Grindavíkurbær

Áfram unnið að rýmingaráætlun
Áfram verður fylgst grannt með þróun mála á Reykjanesi og er unnið að rýmingaráætlun fyrir Grindavík og nærliggjandi svæði ef svo fer að eldgos hefjist.
Undirbúa opnun miðstöðvar þar sem íbúar fá stuðning
Verið er að undirbúa opnun á miðstöð í Grindavík þar sem íbúar geta fengið sálrænan stuðning vegna óvissustigs sem þar hefur verið lýst yfir vegna jarðhræringa. Fannar Jónasson, bæjarstjóri, segir að ætlunin sé að hlúa að fólki sem sé kvíðið vegna stöðunnar.
Tveir skjálftar við Grindavík og enn mælist landris
Enn mælist landris á svæðinu vestan við fjallið Þorbjörn, samkvæmt nýjum gögnum Veðurstofu Íslands. Tveir skjálftar urðu á svæðinu á fjórða tímanum síðdegis í dag, annar 2,7 að stærð og hinn 1,4.
Skjálfti af stærðinni 3,5 nærri Grindavík
Jarðskjálfti af stærðinni 3,5 mældist einum kílómetra norðnorðaustur af Grindavík um klukkan hálf fimm í nótt. Rétt fyrir klukkan fimm varð annar snarpur skjálfti nærri Grindavík, mældist hann 3,2. Fjöldi skjálfta hefur mælst nærri Grindavík síðan í gærkvöld, þar sem land heldur áfram að rísa við fjallið Þorbjörn. Búast má við áframhaldandi skjálftavirkni á svæðinu næstu daga. 
Skjálfti að stærð 2,4 nærri Grindavík
Skjálfti að stærð 2,4 mældist 4,3 kílómetra norðvestur af Grindavík í morgun. Skjálftinn, sem varð klukkan ellefu mínútur yfir sjö, er sá stærsti frá því skjálfti upp á 3,1 reið yfir rétt fyrir klukkan sjö í gærkvöld. Rólegt hafði verið í millitíðinni. Þetta er jafnframt þriðji stærsti skjálftinn á landinu síðustu 48 klukkustundirnar.
28.01.2020 - 07:56
Tíðindalaust af Reykjanesskaganum
Allt hefur verið með kyrrum kjörum á Reykjanesskaganum í nótt, þar sem jörð hefur varla haggast síðan um tíuleytið í gærkvöld. Grannt er fylgst með þróun mála á gosbeltinu á Reykjanesskaga þessi dægrin vegna líklegrar kvikusöfnunar á nokkurra kílómetra dýpi vestur af móbergsfellinu Þorbirni, rétt við Grindavík og Svartsengi, og búið er að koma fyrir fleiri og nákvæmari mælitækjum sem jarðvísindamenn fylgjast með í rauntíma.
28.01.2020 - 06:17
Skjálfti upp á 3,1 við Grindavík
Jarðskjálfti. 3,1 að stærð, varð skammt norður af Grindavík um kvöldmatarleytið. Töluverð skjálftavirkni hefur verið á Reykjanesskaga að undanförnu og og landris óvenjumikið undir og umhverfis móbergsfellið Þorbjörn, sem er á milli Grindavíkur og Svartsengis.
28.01.2020 - 00:42
Ekki tími fyrir neitt hangs þegar rýmingarboð eru send
Rýmingaráætlun sem búið er að gera fyrir Grindavík vegna eldgoss miðar að því að búið verði að rýma svæðið áður en eldgos hefst. Gangi það ekki eftir er gripið til neyðarrýmingar. Rýmingaráætlunin og verklag við að ræsa hana var kynnt á íbúafundi í Grindavík síðdegis í dag.
