Hamfarir

Myndskeið
Full ástæða til að fara varlega
Enn er hætta á hruni á Norðurlandi ef fleiri stórir jarðskjálftar verða þar, segir Sveinn Brynjólfsson, sérfræðingur á sviði ofanflóðahættumats hjá Veðurstofunni. Hann flaug yfir skjálftasvæðin í gær til að meta aðstæður. Sveinn segir að ekki hafi sést sérstök hættumerki en enn verði fólk að hafa varann á sér vegna hugsanlegra skjálfta. „Það er full ástæða til að vera ekki í bröttum brekkum, undir klettum og í skriðum þar sem grjóthrun getur orðið.“
22.06.2020 - 19:22
Játaði að hafa orðið 84 að bana af gáleysi
Gas- og rafveitufyrirtækið Pacific Gas & Electric, PG&E, játaði fyrir rétti í gær að fyrirtækið beri ábyrgð á Camp eldsvoðanum í Kaliforníu árið 2018.  Dómari las nöfn allra 84 fórnarlambanna að framkvæmdastjóra PG&E viðstöddum. Myndir af þeim birtust á skjá í dómssalnum, og játaði framkvæmdastjórinn, Bill Johnson, manndráp af gáleysi í hverju einasta tilfellanna. Að auki var fyrirtækið dæmt fyrir íkveikju.
17.06.2020 - 07:35
84 látnir af völdum Amphan
Fellibylurinn Amphan, sem gekk yfir austurhluta Indlands og Bangladess í gærkvöld, varð að minnsta kosti 84 að bana. Þúsundir hafa misst heimili sín.
21.05.2020 - 12:24
Erlent · Asía · Hamfarir · Veður
Fjöldi látinn af völdum fellibylsins Amphan
Minnst fjórtán eru látnir af völdum fellibylsins Amphan sem gengur yfir austurströnd Indlands og Bangladess. Þúsundir heimila eru rústir einar eftir veðurofsann. Mamata Banerjee, héraðsstjóri Vestur-Bengals, sagði fréttamönnum í gær að ástandið væri enn verra en kórónuveirufaraldurinn.
21.05.2020 - 05:13
Erlent · Asía · Hamfarir · Indland · Bangladess
Tjón Ísafjarðar vegna snjóflóða um 40 milljónir
Tjón Ísafjarðarbæjar vegna snjóflóðanna sem féllu á Flateyri 14. janúar síðastliðinn nemur um 40 milljónum króna. Bærinn hefur farið fram á það við ríkið að það greiði þennan kostnað og bíður nú svara.  Birgir Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir að mestur hluti kostnaðins sé tilkominn vegna hreinsunarstarfs.
20.05.2020 - 14:26
Myndskeið
Minnst sjö látnir í óveðri í Bandaríkjunum
Minnst sjö eru látnir eftir að óveður reið yfir Oklahoma, Texas og Louisiana í Bandaríkjunum í gær og í dag. Stormur, flóð og hvirfilbylir ollu miklu tjóni. Öflugir hvirfilbylir urðu fimm að bana í Oklahoma og í Texas og tugir slösuðust að sögn fjölmiðla vestanhafs. Fjöldi mannvirkja skemmdist í veðurofsanum.
23.04.2020 - 23:47
24 fórust í flóðum í Kongó
Minnst 24 týndu lífi í miklum flóðum í Suður-Kivu í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó síðustu daga. Tuga til viðbótar er saknað eftir flóðin, að sögn forsetans, Felix-Antoine Tshisekedi Tshilombo, sem greindi frá því að fjöldi bygginga í héraðinu sé gjörónýtur eftir flóðin.
18.04.2020 - 07:39
Tugir létu lífið í óveðri í Bandaríkjunum
Hvirfilbylir ollu mikilli eyðileggingu og urðu minnst 32 að bana í Bandaríkjunum á páskadag og annan í páskum. Bylirnir fóru yfir nánast öll Suðurríkin, frá Texas austur til Georgíu. Yfir ein milljón heimila, fyrirtækja og stofnana urðu rafmagnslaus eftir að línur slitnuðu í ríkjunum.
