Hamfarir

Vatnavextir í Túnis hafa kostað þrjú mannslíf
Þrennt fórst í flóðum í Norður-Afríkuríkinu Túnis eftir úrhellisrigningu. Árstíðabundin flóð eru afar algeng í landinu.
24.10.2021 - 20:15
Tugir látnir í flóðum á Indlandi og í Nepal
Minnst 150 eru látnir af völdum flóða og aurskriða í monsún-úrhellinu í Indlandi og Nepal. 46 eru látnir í héraðinu Uttarakhand í norðanverðu Indlandi og 11 saknað eftir metúrkomu á mánudag og þriðjudag.
21.10.2021 - 03:20
Erlent · Asía · Hamfarir · Veður · Indland · Nepal
Hættustig almannavarna lækkað við gosstöðvarnar
Almannavarnastig vegna eldgossins í Geldingadölum hefur verið lækkað úr hættustigi niður í óvissustig. Þetta kemur fram í nýrri tilkynningu frá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra sem tók ákvörðunina í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum.
Tugir fórust í flóðum á Indlandi
Minnst 26 hafa farist í flóðum og skriðum í Keralaríki á Indlandi í kjölfar mikilla rigninga síðustu daga. Ár hafa flætt yfir bakka sína og eyðilagt brýr og vegi með þeim afleiðingum að fjöldi bæja og þorpa hefur einangrast og skriður fært fjölda húsa meira og minna á kaf í aur. Fimm börn eru á meðal hinna látnu, segir í frétt BBC, og óttast er að fleiri hafi látið lífið í hamförunum, þar sem margra er enn saknað.
18.10.2021 - 01:50
Erlent · Asía · Hamfarir · Náttúra · Veður · Indland · Flóð
Yfir 1.800 byggingar horfnar undir hraun á La Palma
Rauðglóandi hraunelfar steypast enn niður hlíðar Kanaríeyjunnar La Palma, rúmum fjórum vikum eftir að gos hófst í eldfjallinu Cumbre Vieja. Á þessum tíma hafa 1.817 byggingar horfið undir hraunflauminn og eyðilagst samkvæmt frétt á spænsku sjónvarpsstöðinni RTVE, og hafa þá 269 byggingar farið undir hraun frá því síðast var talið.
17.10.2021 - 03:15
Erlent · Evrópa · Hamfarir · Spánn · kanaríeyjar · eldgos
Mannskæður jarðskjálfti á Balí
Þrjú létust og sjö slösuðust þegar jarðskjálfti af stærðinni 4,8 reið yfir ferðamannaparadísina Balí í Indónesíu í morgun. Upptök skjálftans voru á tíu kílómetra dýpi, um sex kílómetra norðaustur af bænum Banjar Wanasari. Tvö hinna látnu fórust í þegar skriða sem skjálftinn hrinti af stað færði hús þeirra á kaf.
16.10.2021 - 06:28
Minnst 19 fórust í óveðri á Filippseyjum
Yfirvöld á Filippseyjum staðfestu í nótt að minnst 19 hafi týnt lífinu þegar hitabeltisstormurinn Kompasu hamaðist á hluta eyjanna í byrjun vikunnar. Þá rannsaka yfirvöld hvort rekja megi ellefu dauðsföll til viðbótar til óveðursins, auk þess sem 14 er enn saknað. Kompasu fylgdi tveggja daga steypiregn sem jafnaðist á við úrkomu heils mánaðar og ríflega það.
14.10.2021 - 06:48
Um 200 jarðskjálftar á Keilissvæðinu síðasta sólarhring
Allt hefur verið með heldur kyrrum kjörum á Keilissvæðinu undanfarinn sólarhring. Á tíunda tímanum í kvöld mældust tveir jarðskjálftar af stærðinni 2,3 hvor, tvo kílómetra suðsuðvestur af Keili.
13.10.2021 - 23:21
Rannsaka þarf skriðuhættu við ellefu þéttbýlisstaði
Hópur vísindamanna á Veðurstofu Íslands, Náttúrufræðistofnun Íslands og Háskóla Íslands telur nauðsynlegt að gera svipað átak vegna aukinnar hættu á skriðuföllum og gert var vegna snjóflóðahættu á tíunda áratugnum. Nefnir hópurinn sérstaklega ellefu þéttbýlisstaði sem kanna þarf með tilliti til hættu á aurskriðum. Þar á meðal eru Ísafjörður, Sauðárkrókur, Akureyri og Neskaupstaður.
13.10.2021 - 06:33
10 þúsund skjálftar á tveimur vikum við Keili
Átján skjálftar yfir þremur að stærð hafa mælst í þessari skjálftahrinu við Keili. Á tíunda tímanum í gær mældist skjálfti sem var 3,2 að stærð í grennd við Keili. Frá 27. september hafa 10 þúsund skjálftar mælst á svæðinu.
11.10.2021 - 08:12
Nærri tvær milljónir flýja vegna flóða í Kína
Hátt í tvær milljónir hafa orðið að yfirgefa heimili sín í Shanxi héraði í norðanverðu Kína vegna mikilla flóða af völdum úrhellis. Hús hafa hrunið og aurskriður fallið í yfir 70 borgum og bæjum í héraðinu að sögn fréttastofu BBC. Áframhaldandi hellidemba hamlar björgunaraðgerðum.
11.10.2021 - 06:21
Erlent · Asía · Hamfarir · Umhverfismál · Veður · Kína
Ekkert lát á eldsumbrotum á La Palma
Eldgosið á Kanaríeyjunni La Palma hefur sótt nokkuð í sig veðrið undanfarið. Yfir 800 hundruð hús eru farin undir hraunið og um sex þúsund manns hafa orðið að flýja heimili sín á eyjunni. Fréttastofa Reuters greinir frá því að í gær hafi minnst fjögur hús í þorpinu Callejon de la Gata orðið undir hraunflóði gossins úr Cumbre Vieja eldstöðinni.
