Grundarfjarðarbær

Bátar við síldveiðar í Kolgrafafirði
Fjórir bátar eru við síldveiðar innan brúar í Kolgrafafirði og nokkrir eru við veiðar utan hennar samkvæmt því sem fram kemur á vefnum marineTraffic.com. Kanna á möguleikana á því að koma upp löndunaraðstöðu í Kolgrafafirði, fyrir innan brúna sem þverar fjörðinn.
„Það er bara raunveruleg hætta“
„Þessi staða er orðin og það þarf að gera allt sem hægt er í henni en auðvitað erum við logandi hrædd um það að þessir atburðir geti endurtekið sig, það er bara raunveruleg hætta“, segir Sigurborg Kr. Hannesdóttir, forseti bæjarstjórnar á Grundarfirði.
22.11.2013 - 18:22
Mörg sveitarfélög mjög skuldsett
Þróun í fjármálum sveitarfélaga frá hruni er almennt jákvæð. Þó eru mörg svo skuldsett að nokkur ár þarf til þess að skera úr um hvort þau ráði við stöðuna. Þetta kemur fram í ársskýrslu eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga fyrir árið 2012.
Ekki mögulegt að loka Kolgrafafirði
Sigurborg Kr. Hannesdóttir, forseti bæjarstjórnar Grundarfjarðar, segir að ekki sé tæknilega mögulegt að loka Kolgrafafirði eins og bæjarráð hefur óskað eftir að verði skoðað.
22.10.2013 - 17:33
„Nú er maður bara kvíðinn“
Bjarni Sigurbjörnsson, bóndi í Kolgrafafirði, óttast að hann þurfi að flytja burt komi síldinn aftur inn í fjörðinn. Það verði einfaldlega ólíft á svæðinu. Hann segir síldina vera rétt fyrir utan og ekkert hafi verið gert til að varna því að síldin komi inn.
21.10.2013 - 16:00
Vilja láta loka Kolgrafafirði
Sigurborg Kr. Hannesdóttir, forseti bæjarstjórnar Grundarfjarðar, gagnrýnir hversu hægt stjórnvöld hafi brugðist við mögulegum síldardauða í Kolgrarfafirði. Sigurborg kveðst hafa reynt að ná tali af umhverfisráðherra, án árangurs en grundfirðingar vilja láta loka firðinum, mögulega bara tímabundið.
18.10.2013 - 17:00
Dæla rækjuskel í sjóinn
Dæmi eru um að rækjuvinnslur losi rækjuskel í sjó þó slíkt sé brot á reglugerðum. Rækjuvinnslan Dögun á Sauðárkróki hefur verið áminnt fyrir tímabundna losun, en ekki hafa verið gerðar formlegar athugasemdir við umfangsmikla losun rækjuvinnslunnar í Grundarfirði.
Snyrtilegasta sveitarfélag landsins
Bæjarstjóri Grundarfjarðar lagði til árið 2006, að bærinn yrði sá snyrtilegasti á landinu. Þetta virðist hafa gengið eftir - Grundarfjörður minnir helst á úthverfi þar sem allir hafa tekið höndum saman til að fylgja þessu eftir. Flakkað um Grundarfjörð í Flakki laugardag kl. 1300 á Rás 1.
30.08.2013 - 14:17
Vinabæirnir Grundarfjörður og Paimpol
Sjómenn frá Paimpol sigldu til Íslands til að veiða þorsk. Höfðu þeir aðsetur í Grundarfirði frá upphafi nítjándu aldar og fram yfir hana miðja. Tengsl þessara bæja voru innsigluð fyrir tíu árum þegar komið var á formlegu vinabæjarsambandi Grundarfjarðar og Paimpol.
04.04.2013 - 14:32
Elti ástina í Grundarfjörð
Kennir 5 rytma dans á miðvikudögum, stjórnar íbúaþingum um allt land, er forseti bæjarstjórnar í Grunarfirði og segir sögur af formæðrum sínum
04.03.2013 - 14:20
Sáu tæplega 40 erni í yfirlitsflugi
Kristinn Haukur Skarphéðinsson hjá Náttúrustofnun Íslands og Róbert A. Stefánsson hjá Náttúrustofu Vesturlands sáu tæplega 40 erni í dag er þeir flugu milli Stykkishólms og Grundarfjarðar. Óvenju margir ernir, segir Kristinn en þó ber að hafa í huga að leitin var fremur ítarleg.
12.02.2013 - 18:18
Síldarævintýri í Kolgrafafirði
Stemmning sem líktist helst því sem var á síldarplönum í gamla daga var í Kolgrafafirði í morgun þegar hátt í hundrað manns komu þangað í bítið til að tína upp síld í fjörunni. Talið er að um 7000 tonn séu þar sem er brot af þeirri síld sem drapst í firðinum fyrir helgi.
