Gengistryggð lán

Dómurinn skýrir álitaefni
Hafist verður handa við endurútreikning lána hjá Arion banka þegar fyrir liggur hvaða lán falla undir fordæmi dóma Hæstaréttar um fullnaðarkvittanir og hvernig standa skuli að endurútreikningi. Þetta segir í tilkynningu sem Arion banki hefur sent frá sér.
19.10.2012 - 13:40
Skýrir hvernig á að reikna gengislán
Lektor í lögfræði við Háskóla Íslands segir nýjan gengislánadóm Hæstaréttar ganga lengra en fyrri dóma um lánin. Nú skýri Hæstiréttur hvernig endurreikna eigi gengislánin. Atvinnuvegaráðherra segir ekki víst að dómurinn breyti miklu, dómafordæmi vanti um fleiri óvissuþætti lánanna.
Tóku ekki rétt af nokkrum manni
Árni Páll Árnason, fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, segir að lög sem við hann séu kennd hafi gengið eins langt á sínum tíma og hægt var að lesa út úr fyrirliggjandi dómafordæmum Hæstaréttar. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Árna.
19.10.2012 - 10:53
Fulltrúar SFF mæta á fundinn
Sérfræðingar Samtaka fjármálafyrirtækja koma á fund efnahags-og viðskiptanefndar Alþingis í dag klukkan eitt en þar verður fjallað um nýfallinn gengislánadóm Hæstaréttar.
19.10.2012 - 08:27
  •