Hamfarir

Biden kallar Trump loftslagsbrennuvarg
Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrata í Bandaríkjunum, segir loftslagsstefnu Bandaríkjaforseta beina ógn við landið. Hann beindi orðum sínum að ásökunum Donald Trump um að úthverfin yrðu í hættu ef Biden verður kjörinn í nóvember.
Fimm stormsveipir yfir Atlantshafi
Fimm stormsveipir eru nú á sveimi yfir Atlantshafi. Tveir þeirra eru fellibylir, tveir mælast hitabeltisstormar og svo fylgir einnig hitabeltislægð. Þetta er aðeins í annað sinn í sögunni sem fimm stormsveipir mælast á sama tíma yfir Atlantshafinu, síðast gerðist það í september árið 1971.
15.09.2020 - 02:15
Tuga saknað í aurskriðum í Nepal
Að minnsta kosti tólf eru látnir og tuga er saknað eftir að aurskriður féllu á tvö þorp í Nepal í gær. Tíu létu lífið og yfir tuttugu er saknað í Bahrabise, um hundrað kílómetrum austur af höfuðborginni Katmandu. Sama svæði varð hvað verst úti í jarðskjálftanum árið 2015. Enn var unnið að endurbótum eftir hann þegar aurskriðan féll og hrifsaði með sér fjölda heimila. Yfir hundrað hús eru ónýt eftir hamfarirnar.
14.09.2020 - 06:15
Erlent · Asía · Hamfarir · Nepal
Tuga saknað í Oregon og þúsundir heimilislausar
Tuga er saknað vegna gróðureldanna sem hafa lagt fjölda heimila í Oregon í rúst. Tugþúsundir eru heimilislausar vegna eldsvoðanna að sögn Kate Brown, ríkisstjóra í Oregon. Fjögur andlát hafa verið staðfest í ríkinu, en alls eru að minnsta kosti 24 látnir í Kaliforníu, Oregon og Washington við vesturströnd Bandaríkjanna vegna umfangsmikilla gróðurelda. 
12.09.2020 - 05:16
Óttast mesta manntjón í sögu Oregon
Fimm bæir í Oregonríki Bandaríkjanna eru rústir einar vegna gróðurelda sem geisa um ríkið. Mörg hundruð heimili eru brunnin til grunna og óttast er að fjöldi manna sé látinn. Fólk á hættusvæðum hefur verið beðið um að flýja heimili sín, en Kate Brown ríkisstjóri óttast hið versta.
10.09.2020 - 05:12
Tala látinna komin yfir 160 og enn leitað í rústum
Björgunarfólk hélt í dag áfram að leita að fórnarlömbum flóðanna sem urðu í norðurhluta Afganistans í fyrrinótt. Flóðin riðu yfir þegar flestir voru enn í fastasvefni og hundruð bygginga hrundu. Tala látinna er komin yfir 160.
27.08.2020 - 14:32
Lára nálgast fimmta styrkleika
Fellibylurinn Lára nálgast nú styrk fimmta stigs fellibyls, rétt áður en hann nær landi að strönd Louisiana-ríkis Bandaríkjanna. Mesti stöðugi vindhraði sem hefur mælst hingað til í fellibylnum er um 67 metrar á sekúndu, og telst því fjórða stigs fellibylur. Fari vindhraðinn yfir 70 metra á sekúndu fer Lára upp í fimmta stig, og yrði þar með öflugasti fellibylur sem náð hefur landi í Louisiana. 
27.08.2020 - 00:43
Sex látin í miklum skógareldum í Kaliforníu
Sex hafa látið lífið og hátt á annað hundrað þúsund manna flúið heimili sín í vikunni vegna mikilla skógarelda í Kaliforníu. Reykjarmökkinn af eldunum leggur yfir nánast allt ríkið og stóran hluta Nevada. Hitabylgja geisar í Kaliforníu og hundruð skógarelda kviknuðu í miklu gjörningaveðri í byrjun vikunnar, þegar um 12.000 eldingum laust niður í skraufþurran svörðinn, að mestu án þess vatnsveðurs sem iðulega fylgir slíkum lofteldum. Hitabylgja og heimsfaraldur torvelda slökkvi- og hjálparstörf.
22.08.2020 - 00:40
Tveir látnir og tugir þúsunda á hrakhólum vegna elda
Tugir stórra skógarelda loga enn stjórnlaust í Kaliforníu og fara ört stækkandi. Tveir menn hafa látist í eldunum og tugir þúsunda neyðst til að yfirgefa heimili sín, einkum við San Francisco-flóann. Ferðafólki hefur sumstaðar verið vísað frá hótelum, svo skjóta megi skjólshúsi yfir heimafólk.
