Grýtubakkahreppur

Grenivíkurvegur enn lokaður - staðan metin í dag
Sérfræðingur frá Veðurstofunni og lögreglan á Norðurlandi eystra hafa í morgun metið aðstæður á veginum til Grenivíkur við Eyjafjörð þar sem aurskriða féll í gær. Vegurinn er lokaður.
Söfnuðu rúmlega 400 þúsundum á Úkraínudegi
Sérstakur Úkraínudagur var haldinn í Grenivíkurskóla í síðustu viku. Þar söfnuðust rúmar 400 þúsund krónur sem renna til neyðarsöfnunar Rauða krossins vegna stríðsins í Úkraínu.
09.06.2022 - 16:36
Sjónvarpsfrétt
Nærri helmingur sveitarfélaga hunsaði vistheimilahóp
Nærri helmingur sveitarfélaga landsins hunsaði ítrekaðar óskir starfshópsins sem skilaði skýrslu í dag og skoðaði meðferð á fólki með fötlun og geðræn vandamál. Meðal þeirra sveitarfélaga eru bæði fjórðu og fimmtu fjölmennustu sveitarfélög landsins. Framkvæmdastjóri Þroskahjálpar segir vanta betra eftirlit með þessu berskjaldaða fólki. 
Myndskeið
Endalausar frostnætur og lambær enn á fullri gjöf
Lítil sem engin spretta hefur verið í kuldatíð á Norður- og Austurlandi síðustu vikur og gróður er um þremur vikum seinna á ferðinni en venjulega. Skepnur sem jafnan eru komnar á beit eru enn á fullri gjöf og lítið bólar á korni sem sáð var í apríl.
Ætla að byggja lúxushótel við Grenivík
Ákveðið hefur verið að byggja 5.500 fermetra lúxushótel á Þengilhöfða við Grenivík. Áætlað er að framkvæmdir hefjist næsta vor.
10.11.2020 - 15:55
„Eiga ekki séns í góða díla hjá heildsölum“
Allt að 140% verðmunur er á milli matvöruverslana á landsbyggðinni. Kaupmaður á Grenivík segir ástæðurnar fyrir því geta verið margar. Litlar verslanir fái vörur hjá heildsölum oft á hærra verði en á stórmörkuðum.
11.09.2020 - 14:39
Myndskeið
„Það alversta sem ég hef séð“
Miklar skemmdir urðu á girðingum víða norðanlands í vetur. Bóndi í Grýtubakkahreppi, sem hefur síðustu þrjár vikur unnið að viðgerðum, segist aldrei hafa séð annað eins. Bjargráðasjóður sér ekki fram á að geta afgreitt allar umsóknir um bætur nema til komi aukafjármagn frá ríkinu.
Grænmetisbændur fagna komu vorsins
Bændur vinna nú myrkranna á milli við hin ýmsu verk. Garðyrkjubændur ætla að bæta í framleiðslu sína til að anna aukinni eftirspurn eftir íslensku grænmeti.
Staðfest smit á Grenivík
Eitt smit kórónaveirunnar hefur nú verið staðfest á Grenivík. Ekki er talin hætta á að veiran hafi dreift sér en einn var settur í sóttkví. Sveitarstjóri segir að næstu vikur eigi eftir að reyna á.
19.03.2020 - 14:33
Myndskeið
Snjóþyngsli gera landanum erfitt fyrir
Snjóþyngsli og ófærð síðustu vikur hafa gert landsmönnum víða um land erfitt fyrir. Á Grenivík hafa snjókmoksturstæki verið á ferðinni um bæinn frá því í desember.
19.03.2020 - 11:48
Sameining ekki allstaðar galdralausn
Sveitarstjórinn í Grýtubakkahreppi segir að stærri sveitarfélög séu að ákveða hvað sé þeim minni fyrir bestu með þingsályktunartillögu sem samþykkt var á aukalandsþingi Sambands sveitarfélaga fyrir helgi. Jaðarsvæði eigi undir högg að sækja. Sameining muni ekki breyta því.
Flestir sveitarstjórar ætla að sitja áfram
Ekki er útlit fyrir mörg sveitarstjóraskipti í sveitarfélögum á Norðurlandi eftir nýliðnar sveitarstjórnarkosningar. Flestir ætla sér að halda áfram, en sumir segja að bæjarstjórastóllinn á Akureyri freisti. Auglýst verður eftir nýjum sveitarstjóra í Skagafirði en meirihlutinn á Akureyri ætlar að ráða bæjarstjóra.
Leggjast gegn lögboðnum sameiningum
Forsvarsmenn nokkurra af minnstu sveitarfélögum landsins leggjast alfarið gegn því að knýja fram sameiningar með lögum. Oddviti Skorradalshrepps segir að hagkvæmni í rekstri sveitarfélaga ráðist af fleiri þáttum en íbúafjölda.