14.04.2020 - 04:03
Myndskeið
Neyðarástand vegna óveðurs í Mississippi
Ríkisstjóri Mississippi lýsti í gærkvöld yfir neyðarástandi í ríkinu vegna óveðurs sem olli miklu tjóni. Minnst sex létu lífið í veðurofsanum að sögn yfirvalda. Ríkisstjórinn Tate Reeves skrifaði á Twitter að hann hafi lýst yfir neyðarástandi til þess að vernda heilsu og öryggi íbúa Mississippi. Verið væri að færa búnað og vistir þangað sem helst þarf að vernda fólk og eignir þeirra. 
13.04.2020 - 06:50
Tugir íslenskra strandaglópa bíða þess að komast heim
„Þetta er dálítið eins og maður sé ekki í líkamanum sínum, eins og eflaust mjög mörgum líður í þessu ástandi sem er núna,“ segir Guðbjörg Lára Másdóttir í símaviðtali frá Heathrow-flugvelli í London. Rætt var við Guðbjörgu í Samfélaginu á Rás 1.
Í lífhættu eftir jarðskjálfta í Króatíu
Fimmtán ára stúlka slasaðist alvarlega og er í lífshættu eftir að snarpur jarðskjálfti, 5,3 að stærð, reið yfir Zagreb höfuðborg Króatíu um sexleytið í morgun að staðartíma. Stúlkan var í byggingu sem hrundi í skjálftanum.
22.03.2020 - 10:23
Skjálftahrina nærri Grindavík
Fjöldi jarðskjálfta hefur mælst nærri Grindavík í dag. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofunni, segir að skjálftahrina sé núna á svæðinu, og að vísindamenn séu að reyna að átta sig á því hvað sé þarna að gerast.
Landris hafið að nýju en engin merki um gosóróa
Landris er hafið að nýju við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi. Landrisið nú er hægara en það sem mældist í lok janúar, að því er fram kemur í tilkynningu Veðurstofunnar. Líklegast er að kvikusöfnun hafi tekið sig upp að nýju á sama stað, en engin merki eru um gosóróa. Vísindaráð Almannavarna kemur saman í næstu viku vegna málsins.
Ofanflóðavörnum flýtt um aldarfjórðung
Unnið verður að endurbótum á snjóflóðavörnum á tíu stöðum á landinu á næstu tíu árum. Þar með á að vera búið að ljúka snjóflóðavörnum á hættusvæðum í þéttbýli. 
04.03.2020 - 07:30
23 dáin og yfir 30 saknað eftir skýfall í Brasilíu
Minnst 23 eru látin og yfir 30 er saknað eftir úrhellisrigningu, flóð og skriður í tveimur ríkjum Brasilíu; Ríó de Janeiró og Sao Paulo. Miklar líkur eru taldar á að fleiri eigi eftir að finnast látin, grafin undir húsarústum og aurskriðum.
04.03.2020 - 03:23
Minnst 25 fórust í skýstrókum í Tennessee
Minnst 25 manns létu lífið í skýstrókum sem fylgdu miklu óveðri í Tennessee í Bandaríkjunum aðfaranótt og að morgni þriðjudags. Hús gjöreyðilögðust þegar skýstrókarnir skullu á þeim og átti fólk bókstaflega fótum fjör að launa hvar sem þeir stungu sér niður. Í Nashville, höfuðborg Tennessee, var brak úr húsum eins og hráviði um allar trissur þegar eldaði af degi. Rafmagnsstaurar kubbuðust í sundur eins og fúasprek og tugir þúsunda voru án rafmagns lengi dags og eru mörg enn.
04.03.2020 - 01:38
Minnst níu fórust í jarðskjálfta í Tyrklandi
Minnst níu dóu í jarðskjálfta sem varð nærri landamærum Tyrklands og Írans snemma í morgun. Upptök skjálftans, sem var 5,7 að stærð, voru við íranska þorpið Habash-e Olya, um tíu kílómetra frá landamærunum. Hin látnu bjuggu hins vegar öll í Tyrklandi. Tyrknesk yfirvöld greina frá því að fjögur börn hafi verið í þeirra hópi.
23.02.2020 - 22:55
Tæplega hundrað milljóna tjón hjá RARIK í óveðrinu
RARIK varð fyrir tæplega hundrað milljóna króna tjóni í óveðrinu á föstudaginn. Rafmagn er komið í lag víðast hvar á landinu.