21.08.2020 - 01:49
Miklir vatnavextir og flóðahætta í Kína
Vatnshæð lónsins ofan við hina ógnarstóru Þriggja gljúfra stíflu í Jangtsefljóti í Kína er meiri en nokkru sinni og yfir 100.000 manns hafa hafa neyðst til að yfirgefa heimili sín vegna flóða og flóðahættu. Miklir vatnavextir eru líka í ánum Minj og Dadu í aðliggjandi héraði, og er nú svo komið að risavaxin Búddastytta við ármótin er farin að blotna í fæturna.
20.08.2020 - 06:41
Erlent · Asía · Hamfarir · Veður · Kína · Flóð
Skógareldar í Kaliforníu hrekja þúsundir að heiman
Þúsundir hafa neyðst til að flýja heimili sín í norðanverðri Kaliforníu vegna mikilla skógarelda sem þar geisa. Tugir íbúðarhúsa og fleiri mannvirki hafa þegar orðið eldunum að bráð, og breiðast þeir enn hratt út. Skæðasti eldurinn logar í nágrenni borgarinnar Vacaville, ekki fjarri Sacramento. Um 100.000 manns búa í Vacaville og nágrenni og var mörgum þeirra gert að forða sér í öruggt skjól í snarhasti í kvöld. Einn maður hefur látið lífið í eldunum.
20.08.2020 - 00:55
Æðstu menn í Líbanon varaðir við sprengiefninu í júlí
Sérfræðingar í öryggismálum vöruðu bæði forseta og forsætisráðherra Líbanons við því í júlí, að mikil hætta stafaði af þeim miklu birgðum af ammóníumnítrati, sem sprungu í Beirút 4. ágúst og kostuðu á þriðja hundrað mannslífa. Reuters-fréttastofan greinir frá þessu og vísar bæði í skjöl sem fréttastofan fékk aðgang að og heimildarmenn innan líbanska stjórnkerfisins.
11.08.2020 - 05:34
Eldgos á Súmötru
Eldgos hófst í morgun í eldfjallinu Sinabung í Indónesíu. Aska og eimyrja rís allt að 7.500 metra til himins og neyðarástandi hefur verið lýst yfir í næsta nágrenni fjallsins. Yfirvöld í Indónesíu greina frá þessu.
10.08.2020 - 06:23
Erlent · Asía · Hamfarir · eldgos · Indónesía
Sjö fórust í flóðum á grísku eyjunni Evia
Sjö manns fórust í asaflóðum á grísku eyjunni Evia í dag. Stormur og úrhellisrigning dundu á eyjunni og orsökuðu mikla vatnavexti, aurskriður og skyndiflóð sem kostuðu mannslíf í minnst þremur þorpum; Politika, Amfithea og Bourtzi. Þrennt drukknaði í Politika, þar á meðal eitt kornabarn. Einnar manneskju er enn saknað eftir flóðin.
10.08.2020 - 03:06
Erlent · Evrópa · Hamfarir · Veður · Grikkland · Flóð
Tvö fullorðin og níu börn drukknuðu í flóði í Panama
Tvö fullorðin og níu börn úr sömu fjölskyldu drukknuðu í Panama í kvöld þegar asaflóð hreif hús þeirra með sér eftir að þau voru gengin til náða. Tveggja fullorðinna er saknað. Flóðið varð í ánni Bejuco í Veraguas-héraði, vestur af Panamaborg, þegar mikill og skyndilegur vöxtur hljóp í hana eftir skýfall.
10.08.2020 - 00:39
22 látin og tuga saknað eftir aurskriðu á Indlandi
Minnst 22 fórust þegar aurskriða féll í Keralaríki á Indlandi á föstudagskvöld og tuga er saknað. Regntímabilið stendur sem hæst eystra og veldur miklum vatnavöxtum, flóðum og skriðuföllum.
09.08.2020 - 00:51
Erlent · Asía · Hamfarir · Veður · Indland · Flóð
Sex hafa látist af völdum stormsins Isaias
Minnst sex hafa látið lífið á norðausturströnd Bandaríkjanna, þar sem hitabeltisstormurinn Isaias geisar nú af ógnarkrafti. Stormurinn skall á austurströndinni í gær og hefur valdið þar miklu tjóni. Tvö létust þegar hvirfilbylur þeytti húsbíl langar leiðir, ein kona dó þegar flóð hrifsaði bílinn sem hún ók og tré sem stormurinn felldi hafa orðið þremur að fjörtjóni.
