Gengistryggð lán

Sögulega lítið af húsnæði til sölu á höfuðborgarsvæðinu
Fjöldi einbýlishúsa og fjölbýlishúsaíbúða til sölu á höfuðborgarsvæðinu er í sögulegu lágmarki. Fyrstu vikuna í janúar voru 487 íbúðir til sölu sem er rúmlega 20% minna en var um það bil mánuði fyrr. Hlutfall óverðtryggðra lána við íbúðarkaup fer vaxandi.
Árás á sjúkrahús í Kabúl
Vopnaðir menn réðust inn á sjúkrahús í Kabúl, höfuðborg Afganistans, í morgun og hafa geisað þar bardagar milli þeirra og öryggissveita.
Dýrabann í fjölleikahúsum í Rúmeníu
Ljón, tígrisdýr, birnir og önnur villt dýr verða bönnuð í fjölleikahúsum í Rúmeníu þegar frumvarp sem samþykkt var í dag verður að lögum.
13.06.2017 - 16:34
Íslendingur bruggar bjór á Grænlandi
Qajaq-brugghúsið í Narssaq á Grænlandi byrjaði í síðasta mánuði að tappa bjór á flöskur þannig að íbúar gátu keypt nýjan grænlenskan bjór fyrir jólin. Það er Íslendingur, Friðrik Magnússon, sem er maðurinn á bakvið Qajaq-brugghúsið.
07.01.2017 - 13:58
ESB framfylgi vopnasölubanni
Federica Mogherini, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, fór í dag fram á það við öryggisráð Sameinuðu þjóðanna að flota sambandsins á Miðjarðarhafi yrði veitt heimild til að framfylgja banni við sölu á vopnum til Líbíu.
06.06.2016 - 15:41
Um 100 manns saknað
Um 100 manns er saknað eftir að bátur með flóttamönnum og hælisleitendum sökk undan strönd Líbíu í gær. Þetta sagði Flavio Di Giacomo, talsmaður Alþjóðastofnunar um fólksflutninga, í viðtali við fréttastofuna AFP í dag.
Merkur fornleifafundur á Englandi
Breskir fornleifafræðingar hafa fundið 3.000 ára gamalt bronsaldarhús óvenju vel varðveitt og ríkulegt að gripum. Húsið sem var hringlaga tréhús, fannst í árfarvegi í Peterborough í Cambridgeshire á Englandi.
29.04.2016 - 08:46
Samþykktu að leita málamiðlana
Leiðtogar Evrópusambandsríkja samþykktu í kvöld að leita málamiðlana við kröfum Breta um umbætur á sambandinu. Þetta sagði Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusamabandsins, að loknum fundi leiðtoganna í Brussel í kvöld.
17.12.2015 - 23:44
Um 3,2 milljónir Íraka flúið síðan í fyrra
Meira en 3,2 milljónir Íraka hafa hrakist frá heimkynnum sínum vegna stríðsátaka síðan í byrjun árs í fyrra. Alþjóðastofnunin um fólksflutninga IOM greindi frá þessu í dag og sagði að stöðugt fjölgaði flóttafólki í Írak. Æ fleiri þyrftu á hjálp að halda, en flestir hefðu lagt á flótta allslausir.
Ræddu njósnir og loftslagsmál
Barack Obama Bandaríkjaforseti og Xi Jinping, forseti Kína, hafa sammælst um hámarkslosun gróðurhúsalofttegunda fyrir ríkin tvö.
26.09.2015 - 18:39
Skiptar skoðanir um tillögur Junckers
Ekki er eining um tillögur um flóttamannakvóta, sem Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, kynnti í dag. Nokkur ríki hafa lýst yfir andstöðu við tillögurnar.
09.09.2015 - 17:48
Gengislækkun júans hefur víða áhrif
Verðlækkun varð á mörkuðum um allan heim þegar Seðlabanki Kína felldi í dag gengi júansins annan daginn í röð. Bankinn segir þetta ekki upphafið að löngu rýrnunarskeiði. Tilgangurinn sé að styðja við kínverskan útflutning sem hafi dregist saman.
12.08.2015 - 19:32
Úrræðin ná einnig til stóreignafólks
Meira en 400 fjölskyldur sem eiga meira en hundrað milljónir króna í hreinni eign, en eru með íbúðalán, geta nýtt sér úrræði ríkisstjórnarinnar til handa heimilanna. Þessi hópur getur nýtt samtals um 600 milljónir af séreignasparnaði, skattfrjálst.
