Grímsnes- og Grafningshreppur

Sveitarfélög ekki á einu máli um Hálendisþjóðgarð
Þau sveitarfélög sem eiga aðild að óstofnuðum Hálendisþjóðgarði eru ekki einhuga í afstöðu sinni. Sum hafna áformunum alfarið eða setja fyrirvara um breytingar á frumvarpinu. Önnur styðja áformin heilshugar.
Hrakfallasaga bústaðar rakin í kæru vegna stöðuhýsis
Úrskurðarnefnd umhverfis-og auðlindamála hefur vísað frá kæru sumarbústaðaeigenda sem kröfðust þess að leyfi þeirra til að hafa stöðuhýsi á sumarbústaðalóð sinni yrði framlengt um eitt ár. Bústaðurinn á lóðinni hefur mátt þola ýmislegt; hann skemmdist í Suðurlandsskjálftanum árið 2000, nánast allt var rifið út úr honum eftir vatnsskemmdir 16 árum síðar og skömmu eftir að þeim endurbótum lauk eða í desember í fyrra brann hann til kaldra kola.
Myndskeið
Fullt af fólki í sumarbústöðum í trássi við tilmæli
Fjöldi fólks dvelur í sumarbústöðum á Suðurlandi í trássi við tilmæli almannavarna um að fólk eigi að vera heima hjá sér. Yfirlögregluþjónn óttast að veikist fólk í bústöðum verði erfitt að koma sjúkrabíl þangað vegna ófærðar. Lögreglan hyggst fara í eftirlitsferð um sumarhúsabyggðir um páskana.
Sleppt að lokinni skýrslutöku
Skýrslutöku af manninum sem handtekinn var á vettvangi brunans í Kiðjabergi í gær er lokið og er hann frjáls ferða sinna.
Handtekinn á vettvangi brunans
Einn var handtekinn á vettvangi þegar sumarhús brann til kaldra kola í landi Mýrarkots í gær. Hann var í svo annarlegu ástandi að ekki var hægt að taka skýrslu af honum.
Sumarhúsið rústir einar
Sumarhúsið sem brann í landi Kiðjabergs í gærkvöldi er gjörónýtt að sögn slökkviliðsstjóra. Eldsupptök eru ókunn.
Boðar frumvarp í kjölfar dóms Hæstaréttar
Ráðherra sveitarstjórnarmála segir að í haust verði lagt fram frumvarp á Alþingi, þar sem lögum um tekjustofna sveitarfélaga verði breytt þannig að þau verði ekki lengur andstæð stjórnarskrá líkt og Hæstiréttur úrskurðaði í gær. 
Bentu á annmarkann án árangurs
Áður en Alþingi breytti lögum um tekjustofna sveitarfélaga árið 2012 bentu nokkur sveitarfélög þeim á að ein breytingin færi í bága við stjórnarskrá. Breytingin varð samt að lögum. Þetta segir lögmaður sveitarfélagana. Nú hefur Hæstiréttur dæmt þessum sveitarfélögum í vil og ríkið þarf líklega að greiða þeim rúman einn milljarð króna.
Sanda yfir malbiksblæðingar í Grímsnesi
Vegagerðin hefur ræst út bíl til að sanda ofan í miklar malbiksblæðingar á Biskupstungnabraut í Grímsnesi. Þar um slóðir eru nú talsverð hlýindi, vegfarandi sem hafði samband við fréttastofu sagði að hitinn hefði farið í 18-19 gráður og malbikið farið að bráðna svo í sólinni að á köflum mætti nánast segja að allt væri á floti.
04.06.2018 - 15:25
Stöðvuðu auglýsingu á deiliskipulagi jarðbaða
Skipulagsstofnun gerir margháttaðar athugasemdir við deiliskipulag fyrirhugaðs baðstaðar í landi Hæðarenda í Grímsnes- og Grafningshreppi og kallar eftir ýmsum skýringum áður en hægt sé að auglýsa skipulagið í Stjórnartíðindum. Óljóst sé hvaðan vatn eigi að koma og hvert það eigi að fara úr laugunum, teikningar séu óskýrar og forsendur á borð við gestafjölda vanti. Þá sé óljóst hvernig deiliskipulagið rími við aðalskipulag svæðisins.
