Hamfarir

Sjónvarpsfrétt
Drög liggja fyrir að rýmingaráætlun Voga
Drög að rýmingaráætlun fyrir sveitarfélagið Voga liggja fyrir vegna hugsanlegrar eldvirkni á svæðinu. Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri Voga, segir að flóttaleiðir séu tryggar og góðar og að íbúar séu nokkuð yfirvegaðir.
05.03.2021 - 16:20
Sex skjálftar af stærðinni 3 og stærri í kringum hádegi
Sex skjálftar af stærðinni 3 og stærri mældust á aðeins tuttugu mínútum í kringum 12-leytið í dag. Sá fyrsti varð klukkan 11:50, 4,4 að stærð og fjórum mínútum seinna varð einn 3,7 að stærð. Svo urðu skjálftar 3,2, 3,6, 3 og 3,6 að stærð. Allir áttu þeir upptök skammt frá Fagradalsfjalli.
05.03.2021 - 12:31
Viðtal
Forsætisráðherra á leið til Suðurnesja
„Ég vænti nú þess að jarðhræringar og möguleg eldvirkni verði til umræðu,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætirsráðherra sem er á leið til Suðurnesja.
Áfram þarf að gera ráð fyrir hugsanlegu gosi
Þrátt fyrir að dregið hafi úr líkum á að gos hefjist á næstu klukkustundum þarf áfram að gera ráð fyrir að gos geti brotist út. „Taka þarf óróapúlsa alvarlega og reikna með að gos geti hafist þegar þeir mælast,“ segir á vef Veðurstofunnar.
05.03.2021 - 10:27
Flóðbylgjuviðvörun eftir skjálfta af stærðinni 8.1
Tugir þúsunda flúðu heimili sín á Nýju Kaledóníu, Vanúatú og strandhéruðum Nýja Sjálands vegna hættu á flóðbylgjum í kjölfar öflugs jarðskjálfta árla föstudagsmorguns þar eystra, eða klukkan hálfátta í kvöld að íslenskum tíma. Flóðbylgjuviðvörun var gefin út vegna skjálftans, sem var 8,1 að stærð og átti upptök sín við Kermanec-eyjar, norðaustur af Nýja Sjálandi. Þetta var þriðji stóri skjálftinn á þessum slóðum í dag, hinir tveir sem á undan fóru mældust 7,3 og 7,4 að stærð.
05.03.2021 - 00:44
Viðtal
Telur ólíklegt en ekki útilokað að gos sé að hefjast
Sigmundur Einarsson, jarðfræðingur og sérfræðingur um eldgos á Reykjanesskaga, telur afar ólíklegt að eldgos sé hefjast í Fagradalskerfinu. Hann segir þó að ekki hægt að útiloka slíkt þar sem lítið sem ekkert sé vitað um aðdraganda slíks goss.
Skjálftinn rétt fyrir klukkan níu mældist 4,5 að stærð
Jarðskjálftinn sem reið yfir klukkan 8:54 var 4,5 að stærð. Upptök hans voru 1,5 kílómetra suðaustur af Fagradalsfjalli. Hann er sá stærsti síðan skjálfti af stærðinni 4,2 varð 2. mars.
Björgunarsveitarmaður:„Huga þarf að mannlega þættinum“
Bogi Adolfsson formaður Björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík segir að öllu eftirliti þeirra með vegum nærri jarðskjálftasvæðinu hafi lokið milli klukkan níu og tíu í gærkvöldi. Björgunarsveitin og almannavarnanefnd eru við öllu búin.
Myndskeið
Eldgos við Keili gæti komið af stað keðjuverkun
Eldgos við Keili gæti komið af stað kvikuinnskotum á öðrum sprungusveimum á Reykjanesskaganum að mati Páls Einarssonar jarðeðlisfræðings. Reykjanesskaginn sé allur virkt svæði og eldvirkni á svæðinu tengist milli kerfa. Páll telur mögulegt að kvikuinnskot geti orðið í Reykjaneskerfinu, Svartsengi, Krísuvík, Brennisteinsfjöllum og Henglinum. Þetta kom fram í Kastljósi í kvöld.
„Við teljum að þetta verði ekki hamfaragos“
Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands segir í samtali við Sigríði Hagalín fréttamann að ákafinn í hrinunni hafi komið henni á óvart. Víðir Reynisson, deildarstjóri deildarstjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, ítrekar að fólk skuli halda áfram lífi sínu.
Spegillinn
Voru að vinna í 70 metra hæð í skjálftanum 1968
Í jarðskjálftahrinunni, sem nú gengur yfir Reykjanesskaga, hafa jarðeðlis- og jarðskjálftafræðingar oft minnst á skjálftana snörpu árin 1929 og 1968, sem urðu nálægt Brennisteinsfjöllum austan Kleifarvatns.
03.03.2021 - 17:00
Viðtal
„Það eru engar hamfarir að fara í gang“
Víðir Reynisson, deildarstjóri almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra, segir ekki staðfest að eldgos sé hafið. Óróapúls haldi hins vegar áfram og það sé eitthvað sem gerist í aðdraganda eldgoss.
Viðtal
Sé eldgos hafið stafar ekki hætta að byggð
Óróapúls hófst klukkan 14:20 á jarðskjálftasvæðinu á Reykjanesskaga og mælist á flestum jarðskjálftamælum. Púlsinn er staðsettur suður af Keili við Litla Hrút. Slík merki mælast í aðdraganda eldgosa en ekki hefur verið staðfest að eldgos sé hafið. 