05.08.2020 - 06:24
Yfir 100 látin í Beirút
Fórnarlömb sprenginganna við höfnina í Beirút í gær eru orðin fleiri en eitt hundrað talsins, samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Rauða krossinum í Líbanon. Á fimmta þúsund slösuðust í sprengingunum, mörg þeirra alvarlega. Forseti Líbanons, Michel Aoun, hefur boðað til neyðarfundar ríkisstjórnar og öryggisráðs landsins, þar sem hann hyggst leita heimildar til að lýsa yfir neyðarástandi í landinu næstu tvær vikurnar.
05.08.2020 - 06:18
Erlent · Asía · Hamfarir · Líbanon
Sprengingar í Beirút ollu skjálfta sem mældist 3,5
Tvær gríðarlegar sprengingar við höfnina í Beirút, höfuðborg Líbanons, í gær framkölluðu höggbylgjur sem mældust 3,5 á jarðskjálftamælum. Jarðvísindastofnun Þýskalands greinir frá þessu. Minnst 78 fórust í sprengingunum og um 4.000 slösuðust, mörg alvarlega. Yfirtollstjóri Líbanons varpar ábyrgðinni á hafnarstjórann í Beirút.
05.08.2020 - 03:24
Erlent · Asía · Hamfarir · Líbanon · Beirút
Útgöngubann á kvöldin í Melbourne næstu sex vikur
Yfirvöld í Ástralíu hafa tilkynnt um útgöngubann í Melbourne, næststærstu borg landsins. Aðgerðirnar eru þær hörðustu sem yfirvöld þar í landi hafa kynnt síðan faraldurinn braust út í vor og miða að því að íbúar haldi sig heima hjá sér milli klukkan 20:00 á kvöldin og til klukkan 05:00 að morgni. Gert er ráð fyrir að reglurnar gildi til 13. september næstkomandi.
02.08.2020 - 08:57
Nær þrír milljarðar dýra drápust í gróðureldum Ástralíu
Nærri þrír milljarðar dýra ýmist drápust eða hröktust frá heimkynnum sínum í gróðureldunum miklu sem herjuðu á Ástralíu í vetur sem leið. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem unnin var af vísindamönnum við nokkra ástralska háskóla. Í skýrslu þeirra segir að um 143 milljónir spendýra, 180 milljónir fugla, 51 milljón froska og 2,46 milljarðar skriðdýra hafi drepist eða hrakist frá sínum náttúrulegu heimkynnum í eldunum.
Minnst 250 látin og milljónir í hrakningum vegna flóða
Um það bil þriðjungur Bangladess er á kafi í vatni og yfir 250 manns hafa farist í miklum flóðum í Suður-Asíu á síðustu vikum. Regntímabilið stendur sem hæst í sunnanverðri Asíu, þar sem úrhellisrigning hefur leitt til gríðarmikilla flóða. Minnst 81 hefur farist í Bangladess, þar sem eitt mesta vatnsveður um margra ára skeið hefur fært um þriðjung alls lands á kaf. Um þrjár milljónir Bangladessa hafa ýmist hrakist á flótta undan flóðunum eða komast hvergi vegna þeirra.
23.07.2020 - 03:14
Erlent · Asía · Hamfarir · Veður · Flóð · Bangladess · Indland · Nepal
Skógar Síberíu brenna í hitabylgju við heimskautsbaug
Margir stórir skógareldar brenna enn í Síberíu, þar sem óvenju miklir hitar og þurrkar hafa skapað kjöraðstæður fyrir slíkar hamfarir. Um helgina börðust rússneskir slökkviliðsmenn við nær 160 skógarelda á samtals 46.000 hekturum lands í Síberíu, þar sem neyðarástandi hefur verið lýst yfir í fjölda héraða.
13.07.2020 - 05:30
57 látin og varað við áframhaldandi hamförum í Japan
Japönsk yfirvöld gáfu í morgun út viðvaranir vegna hættu á enn frekari flóðum og skriðuföllum í dag, þegar úrhellisrigning gengur yfir miðbik Honsjú, stærstu eyju Japans. 57 hafa þegar týnt lífi í hamförum af völdum stórrigninga sem geisað hafa eystra síðan snemma á laugardagsmorgun. Spáð er fordæmalausu úrhelli í dag.
08.07.2020 - 04:49
Erlent · Asía · Hamfarir · Veður · Japan · Flóð
Minnst fimmtíu látnir í flóðum í Japan
Viðbragðsaðilar segjast í kapphlaupi við tímann við að bjarga fólki sem hefur orðið innlyksa vegna flóða og aurskriða í Kumamoto í Japan síðan um helgina. Búist er við enn meira steypiregni í vikunni. Minnst fimmtíu eru látnir og á annan tug er saknað.
07.07.2020 - 06:47
Erlent · Asía · Hamfarir · Japan