Hamfarir

Spegillinn
Ástand af völdum flóða versnar í Pakistan
Sameinuðu þjóðirnar fara fram á rúmlega átta hundruð milljónir dollara vegna neyðarástands í Pakistan af völdum flóða síðastliðið sumar. Stór hluti landsins er enn umflotinn vatni og erfiðleikar íbúanna aukast stöðugt. Fjárhæðin er fimm sinnum hærri en áður var talin þörf á til að koma íbúunum til hjálpar.
05.10.2022 - 08:15
Fellibylurinn Ian
Yfir 100 fórust í Flórída
Yfirvöld í Flórída í Bandaríkjunum greindu frá því í gær að þar hefðu yfir 100 manns farist af völdum fellibylsins Ians í liðinni viku. Bandaríska fréttastöðin CNN greinir frá þessu og segir minnst 101 dauðsfall hafa verið rakið til fellibylsins, sem hamaðist á Flórída frá miðvikudegi fram á föstudag og skildi eftir sig slóð eyðileggingar hvar sem hann fór.
04.10.2022 - 04:14
Yfir 90 dauðsföll rakin til fellibylsins Ians til þessa
Fjöldi þeirra sem fórust af völdum fellibylsins Ians, sem fór hamförum á Kúbu og bandarísku ríkjunum Flórída og Suður-Karólínu í liðinni viku, er enn nokkuð á reiki en þó er talið víst að þau séu yfir 90 talsins. Langtum flest eru þau í Flórída, þar sem yfirvöld höfðu staðfest um 85 dauðsföll sem rakin eru beint eða óbeint til veðurofsans, samkvæmt samantekt dagblaðsins Miami Herald. Um helmingur þeirra, eða 42, urðu í Lee-sýslu á suðvesturströnd Flórídaskagans, þar sem Ian gekk á land.
03.10.2022 - 06:20
Fellibylurinn Orlene nálgast vesturströnd Mexíkós
Fellibylurinn Orlene nálgast Kyrrahafsströnd Mexíkós þar sem hann tekur að líkindum land að kvöldi mánudags, samkvæmt bandarísku fellibyljastofnuninni. Orlene var fjórða stigs fellibylur í gær en hefur misst eilítið dampinn og flokkast nú sem þriðja stigs fellibylur.
03.10.2022 - 03:38
Fellibylurinn Ian
44 staðfest dauðsföll og nær öruggt að þau eru fleiri
Staðfest dauðsföll af völdum fellibylsins Ians í Flórída í Bandaríkjunum eru orðin 44 talsins. Heilbrigðis- og lögregluyfirvöld í Flórída greindu frá þessu í gærkvöld. Búist er við að enn fleiri hafi látist, þar sem leitar- og hreinsunarstörfum er hvergi nærri lokið á þeim svæðum sem verst urðu úti í hamförunum. Bandarísku sjónvarpsstöðvarnar NBC og CBS hafa heimildir fyrir því að rekja megi yfir 70 dauðsföll í ríkinu til fárviðrisins með beinum eða óbeinum hætti.
02.10.2022 - 06:38
Rafmagn að komast á Kúbu á nýjaleik
Rafmagnsnotendur í Havana, höfuðborg Kúbu, eru nánast allir komnir með rafmagn að nýju, umfjórum sólarhringum eftir að fellibylurinn Ian sló því út á eyjunni allri með þeim afleiðingum að hvergi var straum að fá í 18 klukkstundir.
02.10.2022 - 05:31
„Þetta hefur gífurleg sálræn áhrif á fólk hérna“
Fellibylurinn Ian fór hamförum í Flórída í Bandaríkjunum frá miðvikudegi fram á föstudag og talið er að minnst 50 íbúar ríkisins hafi látið lífið af völdum hans. Pétur Sigurðsson fasteignasali er búsettur í Orlando í Flórída. Hann segir flóðin sem fellibylurinn olli þau verstu sem orðið hafa í ríkinu í 200 ár og eyðilegginguna eftir því mikla. Íbúar taki þessu þó með jafnaðargeði, enda ýmsu vanir. 
01.10.2022 - 15:48
Áætla að minnst 50 hafi látist og vara við flóðum
Lögregluyfirvöld í Flórídaríki í Bandaríkjunum áætla að minnst 50 íbúar ríkisins hafi látið lífið af völdum fellibylsins Ians, sem fór þar hamförum frá miðvikudegi fram á föstudag. Opinber, staðfestur fjöldi látinna hefur aukist hægt og bítandi eftir því sem leitar- og björgunarstörfum hefur undið fram á þeim stöðum sem verst urðu úti í veðurofsanum og flóðunum sem honum fylgdu.
