Hamfarir

Alþjóða Rauði krossinn
Hungursneyð vofir yfir milljónum á Sahel-beltinu
Yfir 10,5 milljónir íbúa Búrkína Fasó, Malí, Níger og Máritaníu eiga á hættu að líða hungur á næstu vikum, segir í nýrri skýrslu Alþjóða Rauða krossins um aðstæður fólks á Sahel-beltinu, sem teygir sig þvert yfir Afríku á mörkum Sahara-eyðimerkurinnar og gróðurlendisins suður af henni.
13.05.2022 - 04:36
Tala látinna í Havana er komin upp í fjörutíu
Tala látinna eftir gassprengingu í Saratoga-lúxuhótelinu í Havana höfuðborg Kúbu á föstudag er komin upp í fjörutíu. Þetta kemur fram í opinberri tilkynningu yfirvalda í landinu.
10.05.2022 - 02:20
Vitað að 31 lést í gassprengingunni í Havana
Fjöldi látinna er kominn í 31 eftir að gassprenging eyðilagði lúxushótel í Havana höfuðborg Kúbu á föstudag. Slökkvilið og björgunarmenn leita áfram í rústunum.
09.05.2022 - 01:30
Heill mánuður í logandi víti
Ekkert lát er á hitabylgjunni í Indlandi og í Pakistan. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að fólkið þar eigi í vændum heilan mánuð í logandi víti.
02.05.2022 - 10:03
Hitabylgja og rafmagnsleysi hrella Indverja
Ekki sér fyrir endann á skæðri hitabylgju sem geisað hefur á nánast öllu Indlandi síðustu daga. Hiti hefur farið yfir 45 gráður víða í landinu dag eftir dag að undanförnu og fór mest í 47,4 gráður í borginni Banda í Uttar Pradesh-ríki á föstudag. Nýliðinn marsmánuður var sá heitasti í 122 ára sögu veðurmælinga á Indlandi og nú hefur verið staðfest að nýlliðinn aprílmánuður er líka sá heitasti sem mælst hefur í veðurmælingasögunni.
01.05.2022 - 08:21
Börðust við gróðurelda á 400 ferkílómetra svæði
Yfir 1.000 slökkviliðsmenn börðust við heljarmikla skógar- og gróðurelda í norðurhluta Nýja-Mexíkó í Bandaríkjunum á laugardag. Eldarnir kviknuðu 6. apríl og hefur slökkviliðinu gengið misvel að hamla útbreiðslu þeirra. Í liðinni viku færðust þeir mjög í aukanna og á föstudag fóru þeir alveg úr böndunum vegna afar óhagstæðra vinda. Að morgni laugardags loguðu eldarnir á nær 400 ferkílómetra svæði og höfðu þá vaxið um nær 140 ferkílómetra á einum sólarhring.
01.05.2022 - 01:15
Skæð og snemmbær hitabylgja á Indlandi og Pakistan
Skæð og óvenju snemmbúin hitabylgja gengur nú yfir nær allt Indland og stóran hluta Pakistans og hitastig fer enn hækkandi. Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, varar við vaxandi hættu á gróðureldum vegna hitans. „Hitinn hækkar hratt í landinu og mun fyrr en venjulega,“ sagði forsætisráðherrann á fjarfundi með ríkisstjórum landsins á miðvikudag.
29.04.2022 - 02:30
Erlent · Asía · Hamfarir · Veður · Indland · Pakistan · hitabylgja · Narendra Modi
Tíu saknað eftir námuslys í Póllandi
Tíu er saknað eftir slys í kolanámu í Zofiowka sunnanvert í Póllandi. Fulltrúar fyrirtækisins JSW sem á og rekur námuna greindu frá þessu í morgun. Jarðskjálfti reið yfir á öðrum tímanum í nótt, sem olli metanleka.