Hafna hugmyndum um lágmarksstærð sveitarfélaga
Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps segir engin rök fyrir því að lágmarksstærð sveitarfélaga eigi að vera þúsund íbúar, eins og lagt er til í nýrri skýrslu um stöðu og framtíð íslenskra sveitarfélaga. Í bókun sveitarstjórnar segir að þúsund manna sveitarfélag sé ekki betur í stakk búið en fimm hundruð manna sveitarfélag til að sinna grunnþjónustu við íbúa eða taka við verkefnum frá ríkinu.
03.10.2017 - 03:17
Ofbeldismálum tengdum eyfirskum börnum fjölgar
Barnaverndarmálum á Akureyri og nágrenni hennar hefur fjölgað mikið undanfarin ár. Mest hefur tilkynningum frá lögreglu fjölgað, en einnig alvarlegum málum eins og kynferðisbrota- og vanrækslumálum. Unglingapartý eru þó nánast úr sögunni, samkvæmt forstöðumanni barnaverndar, sem undirstrikar að ofbeldi gegn börnum geti haft gífurlega alvarlegar afleiðingar. Fyrir fjórum árum voru tilkynningarnar tæplega 350 en árið 2016 er gert ráð fyrir að þær verði um 500, sem gerir fjölgun um 45 prósent.
Mikil snjóþyngsli í Fjörðum
Þótt komið sé langt fram í júlí er enn svo mikill snjór á leiðinni út í Fjörður að heimamenn muna vart annað eins. Þeir sem skipuleggja gönguferðir hafa aflýst ferðum þangað annað árið í röð vegna snjóþyngsla.
13.07.2014 - 12:18
Þröstur ráðinn sveitarstjóri á Greinvík
Þröstur Friðfinnsson hefur verið ráðinn sveitarstjóri Grýtubakkahrepps, en hann stýrði áður rækju- og útgerðarfyrirtækinu Dögun á Sauðárkróki. Fráfarandi sveitarstjóri er Guðný Sverrisdóttir, sem gegndi stöðunni í 27 ár. 21 umsókn barst um stöðuna.
Eftirsótt sveitarstjórastaða
Tuttugu og ein umsókn barst um stöðu sveitarstjóra Grýtubakkahrepps. Guðný Sverrisdóttir, sem hefur verið sveitarstjóri í 27 ár, tilkynnti fyrr á árinu að hún gæfi ekki kost á sér til áframhaldandi starfa að loknum kosningum.
30.06.2014 - 12:28
Hætt í sveitarstjórn eftir tæp 60 ár
Meðan sumir fagna því í kvöld að hafa náð kjöri til sveitarstjórnar halda aðrir upp að farsælum ferli í sveitarstjórnarmálum sé lokið. Hjónin Jóhann Ingólfsson og Guðný Sverrisdóttir á Grenivík eru í þeim hópi.
Fjóla efst í Grýtubakkahreppi
Fjóla Valborg Stefánsdóttir hlaut flest atkvæði í Grýtubakkahreppi. Hún fékk 146 atkvæði en Haraldur Níelsson kom næstur með 143 atkvæði. Sigurbjörn Þór Jakobsson fékk 138, Margrét Melstað 123 og Ásta Fönn Flosadóttir 85. Öll ná þau kjöri í hreppsstjórn.
Grýtubakkahreppur
Í Grýtubakkahreppi bjuggu 353 þann 1. janúar 2014. Sveitarfélagið er í 57. sæti yfir fjölmennustu sveitarfélög landsins. Enginn listi býður fram í sveitarfélaginu og því verða kosningarnar óhlutbundnar.
14.05.2014 - 18:53
Kosið um 184 framboðslista í vor
Framboðslistar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor eru alls 184 þegar öll sveitarfélög landsins eru tekin saman, en þau eru 74. Flestir framboðslistar eru í Reykjavík og Kópavogi, eða alls átta.
Hættir eftir 27 ára starf
Guðný Sverrisdóttir, sveitarstjóri Grýtubakkahrepps, hefur tilkynnt að hún gefi ekki kost á sér sem sveitarstjóri eftir sveitarstjórnarkosningarnar í vor.
26.03.2014 - 13:31
Þekktustu Grenvíkingarnir
Sigþór Guðnason, eða Sissinn, eins og hann er kallaður er í hljómsveitinni Greenbay Travellers, ásamt vini sínu Gunnari Erni Arnórssyni. Þeir koma saman þegar Sissi, sem er skipstjóri, er í landi og taka upp lög og gefa út á Facebook.
10.02.2014 - 09:34
Eitt sveitarfélag af sjö búið að svara
Af sjö sveitarfélögum á starfssvæði Einingar-Iðju stéttarfélags hefur aðeins eitt svarað fyrirspurn um hvort og hvaða breytingar séu ráðgerðar á gjaldskrám.