01.10.2022 - 06:42
Fellibylurinn Ian kominn á land í Suður Karólínu
Fellibylurinn Ian, sem fór hamförum í Flórídaríki fyrr í vikunni, hefur tekið land í Suður-Karólínu eftir stutt ferðalag meðfram austurströnd Bandaríkjanna. 45 dauðsföll hafa verið rakin til fellibylsins á Flórída samkvæmt bandarísku fréttastöðinni CNN, sem þó hefur þann fyrirvara á að nær helmingur þeirra sé óstaðfestur enn. Lögregluyfirvöld í Flórída hafa staðfest 23 dauðsföll af völdum fárviðrisins samkvæmt AFP-fréttastofunni og segja flest hinna látnu hafa drukknað.
01.10.2022 - 01:47
Myndskeið
Ian skilur eftir sig rústir við vesturströnd Flórída
Borgirnar Cape Coral og Fort Myers við vesturströnd Flórída í Bandaríkjunum eru nánast rústir einar eftir fellibylinn Ian. Ríkisstjórinn Ron DeSantis segir flóðin sem fylgja fellibylnum eitthvað sem sést ekki nema á um 500 ára fresti.
29.09.2022 - 16:31
Fellibylurinn Ian
Búast við hamfaraflóðum og mikilli eyðileggingu
Fellibylurinn Ian gekk á land í Flórída í Bandaríkjunum í gærkvöld og fer þar hamförum. Hann sótti mjög í sig veðrið á leiðinni norður yfir Mexíkóflóa frá Kúbu og var orðinn öflugur fjórða stigs bylur þegar hann tók land nærri borginni Fort Myers í Flórída suðvestanverðu um klukkan 15 að staðartíma. Vindur mældist þá allt að 70 metrar á sekúndu. Aðeins hefur dregið úr ofsanum eftir því sem hann fetar sig lengra inn í land og telst Ian nú þriðja stigs fellibylur.
29.09.2022 - 03:10
Fellibylurinn Ian genginn á land í Flórída
Fellibylurinn Ian á eftir að valda víðtækri eyðileggingu í Flórída, segir ríkisstjórinn þar. Bylurinn er þegar farinn að valda tjóni og rafmagnsleysi. Tveir létust þegar bylurinn fór yfir Kúbu og rafmagnið fór af öllu landinu.
28.09.2022 - 21:41
Rafmagnslaust á Kúbu og 2,5 milljónir Flórídabúa flýja
Rafmagnslaust er á gjörvallri Kúbu eftir að fellibylurinn Ian fór þar hamförum í gær. Fárviðrið hamaðist á vesturhluta eyríkisins af ógnarkrafti í fimm tíma áður en það mjakaðist aftur á haf út. Rafmagn fór fljótlega af heimilum um einnar milljónar Kúbverja. Nokkru síðar sló öllu út í einu helsta orkuveri landsins og þegar ekki tókst að koma því aftur í gagnið leiddi það til þess að rafmagn fór af allri eyjunni og um 10 milljónir eyjarskeggja bættust í hóp hinna rafmagnslausu.
28.09.2022 - 06:46
Fellibylurinn Ian
Olli stórtjóni á Kúbu og magnast enn á leið til Flórída
Um ein milljón Kúbverja er án rafmagns eftir að fellibylurinn Ian fór hamförum á Kúbu og minnst einn maður lét lífið í veðurofsanum. Fellibylurinn stefnir nú á Flórída og sækir enn í sig veðrið á leið sinni yfir hafið. Ian var orðinn þriðja stigs fellibylur þegar hann dundi á Kúbu að morgni þriðjudags og meðalvindhraðinn var um 57 metrar á sekúndu.
28.09.2022 - 01:40
Spegillinn
Hver situr uppi með tjónið?
Ljóst er að tjón sem orðið hefur af völdum veðurofsans sem gengið hefur yfir landið austan- og norðanvert er mikið. Haft var eftir formanni Björgunarsveitarinnar Ísólfs á Seyðisfirði í hádegisfréttum í dag að óveðrið væri það versta í manna minnum.
26.09.2022 - 17:01
Fimm fórust við björgunaraðgerðir á Filippseyjum
Fimm björgunarmenn á Filippseyjum fórust á svæði þar sem fellibylurinn Noru fer mikinn og eirir engu sem á vegi hans verður. Mennirnir urðu undir vegg sem hrundi yfir þá meðan á björgunarstörfum stóð.