Seyran græðir upp afréttinn
Mestöll seyra úr uppsveitum Árnessýslu verður á næstu árum nýtt til landgræðslu á afréttum. Fimm sveitarfélög hafa tekið saman höndum um þetta í samkomulagi við Landgræðslu ríkisins og Heilbrigðiseftirlit Suðurlands. Seyran er nú þegar blönduð með kalki og síðan borin á landið. Blöndunarstöð hefur þegar verið tekin í notkun í nágrenni Flúða.
Nærsamfélagið verður af virkjanasköttum
Undanþágur frá fasteignaskatti fyrir raflínur, stíflur og uppistöðulón letja sveitarfélög til að leyfa virkjunarframkvæmdir og flutning raforku og hvata skortir til að nýta auðlindir á sem hagkvæmastan hátt.
Hveragerði vill skoða sameiningu við Ölfus
Bæjarstjórn Hveragerðis hefur óskað eftir sameiningarviðræðum við sveitarfélagið Ölfus og er meirihluti Hvergerðinga jákvæður í garð sameiningar. Sveitastjórn Ölfuss kannaði ekki hug íbúa til sameiningar þrátt fyrir áskorun þar um.
Grímsnes- og Grafningshreppur
Í Grímsnes- og Grafningshreppi bjuggu 422 þann 1. janúar 2014. Sveitarfélagið er í 53. sæti yfir fjölmennustu sveitarfélög landsins. Tveir listar bjóða fram að þessu sinni, C-listi Lýðræðissinna og K-listi Óháðra kjósenda.
14.05.2014 - 18:21
Guðmundur leiðir K-lista í Grímsnesi
Guðmundur Ármann Pétursson verður efstur á framboðslista K-lista óháðra kjósenda í Grímsnes- og Grafningshreppi í komandi sveitarstjórnarkosningum.
Ögmundur vill lögbann við Kerið
Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri-grænna, segir að fara þurfi fram á lögbann við Kerið og stöðva áform um gjaldtöku við Dettifoss. Þetta eru viðbrögð hans við því að Héraðsdómur Suðurlands samþykkti lögbannsbeiðni á gjaldtöku við Geysi. Ekkert gjald hefur verið innheimt við Kerið frá áramótum.
Tvö sveitarfélög með lágmarksútsvar
Aðeins tvö sveitarfélög á landinu eru með lágmarksútsvar. Þetta eru Skorradalshreppur og Grímsnes- og Grafningahreppur.
Þrjú sveitarfélög lækka útsvarshlutfallið
Af 74 sveitarfélögum lækka þrjú útsvarshlutfall sitt á þessu ári frá fyrra ári. Þetta eru Grindavík, Grímsnes- og Grafningshreppur og Vestmannaeyjabær. Þetta kemur fram á yfirliti frá Fjármála- og efnahagsráðuneytiinu.
Hópferðabílar njóta forréttinda
Vöruflutningabílar mega ekki keyra um Þingvallaþjóðgarð, en hópferðabílar eru undanskildir takmörkuninni. Oddviti Grímsness- og Grafningshrepps segir ekkert hafa verið gert neitt til að koma til móts við íbúa.
Vilja ekki friðlýsa Geysi
Kerfélagið ehf. hefur hafið gjaldtöku við Kerið í Grímsnesi. Svæðið hefur verið girt af og merkt. Allir eldri en tólf ára greiða nú þrjúhundruð og fimmtíukróna aðgangseyri. Ferðir hópferðabíla hafa einnig verið leyfðar gegn gjaldi en þær voru bannaðar árið 2008.
Minkasíur reynast vel
Minkasíur úr steypurörum hafa gefist einstaklega vel við ár og vötn. 4.000 minkar hafa verið veiddir í slíkar síur á síðustu 8 árum.
24.03.2012 - 19:48