Grindavíkurbær

340 skjálftar í nótt á Reykjanesi en engir stórir
340 skjálftar urðu á Reykjanesi í nótt en þeir voru allir undir 3 að stærð. Ein tilkynning barst frá íbúa í Grindavík sem kvaðst hafa fundið fyrir skjálfta. Sigurdís Björg Jónasdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir ekki hægt að útiloka að það komi aftur stór skjálfti.
„Eldgos á Reykjanesskaga ólíklegt á næstunni“
Ólíklegt er að eldgos verði á Reykjanesskaga næstu ár eða áratugi þar sem enn er mikil spenna í jarðskorpunni. Þetta er mat Páls Einarssonar jarðeðlisfræðings. Hann segir ómögulegt að segja til um hvað skjálftahrinan þar stendur lengi.
Myndskeið
Sumir gátu ekki sofið - aðrir veltu sér á hina hliðina
Það reyndist mörgum íbúum Grindavíkur erfitt að festa svefn í nótt eftir snarpa skjálftann þar í gærkvöld. Sumir hugleiddu að flýja út í bíl - aðrir veltu sér á hina hliðina og lúrðu áfram.
Viðtal
„Nú má mamma vera hrædd“
„Þetta er bara svona, við búum hérna,“ segir Kristín Arnberg, Grindvíkingur til síðustu 40 ára. Henni finnast jarðhræringarnar í grennd við Grindavík vera óhugnanlegar og finnst hún hálf máttlaus þegar stórir skjálftar ríða yfir.
20.07.2020 - 15:39
Viðtal
Hélt að eiginkonan væri að bylta sér í rúminu
Eyjólfur Ólafsson, íbúi í Grindavík og fastagestur í sundlauginni þar í bæ, hélt að konan hans væri að bylta sér í rúminu þegar jarðskjálfti stærri en fjórir reið yfir í Grindavík í morgun.
20.07.2020 - 10:58
19 skjálftar stærri en 3 við Fagradalsfjall
19 skjálftar, stærri en 3, hafa mælst við Fagradalsfjall síðan í gærkvöld þegar skjálfti upp á 5 varð skömmu fyrir miðnætti. Tvær skjálftar yfir 4 hafa mælst í morgun; annar reyndist 4,6 að stærð en hinn 4,3.
20.07.2020 - 09:38
„Glamraði í sömu hlutunum og venjulega“
Öflug jarðskjálftahrina hefur verið á Reykjanesi frá því á miðnætti þegar skjálfti upp á 5 varð við Fagradalsfjall. Í morgun hafa tveir snarpir skjálftar orðið; annar upp á 4,6 en hinn uppá 4,3. Skjálftarnir hafa fundist víða, meðal annars á höfuðborgarsvæðinu, Vík og í Borgarnesi. „Maður er eiginlega orðinn vanur,“ segir íbúi í Grindavík.
20.07.2020 - 07:14
Myndskeið
Molta nýtt í ríkari mæli til skógræktar og landgræðslu
Notkun moltu hefur gefið góða raun í landgræðslu og skógrækt. Í kjölfar faraldursins settu stjórnvöld aukinn kraft í uppgræðsluverkefni með aðstoð moltu, annars vegar í Krísuvík og hins vegar á Norðurlandi.
16.07.2020 - 21:46
Myndskeið
Ónotaðar skurðstofur valda húsnæðisskorti á HSS
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) skortir húsnæði þrátt fyrir að fimmtán hundruð fermetrar standi ónotaðir. Skurðstofur þar hafa staðið meira og minna ónotaðar í áratug. Á meðan er slysa- og bráðamóttaka og heilsugæslan rekin í afar þröngum húsakynnum. Stjórnvöld ætla að verja tvö hundruð milljónum svo unnt sé að breyta húsnæðinu svo það nýtist. 
Sjóarinn síkáti ekki haldinn í ár
Aðstandendur hátíðarinnar Sjóarans síkáta, sem farið hefur fram í Grindavík á sjómannadaginn í aldarfjórðung, hafa ákveðið að ekkert verði af hátíðinni í ár. Það er vegna fjöldatakmarkana sem enn verða í gildi vegna COVID-19 faraldursins. Þetta er aðeins í þriðja skipti sem ekki verða formleg hátiðarhöld í Grindavík á sjómannadag frá árinu 1948. Árin 1952 og 1987 voru hátíðarhöld felld niður vegna sjóslysa. Víðar á landinu eru áform um sjómannadag nú til endurskoðunar í ljósi aðstæðna.
22.04.2020 - 10:06
Breyttu eldgosaviðbragðsáætlun vegna COVID-19
Almannavarnir hafa breytt rýmingaráætlun fyrir Grindavík komi til eldgoss. Í ljósi kórónuveirufaraldursins þótti ekki rétt að gera ráð fyrir því að safna öllum þeim á einn stað sem þurfa aðstoð við að yfirgefa bæinn, fari svo að það fari að gjósa.