26.09.2022 - 06:52
Appelsínugul viðvörun áfram fyrir Austur- og Suðurland
Appelsínugul viðvörun er í gildi fyrir Austfirði í nótt þar sem verður norðvestan stormur eða rok og eins fyrir Suðausturland frá því í fyrramálið og fram undir miðjan dag.
24 milljónir þurfa aðstoð í Eþíópíu vegna þurrka
Ef neyðaraðstoð berst ekki til Eþíópíu fljótlega getur það haft mikil áhrif á næstu kynslóðir, segir framkvæmdastjóri hjálparstarfs Lútherska heimssambandsins í Eþíópíu. Átök, þurrkar og fátækt herja á landið og yfir 24 milljónir íbúa þurfa aðstoð eingöngu vegna þurrkanna.
25.09.2022 - 19:45
Myndskeið
Fiona veldur miklum usla í Kanada
Hitabeltisstormurinn Fiona hefur valdið miklum usla á austurströnd Kanada. Einnar konu er saknað, hundruð þúsunda heimila eru án rafmagns og flóð hafa hrifsað hús með sér á haf út.
25.09.2022 - 08:35
Einn fórst í afar öflugum jarðskjálfta í Mexíkó
Minnst einn maður lét lífið þegar öflugur jarðskjálfti af stærðinni 7,6 reið yfir vesturströnd Mexíkó á mánudag. Upptökin voru á fimmtán kílómetra dýpi, nærri Kyrrahafsströnd Mexíkós. Eini maðurinn sem vitað er til að hafi farist í hamförunum varð undir braki sem hrundi af húsi. Tiltölulega strjálbýlt er nærri upptökum skjálftans og ekki hafa borist fregnir af meiriháttar tjóni á mannvirkjum eða slysum á fólki.
20.09.2022 - 03:16
Fiona olli miklu tjóni á Púertó Ríkó
Fellibylurinn Fiona tók land í Dóminíska lýðveldinu síðdegis á mánudag að íslenskum tíma eftir að hafa farið hamförum á Púertó Ríkó á sunnudag. Þar sló bylurinn rafmagni á eyjunni allri og orsakaði flóð og aurskriður sem kostuðu á annan tug mannslífa. Fiona ólmast nú á Dóminíska lýðveldinu en tíðindi hafa ekki borist þaðan af tjóni. Bylurinn mun ekki staldra lengi við þar heldur stefnir á haf út og sækir enn í sig veðrið.
20.09.2022 - 02:45
Einn dáinn og á annað hundrað slösuð eftir jarðskjálfta
Einn maður lét lífið og á annað hundrað slösuðust þegar öflugur jarðskjálfti, 6,9 að stærð, skók suðausturhluta Taívans á sunnudag. Nokkrar byggingar hrundu í skjálftanum og vegir rofnuðu en flóðbylgjuviðvörun sem gefin var út var fljótlega afturkölluð. Margir kröftugir eftirskjálftar hafa fylgt þeim stóra, sem reið yfir laust fyrir klukkan þrjú síðdegis á sunnudag að staðartíma. Upptök hans voru á 10 kílómetra dýpi um 50 kílómetra norður af borginni Taítung.
19.09.2022 - 05:40
Tugir fórust í flóðum í Nepal og Indlandi um helgina
Hátt í fimmtíu manns fórust í flóðum og skriðuföllum af völdum ákafra monsúnrigninga í Nepal og Indlandi um helgina svo vitað sé og óttast er að enn fleiri hafi látið lífið.
19.09.2022 - 05:25
Erlent · Asía · Hamfarir · Náttúra · Veður · Indland · Nepal · Pakistan · Flóð · monsúntímabilið
Fellibylur, flóðahætta og rafmagnsleysi á Púertó Ríkó
Fellibylurinn Fiona skall á á suðvesturströnd Púertó Ríkó íá sunnudag, sló út rafmagni á allri eyjunni og færði með sér úrhellisrigningu sem þykir líkleg til að valda miklum flóðum og aurskriðum. Níu hafa farist í hamförunum svo staðfest sé.
18.09.2022 - 23:53
Neyðarástand um alla Kyushu-eyju vegna fellibyls
Fellibylurinn Nanmadol gekk á land á Kyushu-eyju í suðvestur Japan í dag og þokast nú norðaustur eftir landinu. Bylurinn er óvenju öflugur og yfirvöld brýndu milljónir Kyushubúa til að koma sér og sínum í öruggt skjól í traustum byggingum, þar sem hann gæti hæglega lagt veikbyggðari hús í rúst. Tugir þúsunda fóru að ráðum yfirvalda og leituðu skjóls í neyðarskýlum.
18.09.2022 - 23:20
Erlent · Asía · Hamfarir · Veður · Japan · fellibylur