23.04.2022 - 07:20
Voldugur jarðskjálfti reið yfir Balkanskaga í kvöld
Jarðskjálfti af stærðinni 5,7 reið yfir sunnanverða Bosníu í kvöld og fannst víðs vegar um Balkanskagann. Vitað er að 28 ára gömul kona fórst og foreldrar hennar eru slasaðir. Ekki hafa borist tíðindi af miklu eignatjóni.
23.04.2022 - 00:15
Örlög eftirlifenda í Mariupol í höndum Rússlandsforseta
Vadym Boichenko, borgarstjóri í hafnarborginni Mariupol í Úkraínu, segir að Vladimír Pútín Rússlandsforseta ráði einn örlögum þeirra hundrað þúsund almennu borgara sem enn eru innikróaðir í rústum borgarinnar.
Handtaka vegna rannsóknar á sprengingunni í Beirút
Portúgali var handtekinn í Suður-Ameríkuríkinu Síle í gær en alþjóðalögreglan Interpol hafði leitað hans vegna rannsóknar á sprengingunni miklu í Beirút, höfuðborg Líbanon, árið 2020.
Matvælaverðshækkun talin geta aukið verulega á fátækt
David Malpass forseti Alþjóðabankans varar við því að gríðarleg matvælaverðshækkun vegna innrásar Rússa í Úkraínu geti aukið á fátækt hundraða milljóna manna um allan heim.
Allt eins líklegt að gos verði á mörgum stöðum samtímis
Jarðskjálftahrinur hafa verið tíðar á Reykjaneshrygg að undanförnu. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur telur að ef eldgos brýst út á Reykjanesi, sé allt eins líklegt að það gerist samtímis á mörgum stöðum. Kostir og gallar séu við það að gos verði í sjó annars vegar eða á landi hins vegar.
Landinn
Tók köttinn og fór stuttu áður en húsið hvarf
„Þetta var ógeðslega töff hús, 140 ára gamalt, hét Berlín. Það var geggjað að búa í því, útsýnið og fossinn bara í garðinum,“ segir ævintýrakonan Ingrid Karis um húsið sem hún keypti sér á Seyðisfirði fyrir tveimur árum. Hún er frá Eistlandi en flutti til Íslands fyrir rúmum tveimur áratugum.
19.04.2022 - 07:30
Sjónvarpsfrétt
Helmings líkur á eldgosi á eða við Reykjanes á árinu
Eldgos á eða við Reykjanes á þessu ári er raunhæfur möguleiki að mati Þorvalds Þórðarsonar eldfjallafræðings. Hann telur helmingslíkur á að gos hefjist áður en árið er úti. Verði gos með öskufalli gæti aska lagst yfir höfuðborgarsvæðið, og haft áhrif allt upp í Hvalfjörð og austur fyrir fjall. 
Yfir 170 hafa fundist látin eftir storm á Filippseyjum
Lík 172 karla, kvenna og barna hafa fundist í rústum og ruðningum í Leyte-héraði á samnefndri eyju um miðbik Filippseyja eftir öflugasta hitabeltisstorm sem gengið hefur yfir eyjarnar það sem af er þessu ári, og yfir 100 er enn saknað. Yfirvöld á Filippseyjum greindu frá þessu í morgun.
17.04.2022 - 07:26
Nær 400 látin eftir hamfarirnar í Suður-Afríku
Nær 400 manns hafa fundist látin eftir hamfarirnar í KwaZulu-Natal héraði í austanverðri Suður Afríku á dögunum. Fjölmennt leitarlið lögreglu, hermanna og sjálfboðaliða hefur stækkað leitarsvæðið til muna þar sem tuga er enn saknað. Feiknarlegt vatnsveður, það úrkomumesta í Suður-Afríku í 60 ár, dundi á héraðinu í byrjun vikunnar og olli mannskæðum flóðum og skriðum í og umhverfis borgina Durban.
