Grindavíkurbær

Sjónvarpsfrétt
Nærri helmingur sveitarfélaga hunsaði vistheimilahóp
Nærri helmingur sveitarfélaga landsins hunsaði ítrekaðar óskir starfshópsins sem skilaði skýrslu í dag og skoðaði meðferð á fólki með fötlun og geðræn vandamál. Meðal þeirra sveitarfélaga eru bæði fjórðu og fimmtu fjölmennustu sveitarfélög landsins. Framkvæmdastjóri Þroskahjálpar segir vanta betra eftirlit með þessu berskjaldaða fólki. 
Land hefur risið um 3 til 4 sentímetra við Þorbjörn
Jörð skelfur enn á Reykjanesskaga og í nótt hafa mælst nokkrir skjálftar yfir tveir að stærð og einn af stærðinni 3,3. Land hefur risið nokkuð við fjallið Þorbjörn að sögn náttúruvársérfræðings.
Sjónvarpsfrétt
Jarðskjálftar í þúsundavís á Reykjanesskaga
Vísindaráð segir ennþá hættu á jarðskjálfta upp á sex komma fimm sem hefði veruleg áhrif á höfuðborgarsvæðinu. Sjónum er nú þó einkum beint að Grindavík og Svartsengi þar sem landris, kvikuinnskot og þúsindir jarðskjálfta valda ugg. Forstöðumaður hjá HS Orku í Svartsengi segir starfsfólk ekki sérlega áhyggjufullt núna enda áætlanir til reiðu. 
Segir góð verk og gott fólk skapa sigur Miðflokksins
Öfugt við sum önnur sveitarfélög þar sem Miðflokkurinn bauð fram, vann hann stórsigur í Grindavík og þrefaldaði fylgi sitt. Oddvitinn þakkar það starfinu á síðasta kjörtímabili og góðum frambjóðendum. Slæmt gengi annars staðar skrifist ekki á vonda frambjóðendur.
17.05.2022 - 19:00
5400 skjálftar á Reykjanesskaga
Nokkuð stöðug skjálftavirkni hefur verið á Reykjanesskaga síðustu viku. Virkni er við Þorbjörn, austan Sýlingarfells sem er norðan Grindavíkur, við Kleifarvatn og við Sandfellshæð sem er mitt á milli Reykjanestáar og Bláa lónsins. Sigríður Kristjánsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni, segir að ekkert bendi þó til þess að kvika sé að fara að leita upp á yfirborðið. Það sem af er ári hafa verið 5400 skjálftar á Reykjanesskaga.
Forseta bæjarstjórnar ýtt til hliðar fyrir kosningar
Sigurður Óli Þorleifsson, forseti bæjarstjórnar í Grindavík og oddviti Framsóknarflokksins í síðustu kosningum, verður ekki á lista flokksins í komandi sveitastjórnarkosningunum. Hann hefur sagt sig úr flokknum og er ósáttur við vinnubrögð uppstillingarnefndar.
Ásrún Helga leiðir lista Framsóknar í Grindavík
Ásrún Helga Kristinsdóttir kennari leiðir lista Framsóknar í Grindavík í sveitarstjórnarkosningum í vor. Tillaga uppstillinganefndar að lista flokksins var samþykkt samhljóða á félagsfundi í gærkvöld. Ásrún Helga var einnig oddviti flokksins í síðustu sveitarstjórnarkosningum.
Sjónvarpsfrétt
Sakna fæstir afmælisbarnsins
Grindvíkingar héldu upp á gosafmælið í dag. Þótt gosið hafi komið bænum í heimsfréttirnar eru fæstir sem sakna þess. Þeir þurfa þó að búa sig undir möguleg eldgos í fyrirsjáanlegri framtíð.
Morgunútvarpið
Segir ekkert kalla á hraða sameiningu sveitarfélaga
Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur segir að ekkert kalli á að hraða skuli sameiningu við sveitarfélagið Voga eða önnur sveitarfélög á svæðinu. Sveitarstjórn Voga hafi leitað óformlega eftir samtali um sameiningu.
Yfir 200 verkefni hjá björgunarsveitum í dag
Björgunarsveitir sinntu yfir tvö hundruð útköllum á höfuðborgarsvæðinu í dag en mun færri á landsbyggðinni. Fyrr í dag var brugðist við vegna þakplatna sem fuku af stað í Þorklákshöfn, Reykjanesbæ og á Akranesi.
Meðalhraðamyndavélar teknar í notkun eftir helgi
Í byrjun næstu viku verða teknar í notkun hraðamyndavélar sem mæla meðalhraða bíla á milli punkta. Þetta eru fyrstu slíkar myndavélar sem teknar eru í notkun hér á landi.