Hátt í 17.000 skjálftar frá upphafi hrinunnar
Meira en 16.500 jarðskjálftar hafa mælst síðan skjálftahrinan á Reykjanesskaga hófst fyrir viku, þegar skjálfti af stærðinni 5,7 varð á miðvikudagsmorguninn 24. febrúar. Frá miðnætti hafa mælst meira en 800 skjálftar, þar af átta stærri en 3.
Segir kvikuganginn breiðan og langan
Kvikugangurinn sem valdið hefur skjálftahrinunni á Reykjanesskaga er líklega orðinn allt að eins og hálfs metra breiður og skríður nokkra kílómetra undir yfirborðinu í átt að Keili. Fimm skjálftar af stærðinni fjórir eða meira hafa orðið síðan á miðnætti. Þó hefur enginn skjálfti yfir þremur orðið síðan í hádeginu.
Viðtal
Veðurstofan fær aukafjárveitingu vegna skjálftavöktunar
Veðurstofa Íslands fær 60 milljóna króna aukafjárveitingu til að standa straum af kostnaði við vöktun og mönnun á Reykjanesskaga. Þetta ákvað ríkisstjórnin á fundi í morgun.
Ekki líklegt að hraunflæðið næði yfir Hvassahraun
„Miðað við staðsetningu skjálftavirkninnar núna eru ekki miklar líkur á að hraunflæði næði yfir Hvassahraun, það gæti náð út að Hrútagjá eða Lambafellsgjá,“ segir Þorvaldur Þórðarson, pró­fess­or í eld­fjalla­fræði við Há­skóla Íslands, í samtali við fréttastofu.
02.03.2021 - 13:41
Allar áætlanir yfirfarnar fumlaust og af kostgæfni
Næstum 30 félagar í björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík slógu upp tjaldbúðum í bænum í gærkvöldi. Tjöldin eru hluti hluti af búnaði björgunarsveitarinnar og almannavarna sem byggður hefur verið upp í mörg ár.
Spegillinn
Verðum að læra að lifa með eldgosum
Um 800 ár eru liðin frá síðustu eldsumbrotum á Reykjanesskaga og jarðsagan segir að hann sé kominn á tíma. Gervihnattarmyndir sem bárust í gær (mánudaginn 1. mars) og Vísindaráð almannavarna fór yfir sýna meiri færslu en áður hefur orðið vart við á svæðinu síðustu daga.
Myndskeið
Meira en 50 sprungur á vegum við skjálftasvæðið
Margar sprungur má sjá á vegum á skjálftasvæðinu. Fólk á meðferðarheimilinu í Krýsuvík finnur vel fyrir skjálftunum. Í Vogum eru flestir íbúar æðrulausir segir bæjarstjórinn þótt mikið gangi á.
Vísindaráð dregur upp mögulegar sviðsmyndir
Á fundi Vísindaráðs almannavarna sem lauk nú á sjötta tímanum voru mögulegar sviðsmyndir sem snúa að kvikuinnskoti undir svæðinu við Fagradalsfjall ræddar. Meðal þeirra eru að það dregur úr jarðskjálftavirkni næstu daga eða vikur, hrinan mun færast í aukana með stærri skjálftum, allt að 6 að stærð, í nágrenni við Fagradalsfjall, skjálfti af stærð allt að 6.5 verður sem á sér upptök í Brennisteinsfjöllum og kvikuinnskot haldi áfram í nágrenni við Fagradalsfjall.
Skjálftakvíði vegna aðstæðna sem maður ræður ekki við
Níu skjálftar, 3 til 4,2 að stærð, hafa skekið suðvesturhornið síðan í hádeginu í dag, mánudag. Sá stærsti var klukkan rúmlega tvö. Allir fundust þeir vel á höfuðborgarsvæðinu og víðar. Yfir 80 skjálftar, þrír eða stærri, hafa mælst á svæðinu síðustu tvo sólarhringa og hrinan sem hófst í síðustu viku er enn í gangi. Doktor í áfallasálfræði segir eðlilegt að finna fyrir alls konar tilfinningum í svona ástandi, sérstaklega hjá þeim sem eru í erfiðum aðstæðum fyrir.
Tuttugu skjálftar stærri en 3 frá miðnætti
Hátt í 20 jarðskjálftar, stærri en 3, urðu á Reykjanes-skaga frá miðnætti til hádegis í dag, 1. mars. Stærsti skjálftinn var 4,9 klukkan hálf tvö í nótt. 
Mannvirki landsins eru hönnuð fyrir svona skjálfta
Hátt í 20 skjálftar yfir þremur að stærð, hafa orðið á Suðurnesjum síðan á miðnætti 1. mars og til hádegis. Sá stærsti var 4,9, um klukkan hálf tvö í nótt. Þetta er meiri virkni heldur en á sama tíma í gær. Landspítalinn hefur ekki frestað neinum aðgerðum vegna skjálftanna og verður það líklega ekki gert. Víðir Reynisson segir alla innviði hannaða með svona virkni í huga og mannvirki líka.
15 hafa tilkynnt tjón af völdum skjálftahrinunnar
Náttúruhamfaratrygging Íslands hefur fengið 15 tilkynningar um tjón af völdum jarðskjálftahrinunnar sem hófst á miðvikudaginn. „Hús á Íslandi eru sterkbyggð og þau þola almennt stærri skjálfta en þá sem hafa riðið yfir síðustu daga,“ segir Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands, í samtali við fréttastofu.