Hafnarfjarðarkaupstaður

Ólík menning leitt til samstarfserfiðleika
Bæjarráð Hafnarfjarðar skipaði í síðustu viku starfshóp sem á að greina og skoða stöðu húsnæðismála stjórnsýslu Hafnarfjarðarkaupstaðar. Í erindisbréfi sem lagt var fyrir fundinn kemur fram að stjórnsýslan sé með aðsetur á fjórum stöðum, við Strandgötu, Linnetstíg og Norðurhellu.
19.02.2020 - 11:07
Leikskólar í Hafnarfirði verða opnir allt sumarið
Fræðsluráð Hafnarfjarðar samþykkti í gær að afnema sumarlokanir í leikskólum bæjarins. Frá og með sumrinu 2021 verða leikskólarnir starfræktir allt sumarið.
13.02.2020 - 07:55
Bregðast ekki við ummælum Gunnars Helga um Bandaríkin
Mennta-og lýðheilsusvið Hafnarfjarðar telur að ummæli sem Gunnar Helgason lét falla um Bandaríkin í Vikunni á RÚV hafi verið óheppileg. Þau hafi þó ekki verið í samræmi við það sem skólasamfélagið upplifði af heimsóknum hans í grunnskóla Hafnarfjarðar. Þetta kemur fram í tveggja síðna minnisblaði sem unnið var eftir að kvartað var undan orðum Gunnars í sjónvarpsþættinum til fræðsluráðs Hafnarfjarðar.
Annar piltanna útskrifaður af spítala
Annar piltanna tveggja, sem voru fluttir á gjörgæsludeild eftir slys í Hafnarfjarðarhöfn 17. janúar, er kominn heim eftir dvöl á Landspítala. Fréttablaðið greinir frá þessu.
Stjórn Sorpu fer yfir andmæli framkvæmdastjórans
Stjórn Sorpu bs. fékk á þriðjudag andmæli Björns H. Halldórssonar framkvæmdastjóra við skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar sem gerð var eftir að í ljós kom að 1,4 milljarða króna vantaði inn í áætlanir Sorpu.
Stjórn Sorpu og fleiri sinntu ekki eftirlitshlutverki
Stjórn Sorpu sinnti ekki eftirlitshlutverki sínu nógu vel og margir aðrir sem áttu að hafa eftirlit með gerð gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi voru lítt virkir. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar fyrir stjórn Sorpu. 
Máttu ekki setja skilyrði um „sögulega bæjarmynd“
Minjastofnun mátti ekki gera það sem skilyrði fyrir niðurrifi húss að nýbygging sem reisa átti í staðinn yrði með sama eða mjög svipuðu formi og gamla húsið. Minjastofnun setti þetta skilyrði fyrir niðurrifi húss frá árinu 1907 til að styrkja sögulega bæjarmynd Hafnarfjarðar. Hæstiréttur dæmdi í gær að Minjastofnun hefði ekki haft skýra lagaheimild til að setja slíkt skilyrði. Dómurinn sagði að slíkt skilyrði fæli í sér takmörkun á skipulagsvaldi sveitarfélaga og eignarráðum fasteignaeigandans.
Myndskeið
Áfellisdómur, segir stjórnarformaður Sorpu
Skýrsla Innri endurskoðunar Reykjavíkur um Sorpu er áfellisdómur, segir stjórnarformaður Sorpu bs. Stjórnin setti framkvæmdastjórann í leyfi. Hann segir skýrsluna ranga. 
Ástand drengjanna óbreytt
Ástand tveggja drengja, sem slösuðust alvarlega þegar bíll fór í sjóinn við Óseyrarbryggju í Hafnarfirði á föstudagskvöld, er óbreytt, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Drengirnir eru fæddir 2002 og 2004. Þriðji drengurinn, einnig fæddur 2002, komst sjálfur út úr bílnum. Hann sat í farþegasæti bílsins.
19.01.2020 - 12:15
Vitni hringdu samstundis í Neyðarlínuna
Þrír drengir á grunn -og menntaskólaaldri voru í bílnum sem fór í sjóinn við Óseyrarbryggju í Hafnarfirði í gærkvöld. Tveir þeirra eru mjög alvarlega slasaðir. Sá þriðji komst sjálfur út úr bílnum. Nokkur vitni voru að slysinu. Húsfyllir var á samveru- og bænastund í Hafnarfjarðarkirkju síðdegis í dag.
18.01.2020 - 18:51
Skipið í Hafnarfjarðarhöfn dregið að bryggju
Vel tókst að koma taug í flutningaskip sem losnaði frá bryggju í Hafnarfjarðarhöfn á sjötta tímanum í morgun. Skipið var dregið að viðlegukannti í höfninni. Tólf voru um borð í skipinu, ellefu í áhöfn og einn frá Hafnarfjarðarhöfn.
08.01.2020 - 06:11
Eldur í potti olli talsverðum skemmdum
Allt tiltækt slökkvilið var sent að litlu fjölbýlishúsi í vesturbæ Hafnarfjarðar um klukkan tvö í nótt þar sem eldur hafði kviknað út frá potti. Að sögn varðstjóra Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu er íbúðin sem eldurinn kom upp í verulega illa farin og óvíst hvenær, og jafnvel hvort, húsráðandi geti snúið þangað aftur.
Aukin rafræn vöktun í Hafnarfirði
Hafnarfjarðarbær, Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og Neyðarlínan hafa gert með sér samkomulag um kaup, uppsetningu og rekstur á öryggismyndavélakerfi í sveitarfélaginu. Persónuvernd hefur ákveðið að gera frumkvæðisathugun á rafrænu eftirliti bæjarins við grunn og leikskóla.
