Grindavíkurbær

Eldgosið í Geldingadölum langlífasta gos aldarinnar
Í dag urðu þau tímamót í eldgosinu í Geldingadölum að það hefur nú staðið lengur en eldgosið í Holuhrauni. Þar með er það langlífasta gos á 21. öld.
Hegða sér öðruvísi við gosstöðvarnar
Ferðahegðun erlendra ferðamanna við gosstöðvarnar er öðruvísi en innlendra. Útlendingar eru gjarnari á að leggja í hann í slæmu veðri. Þúsundir fara að gosstöðvunum á degi hverjum og erlendum ferðamönnum hefur fjölgað mikið, segir Fannar Jónasson bæjarstjóri í Grindavík.
Varnargarður til að tefja lokun Suðurstrandarvegar
Þriggja til fimm metra hár varnargarður verður gerður í dalsmynni Nátthaga til að freista þess að seinka því að hraun flæði frá eldgosinu niður á Suðurstrandarveg og yfir Ísólfsskála. Í fréttatilkynningu almannavarna kemur fram að miðað við virknina í gosinu núna nái hraun að öllum líkindum niður á veg á næstu vikum.
Brýnt að byggja upp Þrengslin lokist Suðurstrandarvegur
Lokun Suðurstrandarvegar vegna eldgossins á Reykjanesskaga reynir fyrst og fremst á samgönguyfirvöld í landinu segir bæjarstjórinn i Ölfusi. Huga þarf að uppbyggingu Þrengslavegar til að tryggja þungaflutninga.
Myndskeið
Hraun gæti flætt á Suðurstrandarveg innan 2ja vikna
Eldfjallafræðingur telur að hraun geti farið að renna út á Suðurstrandarveg innan hálfs mánaðar. Bæjaryfirvöld í Grindavík einbeita sér nú að því að koma í veg fyrir að gos geti runnið til Grindavíkur eða í Svartsengi því Suðurstrandarvegi verði ekki bjargað. 
Hefði kostað hundruð milljóna að verja Suðurstrandarveg
Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, segir að ekki hafi verið talið ráðlegt að verja Suðurstrandarveg gegn framrennli hrauns, meðal annars vegna mikils kostnaðar og óvissu um að það myndi takast. Þess í stað verður áhersla lögð á að verja Svartsengi og Grindavíkurbæ þegar og ef þess gerist þörf.
Ekki reynt að stöðva hraunrennsli yfir Suðurstrandarveg
Ekkert verður aðhafst til að reyna að koma í veg fyrir að hraun streymi yfir Suðurstrandarveg. Þetta segir Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Hraunið er nú þunnfljótandi og rennur hratt ofan í Nátthaga. Talið er að vika sé þangað til það finnur sér leið þaðan. 
Spegillinn
Leggja til hraunvarnir við Grindavík og Svartsengi
Ráðast þyrfti í umfangsmiklar aðgerðir til að verja innviði á Reykjanesskaga vegna eldsumbrota sem búast má við á næstu árum, áratugum og öldum. Verja þarf bæi, orkuver, heita- og kaldavatnslagnir og háspennulínur. Hópur, sem almannavarnir hefur kallað til, telur að rétt sé að hefja vinnu við forvarnir frekar en að bregðast við þegar eldgos er hafið.
Myndskeið
Reynir á varnargarða við eldgosið
Það reynir á varnargarðana á gosstöðvunum. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að framkvæmdin sé nauðsynleg og hraunið muni á endanum eyða raski sem hún veldur.
Lokað við jarðeldana vegna gróðurelda
Lokað er við gosstöðvarnar í dag vegna gróðurelda og óhagstæðrar vindáttar. Hæg norðanáttin gerir að verkum að hætta er á gas- og reykmengun á gönguleiðinni.
Myndskeið
Brá heldur í brún þegar kvikustrókarnir ruku upp
Um miðnæsturbil í gærkvöld breyttist eldgosavirknin nokkuð þegar sá mikli stöðugleiki sem hefur einkennt gosið frá því að það hóst 19.mars.
Gosið sótt í sig veðrið seinustu tvær vikur
Afl gossins á Reykjanesskaga hefur aukist nokkuð eftir því sem fleiri gígar opnast á gosstöðvunum. Meðalrennsli frá gígunum síðustu sex daga var um átta rúmmetrar á sekúndu. Gosið er þó enn lítið í samanburði við önnur.
Vakta gosstöðvarnar frá hádegi fram til miðnættis
Lögreglan og björgunarsveitir verða með vakt við gosstöðvar frá hádegi í dag eins og til stóð. Opnun fjórðu sprungunnar í nótt breytir engu þar um.
Spegillinn
Lærdómsríkt gos í ólokinni atburðarás
Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir að eldgosið í Geldingadölum sé ákaflega lærdómsríkt til þess að skilja eðli og umfang jarðhræringanna sem hófust með jarðskjálftunum í desember 2019. Þeirri atburðarás sé alls ekki lokið.
Spegillinn
Verður líklega fjölsóttasti ferðamannastaður landsins
Skarphéðinn Berg Steinarsson, ferðamálastjóri, segir að bregðast þurfi hratt við að byggja upp innviði í nágrenni jarðeldanna í Geldingadölum. Útlit er fyrir að staðurinn verði fjölsóttasti ferðamannastaður landsins næstu misserin, óháð því hvort gos haldi þar áfram eða ekki.