Myndskeið
Kemur á óvart að niðurdæling valdi skjálftum
Forstjóri HS Orku segir það koma sér á óvart að nýleg skjálftavirkni á Reykjanesskaganum sé að hluta til tengd við dælingu á jarðhitavökva hjá fyrirtækinu. Vökvanum hafi verið dælt niður á sama hátt í um tuttugu ár. Vísindamenn hafa komið auga á annað kvikuinnskot á Reykjanesskaga, mun vestar en það við Þorbjörn. 
Niðurdæling veldur skjálftum á Reykjanesskaga
Niðurdæling HS Orku veldur jarðskjálftum við borholur fyrirtækisins í Svartsengi. Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að niðurdælingin valdi aðeins jarðskjálftum þar sem vatninu er dælt niður og ekki sé unnt að rekja alla skjálfta á því svæði til niðurdælingar. Breytt spenna í jarðskorpunni verði til þess að niðurdælingin, sem staðið hefur yfir árum sama, sé núna að leiða af sér jarðskjálftavirkni.
Áfram skelfur í Grindavík - skjálfti upp á 3,2 í morgun
Áfram skelfur jörð í Grindavík. Skömmu fyrir tíu í morgun varð þar skjálfti upp á 3,2 og varð hans vart í bæjarfélaginu. Fram kemur á Facebook-síðu Almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra að nokkur skjálftavirkni hafi verið þar síðustu viku í tengslum við landris á svæðinu. Á vef Veðurstofunnar kemur fram á skjálftinn hafi verið uppá 3,2. Óvissustig vegna landriss er enn í gildi.
25.03.2020 - 10:30
Jörð skalf í Grindavík
Jarðskjálfti að stærð 3,3 reið yfir rúma þrjá kílómetra norðvestur af Grindavík rétt fyrir klukkan fimm í dag. Skjálftinn fannst víða í byggð, þar á meðal á höfuðborgarsvæðinu. Fjöldi eftirskjálfta hefur mælst og hafa íbúar í Grindavík fundið fyrir mörgum þeirra.
Jarðskjálfti að stærð 3,2 við Grindavík
Jarðskjálfti varð um fimm kílómetra vestnorðvestur af Grindavík þegar klukkan var um stundarfjórðung í sjö. Hann var 3,2 að stærð. Tveimur mínútum síðar var skjálfti upp á 2,6 á sömu slóðum.
SMS frá almannavörnum þurfa að skila sér
Talsverð ólga hefur gripið um sig meðal íbúa á Reykjanesskaga vegna jarðhræringa í grennd við fjallið Þorbjörn við Grindavík undanfarnar vikur. Land hefur risið um nokkra sentimetra og jarðskjálftavirkni hefur verið töluverð.
Hlusta á börnin og nota skynsemi þegar talað er um vá
Mestu skiptir að vera skynsamur og hlusta á það sem vísindamennirnir segja, segir sálfræðingur um hvernig best er að takast á við hugsanlega yfirvofandi hættu. 
Jarðskjálfti rétt norðaustan við Grindavík
Jarðskjálfti að stærð 3,3 varð tvo kílómetra norðaustur af Grindavík klukkan níu. Þetta er sá stærsti af um 80 jarðskjálftum sem mælst hafa á þessum slóðum frá miðnætti.
Myndskeið
Datt fram úr rúminu í skjálftanum
Íbúum Grindavíkur þótti skjálftahrinna í gærkvöldi og nótt óþægileg, en héldu ró sinni. Sumum börnum leist hins vegar ekki á blikuna og fóru að gráta.
01.02.2020 - 19:51
Viðtal
„Sumum líður illa með þetta“
Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, segir að viðbrögð heimamanna við jarðskjálftum séu misjöfn. Sumum líði illa sem eðlilegt sé meðan aðrir telji að skjálftarnir boði ekkert válegt.
Skjálftarnir afleiðingar landrissins
Jarðskjálftinn í gærkvöld við Grindavík er sá öflugasti í hrinunni sem hófst 22. janúar. Hann mældist 4,3. Land hefur risið um rúma fjóra sentimetra á þessum slóðum þar sem mest er. Skjálftarnir eru afleiðingar landris, segir jarðeðlisfræðingur. 
Íbúi í Grindavík fann vel fyrir stærðarmun skjálftanna
Íbúi í Grindavík segir marga í bænum óttaslegna vegna skjálftanna sem riðið hafa yfir í grennd við bæinn undanfarið. Hann fann vel fyrir skjálftunum í kvöld og segir að munurinn á styrk þeirra hafi verið mjög greinilegur.
Fólki óneitanlega brugðið
Líkt og flestir, ef ekki allir, Grindvíkingar fann Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, vel fyrir jarðskjálftunum á ellefta tímanum í kvöld. Hann segir bæjarbúa almennt taka skjálftahrinunni með jafnaðargeði, og treysti vísindamönnum fyrir því að aðvara þá ef eitthvað meira gerist.
Alls óvíst hvort þurfi að rýma í Grindavík
Alls óvíst er hvort nokkuð þurfi að rýma í Grindavík verði hraungos í grenndinni, segir bæjarstjórinn. Hann segir Lágafell og Þorbjörn skýla Grindavík vel fyrir hraunrennsli úr norðri. Lokadrög viðbragðsáætlunar voru rædd í dag. Grindvíkingar sem Fréttastofa hitti í dag voru áhyggjulausir.