19.12.2019 - 22:59
Hafnfirðingar krafðir svara vegna myndavéla við skóla
Persónuvernd hefur ákveðið að hefja frumkvæðisathugun á rafrænu eftirliti yfirvalda í Hafnarfirði við grunn-og leikskóla bæjarins. Fram kom í fréttum í byrjun mánaðarins að í lok þessa mánaðar yrði lokið við að setja upp eftirlitsmyndavélar við síðasta grunnskólann og að strax í byrjun næsta árs yrði hafist handa við að setja upp eftirlitsmyndavélar við alla leikskóla.
19.12.2019 - 14:46
Hollywood horfir til Hafnarfjarðar
Svo virðist sem Hollywood hafi auga með Hafnarfjarðarbæ. Bænum barst beiðni að utan um að stjarna í Hollywood-stíl í gangstétt við Bæjarbíó yrði fjarlægð. 
06.12.2019 - 19:14
Stjarna Björgvins sett í hafnfirskan stíl
Ný stjarna til heiðurs Björgvini Halldórssyni verður sett í gangstéttina við Bæjarbíó eftir að sú sem sett var í gangstéttina í sumar var fjarlægð eftir athugasemd frá viðskiptaráði Hollywood. Björgvin segir að verið sé að breyta stjörnunni „á mjög skemmtilegan hátt og í stíl Hafnarfjarðar“ og kveðst fullviss um að fólki eigi eftir að líka breytingin. Páll Eyjólfsson, sem rekur bæjarbíó, segir að stjarnan hafi verið fjarlægð strax, af virðingu við þá sem vinna í höfundarrétti.
Hollywood lét fjarlægja stjörnu Björgvins úr gangstétt
Stjarna Björgvins Halldórssonar í gangstéttinni fyrir framan Bæjarbíó í Hafnarfirði hefur verið fjarlægð því viðskiptaráð Hollywood í Los Angeles kvartaði undan því að þarna væri verið að nota höfundaréttarvarða stjörnu í gangstétt.
Keyptu 40 milljóna króna vél sem þau nota ekki
Tvö sveitarfélög sem jafnframt eru eigendur Sorpu nýta ekki rúmlega fjörutíu milljóna króna vélbúnað sem byggðarsamlagið keypti til flokkunar á plasti. Stjórnarformaður Sorpu telur brýnt að samræma flokkunaraðferðir sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Núna er plastrusl ýmist sett í græna, bláa eða gráa tunnu eftir því hvar er drepið niður á höfuðborgarsvæðinu.
Myndskeið
Plastið fer ýmist í græna, bláa eða gráa tunnu
Umhverfisráðherra segir það ekki ganga upp að plast sé flokkað með mismunandi hætti í sveitarfélögum. Á höfuðborgarsvæðinu er plast ýmis sett í gráar tunnur, bláar eða grænar. Ráðherra undirbýr lagafrumvarp um samræmdar merkingar. Hann vonast til þess að það hljóti samþykki Alþingis fyrir þinglok í vor.
Hafnfirðingar orðnir 30 þúsund
Hafnfirðingar eru orðnir þrjátíu þúsund. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, fagnaði áfanganum með heimsókn til stúlku Sigurðardóttur og færði henni og fjölskyldu hennar hafnfirska list og gjafir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sveitarfélaginu. 
31.10.2019 - 22:54
Samantekt
Deilt um Suðurnesjalínu 2 í sex ár
Landsnet leggur til að Suðurnesjalína 2 verði að mestu í lofti en ekki lögð í jörð. Matsskýrsla þess efnis bíður samþykkis hjá Skipulagsstofnun. Framkvæmdir eigi að hefjast að nýju á næsta ári. Deilt hefur verið um lagningu línunnar frá því Landsnet fékk heimild fyrir henni árið 2013.
Fór út fyrir mörk háttvísi í blaðaviðtali
Siðanefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga telur að Jón Garðar Snæhólm Jónsson, áheyrnarfulltrúi í skipulags og byggingaráði Hafnarfjarðarbæjar, hafi farið út fyrir mörk háttvísi í viðtali við Fréttablaðið í sumar.
Fréttaskýring
Álverin greiða nærri milljarð í fasteignagjöld
Álverin á Íslandi greiða nærri milljarð í fasteignagjöld í ár. Álverið á Reyðarfirði greiðir meira en helming allra fasteignagjalda Fjarðabyggðar. Fasteignamat álversins er hundrað milljarðar samkvæmt Þjóðskrá, en er skráð þar sem 0,0 fermetrar að stærð. Tónlistarhúsið Harpa greiðir hærri fasteignagjöld en álverið í Straumsvík.
Hafnar bótakröfu vegna höfuðstöðva Hafró
Bæjarráð Hafnarfjarðar ákvað á fundi sínum í vikunni að hafna bótakröfu Fornubúða Fasteignafélags sem vildi að bærinn bætti að hluta það tjón sem félagið hefði orðið fyrir vegna höfuðstöðva Hafrannsóknarstofnunar.
19.08.2019 - 07:52
Slökktu til að fyrirbyggja fleiri ljósboga
Forstjóri álvers Rio Tinto í Straumsvík segir að ákveðið hafi verið að slökkva á öllum kerskála þrjú til að fyrirbyggja að ljósbogar mynduðust í fleiri kerjum. Ljósbogi myndaðist í einu kerinu, en enginn starfsmaður var nálægt. Ekki liggur fyrir hversu mikið tjónið er, en það hleypur á milljörðum. Meira en þriðjungur framleiðslunnar liggur niðri.