10.10.2021 - 06:50
Spegillinn
Þarf að endurmeta hættu á aurskriðum
Við gerð hættumats á ofanflóðasvæðum í þéttbýli var að mestu litið til snjóflóða, og ástæða er til að endurskoða matið á ýmsum stöðum þar sem er skriðuhætta, að mati hópstjóra ofanflóðahættumats á Veðurstofu Íslands.
08.10.2021 - 16:55
Minnst 20 látnir í snörpum jarðskjálfta í Pakistan
Talið er að um tuttugu séu látnir eftir að jarðskjálfti skók Balokistan hérað í sunnanverðu Pakistan í nótt. AFP fréttastofan hefur eftir yfirmanni almannavarna í héraðinu að hann óttist að fleiri eigi eftir að finnast látnir. Tugir eru slasaðir.
07.10.2021 - 00:48
Engin sjáanleg merki um kvikuhreyfingar á yfirborðinu
Hulda Rós Helgadóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að gervihnattamyndir sem bárust í dag sýni enga aflögun á Keilissvæðinu. Jarðskjálftar á svæðinu eru ögn færri í dag en undanfarna viku.
Spegillinn
Viðvörunarbjöllur klingja vegna aukinnar skriðuhættu
Það klingja margar viðvörunarbjöllur vegna aukinnar hættu á skriðuföllum að mati Þorsteins Sæmundssonar jarðfræðings. Hann segir að það þurfi sárlega að mennta fleira fólk til að til að meta hættuna og auka rannsóknir og vöktun á fjallshlíðum.
„Gott að hafa varann á en erfitt að yfirgefa heimilið“
Um 20 manns þurftu að yfirgefa heimili sín síðdegis í dag vegna hættu á skriðuföllum á Seyðisfirði. Íbúar segja leiðinlegt að þurfa að rýma en að sama skapi góð tilfinning að vita til þess að Almannavarnir hafi allan vara á. Gert er ráð fyrir að rýming vari fram yfir helgi í ljósi úrkomu sem spáð er á svæðinu. Þá verður staðan metin að nýju. Fjöldahjálparstöð hefur verið opnuð í Herðubreið þangað sem allir eru velkomnir.
04.10.2021 - 21:12
Spegillinn
Ástæða til að óttast meiri öfgar í veðri
Vísindamenn sem rannsaka áhrif hlýnunar á loftslag eru varkárir í svörum þegar spurt er hvort einstaka hamfaraatburðir séu afleiðing loftslagsbreytinga. Óvenjulegt veðurfar hefur hins vegar orðið tíðara síðastliðin 10 til 20 ár og hamfarir því samhliða.
04.10.2021 - 17:17
Sex bæir til viðbótar rýmdir í Kinn
Klukkan átta í kvöld var tekin sú ákvörðun að rýma sex bæi til viðbótar í Kinn í Suður-Þingeyjarsýslu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra í kvöld og að íbúar hafi þegar yfirgefið bæina sem eru sunnar en þeir bæir sem áður voru rýmdir.
Sjónvarpsfrétt
Vogar skjálfa en Grindavík ekki
Jarðskjálftahrinan á Reykjanesskaga heldur áfram og frá hádegi urðu tveir skjálftar sem fundust greinilega á höfuðborgarsvæðinu. Í Vogum á Vatnsleysuströnd finna íbúar vel fyrir skjálftunum en Grindvíkingar síður, þótt Grindavík sé nær upptökum þeirra.
Sjónvarpsfrétt
„Fjallið er komið niður"
„Ég hef ekkert heim að gera. Allt láglendið er undir vatni og fjallið er komið að stórum hluta niður, segir Hlöðver Hlöðversson, bóndi á Björgum í Útkinn. Stórir hlutar sveitarinnar urðu aurskriðum að bráð í nótt í mestu rigningum þar í manna minnum. Flytja þurfti fjölskylduna á brott með þyrlu, eftir að hún varð innlyksa á milli skriðnanna.
03.10.2021 - 18:54
Óvissustig nyrðra endurmetið með morgninum
Óvissustigi var lýst yfir á Tröllaskaga í nótt vegna mikillar úrkomu á Norðurlandi eystra. Einnig var lýst yfir hættustigi í Kinn og Útkinn í Þingeyjarsýslum vegna úrkomu og skriðuhættu og ákveðið að rýma nokkra bæi í Útkinn. Staðan verður endurmetin með morgninum þegar birta tekur að sögn náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands..
600 skjálftar frá miðnætti
Jarðskjálftahrinan við Keili heldur áfram og hafa um 600 skjálftar mælst frá miðnætti. Tveir þeirra voru af stærðinni þrír.
Spegillinn
Sveitarfélög með loftslagsmál í fanginu
Mikið hvílir á sveitarfélögum vegna loftslagsbreytinga og í nýrri stefnu ríkis um aðlögun að breytingunum eru þau þungamiðjan. Losun frá úrgangi, fráveitumál, skipulagsmál, fræðsla, búsetuúrræði fyrir loftslagsflóttamenn, allt eru þetta dæmi um verkefni sveitarfélaga í loftslagsmálum. Þau eru sem sagt fjölbreytileg og flókin. Spegillinn hefur undanfarið fjallað um þessi verkefni.
Vara við ferðum í grennd við Keili
Engin merki eru um að kvika sé að brjóta sér leið upp á yfirborðið við Keili þar sem jarðskjálftahrina hefur staðið yfir síðan á mánudag. Íbúar á suðvesturhorninu er hvattir til að huga að innanstokksmunum og varað er við að vera á ferli í grennd við fjallið.