05.02.2013 - 19:18
Síldarplan í Kolgrafafirði
Um hundrað manns, þar af nærri 50 nemendur grunnskólans í Grundarfirði og kennarar, eru nú í fjöru Kolgrafafjarðar að moka dauðri síld upp í kör. Fréttamaður RÚV á staðnum segir að síldarplansstemmning sé í firðinum.
05.02.2013 - 11:04
Íslendingur fyrirmynd að James Bond
Fyrirmyndin að James Bond njósnara hennar hátignar er sveitapiltur af Skógarströnd á Snæfellsnesi.
24.10.2012 - 09:47
Stiller leigir Stafnesið í mánuð
Hið 48 ára gamla fjölveiðiskip Stafnes KE 130 leikur stórt hlutverk í kvikmyndinni The Secret Life of Walter Mitty sem Ben Stiller er að gera hér á landi. Leikarinn leigir skipið í heilan mánuð og skipstjórinn Oddur Sæmundsson segir þetta vera ágætis tilbreytingu frá hefðbundum sjómmannsstörfum.
04.09.2012 - 14:38
Fjöldi báta í kvikmynd Ben Stiller
Mikið umstang var í kringum tökur á kvikmyndinni The Secret Life of Walter Mitty í Grundarfirði um helgina en tökuliðið er nú komið í Borgarnes. Bandaríska stórstjarnan Ben Stiller leikstýrir myndinni og leikur aðalhlutverkið en hann virðist kunna því vel að vinna hér á landi.
03.09.2012 - 11:09
Lokun útibús áfall
Bæjarráð Grundarfjarðar lýsir í ályktun mikill vanþóknun með ákvörðun Landsbankans um að loka útibúinu í bænum. Það sé alvarlegt áfall fyrir viðskiptavini bankans og samfélagið allt. Segir að lögmál útrásartímanna lifi enn góðu lífi í bankaheiminum og lítið virðist hafa breyst.
25.05.2012 - 16:59
Túlkar í gegnum tölvu
Ný tækni opnar nýja möguleika. Það er liðin tíð að táknmálstúlkur þurfi að vera á sama stað og þeir sem hann túlkar fyrir. Lína Hrönn Þorkelsdóttir býr í Grundarfirði og starfar þar sem myndsímatúlkur á vegum Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra.
14.05.2012 - 10:20
Skipt um gír á Grundarfirði
Kvikmyndaáhugafólk fjölmennti til Grundarfjarðar um helgina. Þar var haldin stuttmyndahátíðin Northern Waves Film Festival, með um fimmtíu erlendum og íslenskum stuttmyndum. Kári Gylfason skrapp vestur á Snæfellsnes og tók saman lifandi umfjöllun um hátíðina fyrir Morgunútvarpið.
05.03.2012 - 10:03
Björguðu lemstruðum haferni
Fjölskylda í Skeiða- og Gnúpverjahreppi kom lemstruðum haferni til bjargar í dag og var hann fluttur í hundabúri í húsdýragarðinn til aðhlynningar. Þetta er annar örnin sem þarf athvarf í húsdýragarðinum á stuttum tíma.
04.03.2012 - 20:23
Ólukkan eltir Sigurörn
Tólf ára gamall haförn var handsamaður í þriðja sinn um síðustu helgi í Grundarfirði og hafði þá jafnoft lent í grút og ekki getað hafið sig til flugs. Fuglinn, sem nefndur er Sigurörn, var merktur sem ungi í hreiðri við sunnanverðan Faxaflóa.
28.02.2012 - 12:10
Sveitarfélög í skuldafeni
Um þrjátíu sveitarfélög skulda meira en leyfilegt hámark verður í nýjum sveitarstjórnarlögum. Sandgerði er skuldsettasta sveitarfélag landsins.
Undanþágur ógna öryggi sundgesta
Nokkuð er um að sundlaugar sæki um undanþágu frá reglugerð sem á að tryggja öryggi á sundstöðum. Verkefnisstjóri um slysavarnir barna og unglinga segir að undanþágur geti ógnað öryggi sundlaugargesta og kallar eftir áhættumati.
14 sagt upp í Grundarfirði
Fjórtán manna áhöfn togbátsins Þorvarðs Lárussonar SH frá Grundarfirði hefur verið sagt upp, en báturinn er nú í sínum síðusta veiðitúr. Þetta kemur fram í Skessuhorni. Þar segir að ástæðan sé sú að Samherji á Akureyri, sem leigði skipið, hafi slitið samstarfi sínu við útgerðina vegna samdráttar í k
05.10.2010 - 10:54
Tólf sveitarfélög fá aðvörun
Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga hefur sent tólf sveitarfélögum aðvörun vegna skuldsetningar og slæmrar rekstrarafkomu og býr sig undir að senda tíu til viðbótar slíka aðvörun innan skamms. Flest stærri sveitarfélög landsins eiga í miklum fjárhagsvanda.