Flugmaðurinn Gísli Gíslason var í þyrluflugi með farþega yfir gosstöðvunum í Geldingadölum í morgun þegar hann sá að ný sprunga hafði myndast norðaustan við gígana.
05.04.2021 - 16:33
Ánægður með fumleysi björgunarsveitafólks
„Þetta var röð af litlum hraunslettum sem voru að slettast upp. Svo sá maður hrauná sem rann nokkuð hratt niður brekku. Þetta opnaðist á brekkubrún þannig að maður sá hraunið steypast niður brekkuna og niður í dal.“
05.04.2021 - 15:20
Tugir fórust í flóðum í Indónesíu og Timor-Leste
Yfir sjötíu fórust í flóðum og aurskriðum í austanverðri Indónesíu og Tímor-Leste á páskadag og tuga er enn saknað. Þetta hefur AFP-fréttastofan eftir björgunarliði á vettvangi, sem telur líklegt að fleiri hafi farist í hamförunum.
05.04.2021 - 02:48
Erlent · Asía · Hamfarir · Veður · Flóð · Indónesía · Timor-Leste
Skemma beint streymi frá eldgosinu með stælum
Nokkuð er um að fólk skemmi beint vefstreymi frá eldgosinu með því að stilla sér upp fyrir framan myndavél RÚV á Fagradalsfjalli. Stofnuð hefur verið Facebook-síða sem gerir grín að þessum óboðnu gestum.
02.04.2021 - 19:07
Fjórum vísað frá gosinu - áttu að vera í sóttkví
Lögreglan vísaði fjórum frá gosstöðvunum í gær sem áttu að vera í sóttkví. Átta hundruð bílar eru á bílastæðum við gönguleiðina og veðrið gott. 
Áríðandi að undirbúa sig vel fyrir ferð að eldgosinu
Davíð Már Bjarnason upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir mikilvægt að hafa í huga að fólk sem heldur að gosstöðvunum í Geldingadölum er á ferð um íslenska náttúru þótt hún sé nærri mannabyggð.
Hraun selst sem aldrei fyrr
Fjölmargir hafa birt myndir af sér á samfélagsmiðlum með gosi og hrauni. Ýmsir sem ekki hafa komist í Geldingadali slá á létta strengi og láta Hraun-súkkulaðið klassíska frá Góu duga. Viðskiptastjóri Góu sem framleiðir Hraun segist hafa orðið var við aukna sölu á súkkulaðinu.
31.03.2021 - 20:35
Gosáhugafólk jafn margt og allir íbúar Hafnarfjarðar
Lögreglan hefur takmarkað aðgengi að gosstöðvunum til að stýra mannfjöldanum betur. Svæðinu verður lokað klukkan sex á kvöldin og allir þurfa að merkja bíla sína með persónuupplýsingum. Um 30 þúsund manns hafa nú gengið upp að gosinu.
Töluverð flúormengun í regnvatni við gosstöðvarnar
Sérfræðingar frá Veðurstofunni og Jarðvísindastofnun fóru um helgina að gosstöðvunum til að mæla flúormengun í úrkomu, tóku sýni úr pollum. Niðurstöður liggja nú fyrir og sýna þær talsverða flúormegnun í regnvatni við gosstöðvarnar, um 80 milligrömm í lítra. Neysluvatnsviðmið er 1 milligramm.
Frumskógi á stærð við Holland eytt í fyrra
Ósnortinn frumskógur á stærð við Holland var brenndur eða ruddur á síðasta ári og jókst skógareyðing um tólf prósent á milli ára, þrátt fyrir samdrátt í hagkerfum heimsins vegna kórónaveirufaraldursins. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Heimsauðlindastofnunarinnar, sjálfstæðrar, alþjóðlegrar rannsóknarstofnunar á sviði umhverfis- og auðlindamála. Samkvæmt henni eyddu menn ósnortnum frumskógi á um 42.000 ferkílómetrum lands í fyrra.
Spegillinn
Lærdómsríkt gos í ólokinni atburðarás
Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir að eldgosið í Geldingadölum sé ákaflega lærdómsríkt til þess að skilja eðli og umfang jarðhræringanna sem hófust með jarðskjálftunum í desember 2019. Þeirri atburðarás sé alls ekki lokið.
Ekki gildir lengur einstefna um Suðurstrandarveg
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að aflétta reglum um einstefnuakstur eftir Suðurstrandarvegi til austurs frá Grindavík. Vegagerðin hefur lokið bráðabirgðaviðgerð á veginum upp með Festarfjalli.
Spegillinn
Verður líklega fjölsóttasti ferðamannastaður landsins
Skarphéðinn Berg Steinarsson, ferðamálastjóri, segir að bregðast þurfi hratt við að byggja upp innviði í nágrenni jarðeldanna í Geldingadölum. Útlit er fyrir að staðurinn verði fjölsóttasti ferðamannastaður landsins næstu misserin, óháð því hvort gos haldi þar áfram eða ekki.
Sérfræðingar rýna í jarðskjálfta á Þrengslasvæðinu
Sérfræðingar rýna nú í tvo nokkuð stóra jarðskjálfta sem urðu við Þrengslin síðastliðna nótt að sögn Böðvars Sveinsonar náttúruvársérfræðings á Veðurstofunni. Tveir skjálftar af stærðum 2,6 og 2,9 riðu þar yfir síðastliðna nótt.
Myndskeið
Hraunflæðið stöðugt en breytingarnar eru útlitslegar
Eldgígarnir í Geldingadölum í Fagradalsfjalli hafa smátt og smátt verið að breytast alveg síðan eldgosið hófst föstudaginn 19. mars. Einna mestu breytingarnar urðu aðfaranótt sunnudagsins 28. mars þegar nyrðri gígurinn opnaðist til vesturs.
Ráðið frá að taka lítil börn og hunda með sér að gosinu
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum brýnir fyrir þeim sem ætla að ganga að gosstöðvunum í Geldingadölum að taka ekki lítil börn með sér á svæðið. Það sé erfitt yfirferðar og eins þurfi að hafa mögulega gasmengun í huga.
Streyma að gosinu að vinnudegi loknum
Svo virðist sem nokkuð margir hafi ákveðið að grípa tækifærið eftir vinnu og skoða eldgosið við Fagradalsfjall. Það stendur einfaldlega bíll við bíl á Suðurstrandavegi og sífellt bætist í hópinn. Það er ágætisveður á svæðinu, en nokkuð kalt og snjókoma með hléum. Almannavarnir vara við hópamyndun.
Tíu milljónum varið til að bæta aðstöðu gesta við gosið
Ráðgert er að Grindavíkurbær setji upp salernisaðstöðu, útbúi bílastæði og setji upp skilti og merkingar við aðkomuna að gosinu í Geldingadölum.