10.05.2014 - 22:00
Vilja koma í veg fyrir að kröfur fyrnist
Þingmenn í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis vilja lengja fyrningarfrest uppgjörskrafna vegna ólögmætrar gengistryggingar lána. Samkvæmt núgildandi lögum geta kröfur vegna gengislána byrjað að fyrnast 16. júní í sumar, en þá eru fjögur ár frá því að ákvæði laga, sem kennd hafa verið við Árna Pál
03.03.2014 - 13:49
Endurgreiða 4 ár aftur í tímann
Lýsing endurgreiðir lántökum ofgreitt fé fjögur ár aftur í tímann frá því Hæstiréttur dæmdi að félaginu hafi verið óheimilt að innheimta verðbætur og breytilega vexti af bílasamning. Eldri kröfur eru fyrndar, segir í bréfi Lýsingar til lántakenda.
09.11.2013 - 13:20
Óvissa um gengislánadóma
Saga gengislánadóma Hæstaréttar hófst fyrir réttum þremur árum og ófyrirséð er hvenær henni lýkur. Fjármögnunarfyrirtæki, einstaklingar og fyrirtæki hafa á víxl höfðað mál í leit að fordæmum um hvernig meðhöndla skuli gengislán.
05.06.2013 - 21:24
Ísland verður að leyfa gengistryggð lán
Ísland hefur gerst brotlegt við EES samninginn með því að leggja algert bann við veitingu gengistryggðra lána í íslenskum krónum. Þetta er niðurstaða rökstudds álits Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) frá því í dag.
22.05.2013 - 13:18
Endurreikna 2000 af 46 þúsund lánum
Af 46 þúsund gengistryggðum lánum hjá Landsbankanum verða um 2000 fasteignalán endurreiknuð í samræmi við tvo Hæstaréttardóma frá síðasta ári um gildi fullnaðarkvittana í gengislánasamningum. Þar af er búið að leiðrétta 800.
20.04.2013 - 16:08
Reiknivél aðgengileg um mánaðamót
Reiknivél til að endurreikna ólögmæt gengistryggð lán verður tekin í gagnið fyrir mánaðamót. Bankarnir vinna að endurreikningi lánanna.
07.11.2012 - 11:48
Hefja útreikning ólöglegra lána
Arion banki ætlar að hefja endurútreikning um tvö þúsund ólögmætra gengistryggðra lána sambærilegum því sem Hæstiréttur dæmdi í síðasta mánuði ólöglegt í máli Borgarbyggðar gegn bankanum. Þá er miðað við að greitt hafi verið af lánunum samkvæmt upphaflegum skilmálum lánsins.
02.11.2012 - 14:23
Verða að greiða gengislán
Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að P. Árnason fasteignir yrðu að greiða Arion banka gengislán sem fyrirtækið fékk hjá Kaupþingi 22. nóvember 2007. Lánið var greitt inn á gjaldeyrisreikninga og því taldi Hæstiréttur að lánið væri löglegt.
Enn óvissa um mörg gengislán
Enn ríkir mikil óvissa um lán margra lántakenda þrátt fyrir dóm Hæstaréttar 18. október. Viðbrögð bankanna við dómnum eru smám saman að skýrast. Það getur hins vegar tafist að úrlausn fáist í málum þeirra sem þáðu úrræði sem bankar og fjármálafyrirtæki buðu.
28.10.2012 - 12:23
Fulltrúar Lýsingar kallaðir á fund
Fulltrúar fjármögnunarfyrirtækisins Lýsingar hafa verið boðaðir á fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í fyrramálið. Fyrirtækið telur nýlegan gengislánadóm Hæstaréttar ekki eiga við um sín lánasöfn og hefur sú afstaða komið á óvart.
FME lækkar matið um 40 milljarða
Fjármálaeftirlitið hefur lækkað mat sitt á því hver heildaráhrif gengislánadóma verða um 40 milljarða eða úr 165 milljörðum niður í 125 milljarða króna.
22.10.2012 - 08:57
Lánin gætu lækkað um 20-40 prósent
Dómur Hæstaréttar frá því í gær gæti þýtt að gengistryggð lán lækki um 20 til 40 prósent frá fyrri endurútreikningi bankanna. Þetta segir verkfræðingur hjá Veritas, lögmannastofunni, sem vann málið fyrir Borgarbyggð í Hæstarétti í gær.