Hamfarir

Fimm vikna bið eftir þyrluflugi yfir gosstöðvarnar
Allt að fimm vikna bið er eftir þyrluflugi yfir gosstöðvarnar við Fagradalsfjall. Í samtali við fréttastofu sögðu tvö íslensk þyrluflugfélög eftirspurnina aldrei hafa verið meiri en nú. Hjá öðru fyrirtækinu eru um 2.000 bókanir á biðlista.
Jarðskjálfti 6,6 að stærð undan ströndum Súmötru
Jarðskjálfti, 6,6 að stærð, varð undan ströndum Súmötru í Indónesíu í morgun. Ekki hafa borist fregnir af eyðileggingu né manntjóni vegna skjálftans.
14.05.2021 - 08:11
Fundi öryggisráðsins frestað
Bandaríkin frestuðu í dag fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna sem halda átti á morgun um átökin í Ísrael. Þetta kemur fram í svari forseta ráðsins  við spurningu AFP-fréttastofunnar.
Gönguleiðin að gosstöðvunum lokuð í dag
Lokað er fyrir aðgengi almennings að gosstöðvunum í dag vegna framkvæmda við gönguleið að gosinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum og að ekki sé hægt að segja til um hvort eða hvenær verði opnað í kvöld.
Hungursneyð vofir yfir á Madagaskar
Hungursneyð vofir yfir ríflega milljón manns á sunnanverðu Madagaskar, vegna lengstu og alvarlegustu þurrka sem þar hafa geisað um áratugaskeið. Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna greinir frá þessu. Úrkoma hefur verið afar lítil á suðurhluta Madagaskars síðustu fimm ár og uppskera brugðist ár eftir ár. Ofan á uppskerubrestinn bætast skógeyðing og skelfilegir sandstormar, sem valdið hafa ómældu tjóni.
12.05.2021 - 03:52
Einn fluttur á gjörgæslu með órakið smit utan sóttkvíar
Fimm greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tvö af þeim voru á Sauðárkróki í sóttkví og þrjú á höfuðborgarsvæðinu. Eitt þeirra var ekki í sóttkví og var flutt á gjörgæslu með smit sem ekki hefur tekist að rekja. 
10.05.2021 - 12:02
Engin merki um að gosinu sé að ljúka
Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofunni, segir að þrátt fyrir breytingar á gosvirkni séu engin merki um að gosinu sé að ljúka í Geildingadölum.
Indverska afbrigðið gæti verið ónæmt fyrir mótefni
Það afbrigði kórónuveirunnar sem nú fer sem eldur í sinu um Indland virðist meira smitandi en önnur. Auk þess telja vísindamenn sig sjá vísbendingar um að það komist framhjá þeim vörnum sem bóluefni veita.
Strókavirknin í gosinu hætt og nú gýs úr elsta gígnum
Tekið er að gjósa að nýju úr fyrsta gígnum í Geldingadölum. Það staðfestir náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands. Strókavirknin sem einkennt hefur gosið hætti nú á tíunda tímanum í morgun.
Jörð með eldspúandi fjalli föl fáist rétt verð
Nokkur kauptilboð hafa borist í jörðina Hraun austan Grindavíkur en gosstöðvarnar í Geldingadölum eru í landi jarðarinnar.
06.05.2021 - 22:08
Leggja til landvörð, bílastæði, vegi og stíga
Starfshópur um uppbyggingu við gosstöðvarnar í Geldingadölum hefur skilað minnisblaði með frumtillögum sínum til ráðuneytisstjóra forsætisráðuneytisins. Þar er lagt til að ráðist verði í margvíslega uppbyggingu. Tillögurnar hafa ekki verið afgreiddar til ráðherra og því hefur afstaða ekki verið tekin til þeirra en búist er við að það verði gert á næstu dögum.
Myndskeið
Ellefu tímar af sveiflukenndu eldgosi á þremur mínútum
Eldgosið á Reykjanesskaga hefur verið sveflukennt í dag líkt og í gær. Miklir kvikustrókar tóku þá að gjósa mun hærra upp úr gígnum en áður hafði sést, allt að 200 metra upp í loftið, með drjúgum hléum inn á milli, eins og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði sem tekið var frá því á tíunda tímanum í gærkvöldi og til klukkan rúmlega átta í morgun, og er sýnt á miklum hraða.
Hættusvæðið verður líklega stækkað í dag
Verið er að endurmeta hættusvæðið við eldgosið í Geldingadölum, eftir að fólk fékk yfir sig gjósku næst gígnum í gær. Líklegt er að hættusvæðið verða stækkað.
Myndskeið
Engin lyf, ekkert súrefni, ekki neitt
Sjálboðaliðar í Nýju Delí á Indlandi sækja lík fólks sem deyr heima hjá sér og dæmi eru um að fólk þurfi að flytja látna ástvini sína sjálft þar sem engir sjúkrabílar eru tiltækir. Nærri 3.700 létust úr COVID-19 á Indlandi í gær og hafa aldrei verið fleiri.