16.04.2022 - 05:40
Yfir 340 látin eftir hamfarirnar í Suður-Afríku
Leitar- og björgunarlið í austanverðri Suður-Afríku er enn að störfum við erfiðar og hættulegar aðstæður í og umhverfis borgina Durban, þar sem hamfaraflóð og aurskriður fylgdu steypiregni fyrr í vikunni. 341 lík hefur fundist þar í húsarústum og eðjuflæmum og talið er að þeim eigi enn eftir að fjölga því margra er enn saknað.
15.04.2022 - 06:24
Mannskæðasta óveður sem sögur fara af í Suður-Afríku
Yfir 300 manns hafa týnt lífinu í flóðum og skriðum af völdum mikils vatnsveðurs á austurströnd Suður-Afríku síðustu daga. Yfirvöld segja þetta mestu rigningar í landinu í meira en sextíu ár og óveðrið það mannskæðasta sem dunið hefur á Suður-Afríku svo vitað sé.
14.04.2022 - 06:25
Ghebreyesus: Líf svartra minna metin en hvítra
Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, segir ljóst að heimsbyggðin gefi hörmungum og neyðarástandi mismikinn gaum og vægi eftir húðlit þeirra sem það bitnar á. Einungis brotabrot af þeirri gríðarmiklu neyðaraðstoð sem nú renni til Úkraínu sé veitt til hamfara- og stríðssvæða annars staðar í heiminum, þar sem neyð sé þó óumdeilanlega feikimikil.
Minnst 80 fórust í flóðum og skriðum á Filippseyjum
80 lík hafa fundist í húsarústum og aurflaumum í Leyte-héraði á samnefndri eyju um miðbik Filippseyja, þar sem hitabeltisstormurinn Megi fór hamförum á sunnudag og mánudag. Megi er öflugasti stormurinn sem skollið hefur á Filippseyjum það sem af er ári og honum fylgdi ógurlegt vatnsveður, sem orsakaði hvort tveggja flóð og aurskriður þar sem hann fór yfir.
14.04.2022 - 02:36
Tugir hafa farist í flóðum í Suður-Afríku
Minnst 45 manns hafa farist í flóðum og skriðum í kjölfar margra daga stórrigninga á austurströnd Suður-Afríku, að sögn yfirvalda þar í landi. Fjölda fólks er enn saknað á hamfarasvæðinu og björgunarlið leitar lifenda og dauðra í rústum og skriðum. Hamfarirnar eru að mestu bundnar við strandhéraðið KwaZulu-Natal og er ástandið verst í borginni Durban og nærliggjandi byggðarlögum.
13.04.2022 - 06:18
58 hafa fundist látin eftir hamfarastorm á Filippseyjum
58 hafa fundist látin eftir mikil flóð og aurskriður á Filippseyjum síðustu daga, samkvæmt upplýsingum yfirvalda á eyjunum. Björgunarlið er enn að störfum í þeim þorpum sem verst urðu úti í hamförunum og leitar í húsarústum og aurflæmum. Björgunar- og tækjabúnaður er af skornum skammti á hamfarasvæðunum svo leitarmenn neyðast víða til að grafa hin látnu upp úr eðjunni með berum höndum.
13.04.2022 - 03:32
Einn hinna slösuðu fluttur á Landspítalann
Þrír lentu í snjóflóði í Svarfaðardal, nærri Dalvík, í kvöld. Laust fyrir miðnættið greindi Lögreglan á Norðurlandi vestra frá því að einn hinna slösuðu hefði verið fluttur með sjúkraflugi á Landspítalann en hinir tveir á Sjúkrahúsið á Akureyri.
Flóð og skriðuföll hafa orðið 14 að bana í Brasilíu
Fjórtán hafa farist og fimm er saknað eftir að úrhellisrigning olli miklum flóðum og aurskriðum í Rio de Janeiro ríki Brasilíu. Átta börn eru meðal þeirra látnu.
03.04.2022 - 00:40