Yrði ekki með hættulegri gosum á Íslandi
Ef það færi að gjósa á Reykjanesi yrði það gos líklega svipað og önnur gos þar á síðustu árþúsundum og þau flokkast ekki með hættulegri gosum á landinu. Þetta kom fram í máli Magnúsar Tuma Guðmundssonar, jarðeðlisfræðings hjá Jarðvísindastofnun, á íbúafundi í Íþróttahúsi Grindavíkur sem nú stendur yfir.
Mikilvægt að gera áætlun um að hvað eigi að taka með
Atburðarásin hefur verið hröð síðan í gær, sagði Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur í framsögu sinni á íbúafundi í íþróttahúsinu sem er ný lokið. Húsið er þétt setið. Ríkislögreglustjóri, í samstarfi við Lögregluna á Suðurnesjum lýsti yfir óvissustigi vegna landriss og jarðskjálfta vestan við fjallið Þorbjörn.
Myndskeið
Myndirnar komnar í albúm sem gripið verður við rýmingu
Sumir íbúar Grindavíkur eru mjög áhyggjufullir vegna óvissunnar sem skapast vegna þenslu og landris undir bæjarfjallinu Þorbirni á Reykjanesskaga. Ein kona hefur safnað saman fjölskyldumyndum sem ekki eru til á stafrænu formi. Myndirnar eru komnar í albúm sem hægt er að grípa með í rýmingarástandi.
Ástand Þorbjarnar óbreytt
Allt er með tiltölulega kyrrum kjörum á Reykjanesskaga, þar sem jörð hefur skolfið og land risið óvenju mikið að undanförnu vegna mögulegrar kvikusöfnunar undir fjallinu Þorbirni, mitt á milli Grindavíkur og Svartsengis. Almannavarnir virkjuðu í gær óvissustig vegna þessa og boðað hefur verið til íbúafundar í Grindavík klukkan fjögur í dag, þar sem farið verður nánar yfir stöðuna. Samhliða hefur Veðurstofa Íslands fært litakóða fyrir flug á gult.
Lífskjarasamningur tekinn úr sambandi í Grindavík
Stjórn Verkalýðsfélags Grindavíkur segir að bæjarstjórn Grindavíkur hafi tekið lífskjarasamninginn svokallaða úr sambandi með því að samþykkja að hækka eigin laun um 18 til 30 prósent.
27.11.2019 - 19:07
Binda vonir við að alvarlegum slysum fækki
Nýr búnaður til að fylgjast með hraðakstri hefur verið settur upp við Grindavíkurveg. Bæjarstjórinn í Grindavík bindur vonir við að umferðaröryggi aukist til muna þegar umbótum á veginum lýkur.
30.06.2019 - 21:00
Stefnt að uppbyggingu jarðvangs á Reykjanesi
Samningur um uppbyggingu jarðvangs á Reykjanesi auk nýrrar þjónustumiðstöðvar við Reykjanesvita verður undirritaður í dag. Jarðvangurinn er samstarfsverkefni sem byggist á því að nýta sérstöðu svæðisins og einstaka jarðsögu þess, svo sem Atlantshafshrygginn og flekaskilin, til verðmætasköpunar.
Rannsakar andlát í Grindavík - einn í haldi
Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar nú andlát sem varð í Grindavík á sjötta tímanum í dag. Þetta kemur fram á vef Fréttablaðsins. Varðstjóri hjá lögreglunni vildi í samtali við fréttastofu engar upplýsingar veita og lögreglan verst allra fregna. Fréttastofa hefur þó fengið staðfest að einn maður er í haldi vegna málsins.
07.02.2019 - 23:05
Jarðskjálfti fannst í Grindavík
Jarðskjálfti, 3,2, að stærð, mældist í dag 4,2 kílómetra suðvestur af Fagradalsfjalli á Reykjanesi. Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að skjálftinn hafi fundist í Grindavík. Jarðskjálftahrina hefur verið á svæðinu síðan um hádegi í gær og hafa um 60 skjálftar mælst í henni.