02.05.2021 - 20:36
Viðtal
Rýna þarf betur í gögn til að átta sig á stöðu gossins
Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofunni segir í samtali við fréttastofu að skyndilegrar breytingar hafi orðið vart í gosinu um klukkan eitt í nótt. Endurmeta á stærð hættusvæðisins í Geldingadölum eftir breytingarnar. Nú stíga kvikustrókarnir reglulega allt að 300 metra upp í loftið. 
Forsetinn sendi Ísraelsmönnum samúðarkveðju
Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson sendi í dag Reuven Rivlin, forseta Ísraels, og Ísraelsmönnum öllum samúðarkveðjur vegna stórslyss sem varð á Lag B’Omer trúarhátíðinni á í þorpinu Meron í norðurhluta landsins á föstudag. Þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í landinu í dag. 
Myndskeið
Myndarlegir strókar standa upp af gosinu
Ummerki eldgossins í Geldingadölum sjást óvenjuvel í dag þökk sé mikilfengilegum gosmekki sem ber á þriðja kílómetra í loft upp. Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, sagði í morgunfréttum RÚV í morgun að veðuraðstæður ráði því helst hve stór og greinilegur mökkurinn er.
Flest óhöpp verða þegar fólk fylgir ekki fyrirmælum
Tveir voru fluttir frá gosstöðvunum við Fagradalsfjall í gærkvöld eftir að þeir fundu fyrir verkjum og óþægindum, líkast til af völdum gosmengunar. Báðir fengu hjálp björgunarsveitarfólks við að komast frá gosstöðvunum. 
Skjálfti upp á 6,8 undan Japansströndum
Jarðskjálfti af stærðinni 6,8 varð undan norðausturströnd Japans í nótt. Ekki þótti ástæða til að gefa út flóðbylgjuviðvörun, að sögn japanskra jarðvísindamanna og yfirvalda. Vitað er að þrennt slasaðist nokkuð í skjálftanum, þó ekki lífshættulega, en engar fregnir hafa borist af teljandi skemmdum á mannvirkjum.
01.05.2021 - 03:21
Myndskeið
Gígurinn hrökk í fluggírinn og þeytti kviku 50 metra
Öflugt kvikustrókagos hófst í gærkvöld í Fagradalsfjalli í gíg sem byrjaði að gjósa fyrir hálfum mánuði. Kvikustrókarnir ná 40 til 50 metra upp í loftið. Segja má að hann hafi hrokkið í fluggírinn í gærkvöld þegar hann þeytti kvikunni í loft upp.  
Myndskeið
Eldgosið síðasta sólarhringinn – aukin sprengivirkni
Það hefur verið mun meiri sprengivirkni í eldstöðinni við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga síðan í nótt. „Þetta er mjög mikil breyting á goshegðuninni en spurningin er hvort þetta sé líka að gefa til kynna breytingu á framleiðninni,“ sagði Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði, við fréttastofu í dag.
27.04.2021 - 15:07
Ekki skal príla á nýju hrauni þótt sakleysislegt sé
Björgunarsveitarfólk úr Þorbirni í Grindavík vill árétta fyrir fólki að ekki er óhætt að ganga á nýju eða nýlegu hrauni. Á Facebook síðu sveitarinnar kemur fram að fyrir komi að að fólk príli upp á nýjar hrauntungur til að að sækja sér grjót, stytta sér leið eða taka af sér mynd.
„Skringilegt og klaufalegt frumvarp“
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir stjórnarfrumvarp um eftirlit á landamærum sem kynnt var í gær líta skringilega út. Með því færist auknar heimildir til stjórnvalda frá sóttvarnalækni. Nauðsynlegt samráð við vísindasamfélagið hafi augljóslega ekki verið haft við smíði frumvarpsins - sem sé býsna klaufalegt. 
Myndskeið
Símalínurnar glóðu þegar gosið hófst fyrir einum mánuði
Símalínur fréttastofunnar voru rauðglóandi föstudagskvöldið 19. mars. Símtölin bárust flest úr úthverfum höfuðborgarsvæðisins og úr Hafnarfirði og fólki lá á að láta vita af rauðum bjarma sem sást á himni ofan við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga.
Bókasafn elsta háskóla Suður-Afríku skógareldi að bráð
Aldagamalt bókasafn háskólans í Höfðaborg varð í gær eldi að bráð þegar miklir skógareldar í hlíðum Table Mountain, eða Stapafells, læstu sig í byggingar þessa elsta háskóla Suður-Afríku. Gróðureldarnir loga enn og ganga slökkvistörf erfiðlega.
19.04.2021 - 05:23