Spegillinn
320 þúsund manns að gosstöðvunum
Um 320 þúsund manns hafa nú gengið að gosstöðvunum á Reykjanesskaga frá því að teljarar voru settir upp við gönguleiðir skömmu eftir að gos hófst 19. mars. Heimamenn settu sig þá strax í stellingar.
Lagning Suðurnesjalínu 2 þokast nær
Lagning Suðurnesjalínu 2 þokast nær með úrskurðum Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í gær. Línan á að tryggja öryggi rafmagns á Reykjanesskaga.
Sjónvarpsfrétt
Vogar skjálfa en Grindavík ekki
Jarðskjálftahrinan á Reykjanesskaga heldur áfram og frá hádegi urðu tveir skjálftar sem fundust greinilega á höfuðborgarsvæðinu. Í Vogum á Vatnsleysuströnd finna íbúar vel fyrir skjálftunum en Grindvíkingar síður, þótt Grindavík sé nær upptökum þeirra.
Eldgosið í Geldingadölum langlífasta gos aldarinnar
Í dag urðu þau tímamót í eldgosinu í Geldingadölum að það hefur nú staðið lengur en eldgosið í Holuhrauni. Þar með er það langlífasta gos á 21. öld.
Hegða sér öðruvísi við gosstöðvarnar
Ferðahegðun erlendra ferðamanna við gosstöðvarnar er öðruvísi en innlendra. Útlendingar eru gjarnari á að leggja í hann í slæmu veðri. Þúsundir fara að gosstöðvunum á degi hverjum og erlendum ferðamönnum hefur fjölgað mikið, segir Fannar Jónasson bæjarstjóri í Grindavík.
Varnargarður til að tefja lokun Suðurstrandarvegar
Þriggja til fimm metra hár varnargarður verður gerður í dalsmynni Nátthaga til að freista þess að seinka því að hraun flæði frá eldgosinu niður á Suðurstrandarveg og yfir Ísólfsskála. Í fréttatilkynningu almannavarna kemur fram að miðað við virknina í gosinu núna nái hraun að öllum líkindum niður á veg á næstu vikum.
Brýnt að byggja upp Þrengslin lokist Suðurstrandarvegur
Lokun Suðurstrandarvegar vegna eldgossins á Reykjanesskaga reynir fyrst og fremst á samgönguyfirvöld í landinu segir bæjarstjórinn i Ölfusi. Huga þarf að uppbyggingu Þrengslavegar til að tryggja þungaflutninga.
Myndskeið
Hraun gæti flætt á Suðurstrandarveg innan 2ja vikna
Eldfjallafræðingur telur að hraun geti farið að renna út á Suðurstrandarveg innan hálfs mánaðar. Bæjaryfirvöld í Grindavík einbeita sér nú að því að koma í veg fyrir að gos geti runnið til Grindavíkur eða í Svartsengi því Suðurstrandarvegi verði ekki bjargað. 
Hefði kostað hundruð milljóna að verja Suðurstrandarveg
Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, segir að ekki hafi verið talið ráðlegt að verja Suðurstrandarveg gegn framrennli hrauns, meðal annars vegna mikils kostnaðar og óvissu um að það myndi takast. Þess í stað verður áhersla lögð á að verja Svartsengi og Grindavíkurbæ þegar og ef þess gerist þörf.
Ekki reynt að stöðva hraunrennsli yfir Suðurstrandarveg
Ekkert verður aðhafst til að reyna að koma í veg fyrir að hraun streymi yfir Suðurstrandarveg. Þetta segir Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Hraunið er nú þunnfljótandi og rennur hratt ofan í Nátthaga. Talið er að vika sé þangað til það finnur sér leið þaðan. 
Spegillinn
Leggja til hraunvarnir við Grindavík og Svartsengi
Ráðast þyrfti í umfangsmiklar aðgerðir til að verja innviði á Reykjanesskaga vegna eldsumbrota sem búast má við á næstu árum, áratugum og öldum. Verja þarf bæi, orkuver, heita- og kaldavatnslagnir og háspennulínur. Hópur, sem almannavarnir hefur kallað til, telur að rétt sé að hefja vinnu við forvarnir frekar en að bregðast við þegar eldgos er hafið.
Myndskeið
Reynir á varnargarða við eldgosið
Það reynir á varnargarðana á gosstöðvunum. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að framkvæmdin sé nauðsynleg og hraunið muni á endanum eyða raski sem hún veldur.
Lokað við jarðeldana vegna gróðurelda
Lokað er við gosstöðvarnar í dag vegna gróðurelda og óhagstæðrar vindáttar. Hæg norðanáttin gerir að verkum að hætta er á gas- og reykmengun á gönguleiðinni.
Myndskeið
Brá heldur í brún þegar kvikustrókarnir ruku upp
Um miðnæsturbil í gærkvöld breyttist eldgosavirknin nokkuð þegar sá mikli stöðugleiki sem hefur einkennt gosið frá því að það hóst 19.mars.