Spegillinn
1500 bílum lagt á Suðurstrandavegi
Þúsundir manna hafa lagt leið sína að gosstöðvunum í Geldingadölum undanfarna daga og bílaröðin þar sem fólk leggur ökutækjum á Suðurstrandavegi í nágrenni stikuðu leiðarinnar upp að gosstöðvunum er margra kílómetra löng. Aka verður í gegnum Grindavík til að komast að gönguleiðinni.
Viðtal
Minni skjálftavirkni gæti verið undanfari eldgoss
Hugsanlegt er að minni skjálftavirkni nú á Reykjanesskaga sé undanfari eldgoss. Kristín Jónsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að áður en Kröflueldar hófust hafi dregið úr skjálftavirkni og aflögun. Vísindaráð kom saman í dag og niðurstaðan var sú að of snemmt væri að segja að jarðhræringum væri lokið þó skjálftum færi fækkandi. „Miðað við stöðuna núna finnst mér líklegast að þessi kröftuga hrina sé búin í bili,“ segir Kristín.
Of snemmt að blása af eldgos á Reykjanesskaga
Enn streymir kvika inn í kvikuganginn milli Keilis og Nátthaga á Reykjanesskaga en þó hefur dregið úr skjálftavirkni og aflögun. Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofunni, segir enn of snemmt af blása af þann möguleika að eldgos hefjist á næstu vikum. Dálítill kippur kom í jarðskjálftavirkni í morgun sem sýnir að sveiflur eru í virkni.
Kvikan situr grunnt og gos enn mögulegt
Vísindaráð telur að áfram séu líkur á að eldgos geti orðið á svæðinu á milli Fagradalsfjalls og Keilis. Nýjustu mælingar benda til þess að dregið hafi úr kvikuflæði frá því í seinustu viku. Búast má við svipuðum jarðskjálftahrinum og þeirri sem gekk yfir um helgina.
Myndskeið
Óku um til að finna ekki fyrir skjálftum
Vanlíðan Grindvíkinga hefur aukist með áframhaldandi jarðskjálfum sem vekja fólk um nætur. Margir Grindvíkingar fóru úr bænum um helgina til að losna undan jarðhræringum. Þá settust margir út í bíl og óku um til að finna síður fyrir skjálftum. „Þetta er búið að vera svolítið langt, þetta er orðin svolítil þreyta á þessu. Nóttin í nótt var alls ekki góð. Fólk er orðið áhyggjufullt og ég skil það vel,“ segir Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs og lögreglumaður.
Líðan fólks góð eftir atvikum
Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs Grindavíkur og lögreglumaður, segir að líðan íbúa sé eftir atvikum góð. „En eins og nóttin var í nótt þá trúi ég því að það séu margir Grindvíkingar sem hafi ekki sofið mikið í nótt. Þetta er búið að vera svolítið löng hrina og maður skilur áhyggjur fólks, líka með framhaldið því þetta er allt óljóst.“
Myndskeið
Reiði yfir því að fá rafmagnsleysi ofan í jarðskjálfta
Reiði er meðal Grindvíkinga yfir því að hafa þurft þola rafmagnsleysi í rúma níu klukkutíma í gær ofan í jarðskjálfta síðustu tíu daga. Á fjórða hundrað fylgdust með íbúafundi í beinu streymi í dag og tugir mættu á fundinn. „Ég er búinn að vera hræddari við þetta núna. Óhugnalegt bara. Þetta er svo nálægt Grindavík, svo harkalegt. Ég vakna oft á nóttunni. Ég næ ekki miklum svefni. Og rafmagnsleysið var ekki að gera þetta betra, heldur betur ekki,“ segir Teitur Leon Gautason, íbúi í Grindavík.
Tíu klukkutíma rafmagnsleysi „algjörlega óviðunandi“
Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, segir það með öllu óviðunandi að bæjarbúar hafi þurft að þola hátt í tíu klukkustunda langt rafmagnsleysi fram undir miðnætti í gærkvöldi. Hann hyggst óska skýringa HS-veitna á fundi á mánudag. „Algjörlega óviðunandi að þurfa að búa við rafmagnsleysi svo klukkutímum skiptir,“ segir Fannar.
06.03.2021 - 11:56
Enn rafmagnslaust í Grindavík og nágrenni
Rafmagn fór af öllum Grindavíkurbæ nú á öðrum tímanum. Einnig er rafmagnslaust í Bláa lóninu. Orkuver HS Orku í Svartsengi sló út.
05.03.2021 - 14:21
Svipar til fyrri hrina sem lauk með 6,0 skjálfta
Náttúruvársérfræðingar óttast að skjálfti að stærðinni sex eða meira geti orðið í Brennisteinsfjöllum eða Bláfjöllum og þá talsvert nær höfuðborgarsvæðinu en stærsti skjálftinn í dag. Skjálftahrinan sem staðið hefur yfir í rúmt ár minnir á fyrri hrinur en þeim fylgdu skjálftar yfir sex að stærð.