20.12.2018 - 14:51
Vilja rækta þörunga til framtíðar
„Við erum þeirrar skoðunar að framtíðin sé í fjörunni, við vitum hins vegar að þegar milljarðar heims kasta sér í fjöruna þá er það ekki sjálfbært," segir Guðrún Hallgrímsdóttir, matvælaverkfræðingur og ein stofnenda Hyndlu. Hyndla er þriggja manna fyrirtæki sem býr yfir ómældum áhuga á að nýta þörunga og gerir nú tilraunir með að rækta þörunginn klóblöðku á landi, í tilraunastöð Hafrannsóknastofnunar á Stað við Grindavík.
09.12.2018 - 20:15
Samgönguáætlun vonbrigði
Samgönguáætlun er vonbrigði, segir framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum. Þá geti gjaldtaka verið of íþyngjandi fyrir íbúa á Suðurnesjum. Varaformaður samgöngunefndar Alþingis segir samgönguáætlun gefi vonir um dýrar framkvæmdir eftir fimm til fimmtán ár sem ekki verði hægt að standa við.
20 vilja verða bæjarstjóri í Grindavík
Tuttugu umsækjendur eru um stöðu bæjarstjóra í Grindavík. Listi yfir umsækjendur hefur verið birtur á vef sveitarfélagsins. Karlar eru meirihluti umsækjenda eða 13. Í tikynningu á vef Grindavíkur kemur fram að bæjarráð hafi farið yfir málið á fundi sínum á þriðjudag og að unnið verði áfram að ráðningu bæjarstjóra í samvinnu við ráðninga- og ráðgjafafyrirtæki Hagvang.
19.07.2018 - 08:54
Meirihluti að fæðast í Grindavík
Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hafa komist að samkomulagi um myndun nýs meirihluta í Grindavík. Þetta staðfestir Hjálmar Hallgrímsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins, í samtali við fréttastofu í kvöld. Hann segir að nú sé verið að bera málefnasamning undir flokkanna og það muni liggja fyrir á morgun hvort hann verði samþykktur eða ekki. Starf bæjarstjóra verður auglýst.
Viðræðum miðar áfram í Grindavík
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í Grindavík halda áfram viðræðum um myndun meirihluta núna klukkan fimm. Fundur var síðast í gær eftir að hafa tekið sér frí yfir helgina.
Börnin, gamla fólkið og allt þar á milli
Oddvitar framboða í Grindavíkurbæ leggja flestir mikla áherslu á málefni barnafjölskyldna og eldri borgara. Dagvistunarvandi hefur verið viðvarandi í sveitarfélaginu og segjast nær öll framboðin ætla að leysa þann vanda. Margir vilja þrýsta á ríkið að lengja fæðingarorlof og núverandi meirihluti leggur áherslu á að ljúka við Grindavíkurveg. Sumir vilja auka þátttöku ungs fólks í pólitík, aðrir vilja að sveitarfélagið yfirtaki hjúkrunarheimilin og heilsugæsluna.
Ferðamaður ætlaði að gista í torfkofa
Erlendur ferðamaður hreiðraði á dögunum um sig í torfkofa við rústir gamallar byggðar í Hópsnesi við Grindavík. Í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurnesjum segir að þar hafi hann komið svefnpoka sínum og bakpoka fyrir. Hann kvaðst hafa dvalið hér á landi í um þrjá mánuði og ekki hafa efni á öðrum gististað.
07.05.2018 - 11:12
Lagfæringar á Grindavíkurvegi í sjónmáli
Vegagerðin hefur sent út boð til verkfræðistofa um að taka þátt í útboði á hönnun breikkunar Grindavíkurvegar. Útboð gæti því farið fram síðsumars, að sögn G. Péturs Matthíassonar, upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar. Ekki er þó hægt að segja á þessari stundu hvenær framkvæmdir geta hafist.
30.04.2018 - 17:02