16.02.2020 - 12:24
„Töluvert tjón miðað við fjölda verkefna“
Ekki er vitað hversu mikið tjón varð í aftakaveðrinu sem gekk yfir landið í gær en ljóst að það er mikið, samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum. Það sama segir formaður Bændasamtakanna. Óvissustig er enn í gildi vegna óveðursins.
15.02.2020 - 12:20
Myndskeið
Óljóst hvað verður gert við Blátind á botninum
„Við tökum okkur nokkra daga í að meta stöðuna og förum og skoðum þetta á mánudaginn, hvað verður gert varðandi skipið,“ segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, um skipið Blátind sem sökk í ofsaveðrinu í höfninni í Vestmannaeyjum í morgun. Miklar truflanir hafa orðið á rafmagni í Eyjum í dag, sem Íris segir að sé með öllu óviðunandi.
14.02.2020 - 19:49
Eldar sem loguðu í sjö mánuði loks slökktir
Sameiginlegt átak slökkviliðs og fjölda annarra stofnana í Nýja Suður-Wales í Ástralíu varð til þess að loks tókst að slökkva gróðureld sem hafði logað í Lindfield Park Road síðan 18. júlí í fyrra. Slökkvistarf var mjög erfitt þar sem nærri helmingur 858 hektara gróðureldanna logaði í mó undir yfirborðinu. Því dugðu engin venjuleg slökkvistörf. 
13.02.2020 - 03:38
Ciara veldur miklum usla í Evrópu
Stormurinn Ciara hefur valdið miklum usla í Norðvestur-Evrópu og mun halda því áfram þegar hann fikrar sig suður og austur á bóginn. Vindhraði nálgaðist 40 metra á sekúndu þar sem veðrið var verst á Bretlandi í dag, og spáð er vel yfir 30 metrum á sekúndu í Þýskalandi í ótt og á morgun. Vitlaust veður hefur verið á Bretlandseyjum, Noregi, Svíþjóð og Danmörku í dag og veður er þegar orðið mjög vont á meginlandinu norðvestanverðu.
09.02.2020 - 23:29
Erlent · Evrópa · Hamfarir · Veður
Varað við flóðum er gróðureldar slokkna
Á austurströnd Ástralíu rignir nú eins og hellt sé úr fötu og flóð ógna mönnum og mannvirkjum víða, þar á meðal í stórborginni Sydney. Rigningin hefur slökkt risagróðureld sem gekk undir nafninu Currowan og sveið 5.000 ferkílómetra lands á 74 dögum, og enginn gróðureldur í Nýja Suður Wales er svo stór lengur, að hann kalli á hæsta viðbúnaðarstig. Vatnsveðrið er hins vegar svo mikið að gefnar hafa verið út viðvaranir vegna flóðahættu í staðinn.
Hellirigning veldur flóðum, kæfir elda og kætir Ástrala
Eftir margra mánaða mannskæðar hamfarir vegna þurrka og gróðurelda vofa nú úrhelli og flóð yfir ástralska ríkinu Nýja Suður-Wales og íbúum þess. Gærdagurinn var sá úrkomusamasti í Sydney til rúmlega árs. Fjöldi gatna varð þar ófær vegna flóða. Svipaða sögu er að segja af fleiri bæjum við austurströndina og Veðurstofa Ástralíu spáir áframhaldandi vatnsveðri.
Þúsundir flýja flóð á Nýja Sjálandi
Mikil flóð hrella nú íbúa Suðureyju Nýja Sjálands í kjölfar úrhellisrigninga. Þúsundir hafa neyðst til að flýja heimili sín til að koma sér í öruggt skjól og hundruð ferðafólks eru innlyksa á afskekktu en vinsælu ferðamannasvæði við Milfordsund. Stjórnvöld á Suðureyju lýstu yfir neyðarástandi eftir að yfir 1.000 millimetra úrkoma féll á tveimur og hálfum sólarhring, 60 kukkustundum, með þeim afleiðingum að skriður féllu á fjölfarna þjóðvegi og ár flæddu yfir bakka sína.
05.02.2020 - 03:05