Garðabær

Frjókornasprenging á Akureyri í lok júlí
Margir draga andann léttar þegar haustið færist yfir og frjókornum í lofti fækkar. Náttúrufræðistofnun gaf í dag út yfirlitsskýslu um frjómælingar á Akureyri og í Garðabæ í sumar.
14.10.2019 - 16:30
25 flóttamenn væntanlegir til landsins
Tuttugu og fimm flóttamenn frá Úganda, Rúanda, Kongó, Súdan og Simbabve koma til landsins 12. september og setjast að í Garðabæ og Seltjarnarnesi. Þetta er í fyrsta sinn sem þessi sveitarfélög taka á móti kvótaflóttamönnum. Fyrirhugað er að Mosfellsbær taki einnig á móti hluta hópsins, sem verður þá í annað sinn sem sveitarfélagið gerir það.
Tveir fluttir á spítala vegna áreksturs
Tveir bílar rákust á við Lyngás í Garðabæ á níunda tímanum í kvöld. Annar bíllinn hafnaði á ljósastaur. Einn var í hvorum bíl og voru báðir fluttir á slysadeild. Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu eru áverkar þeirra ekki taldir alvarlegir.
Notuðu jarðýtu við slökkvistarf
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út í gærkvöld vegna sinubruna í Dysjamýri austan við bæinn Dysjar í Garðabæ.
07.06.2019 - 09:13
Vilja leggja hjóla- og göngustíg um Gálgahraun
Bæjarstjórn Garðabæjar hefur lagt fram tillögu að deiliskipulagi Gálgahrauns en miklar deilur stóðu fyrir nokkrum árum um veglagningu í hrauninu. Tillagan gerir ráð fyrir þriggja metra breiðum og 1,3 kílómetra löngum göngu- og hjólreiðastíg syðst í friðlandi Gálgahrauns. Einnig er gert ráð fyrir tveggja metra breiðum malarstíg eftir miðju friðlandinu og fólkvanginum sem liggur þvert á áðurnefnda göngu-og hjólreiðaleið. Hann yrði tveir kílómetrar að lengd.
15.05.2019 - 07:00
Myndskeið
Eldsneyti fyrir 5000 bíla fer til spillis
Metangas, sem dugir til að knýja fjögur til fimm þúsund litla fólksbíla í heilt ár, fer til spillis hjá Sorpu vegna lítillar eftirspurnar. Framkvæmdastjóri Sorpu furðar sig á því að sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, sem eiga Sorpu, skuli ekki nýta gasið í meira mæli á þjónustubíla sína. Aðeins tveir strætisvagnar á höfuðborgarsvæðinu ganga fyrir metani.
Hefja formlegar viðræður um samgöngur
Stýrihópur Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, á að ráðstafa 102 milljarða fjárfestingu ríkisins í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu.
Skaðabótaskyldur vegna líkamsræktar-útboðs
Kærunefnd útboðsmála hefur fellt úr gildi útboð Garðabæjar á líkamsræktaraðstöðu sem átti að rísa við íþróttamiðstöðina við Ásgarð og gert bæjaryfirvöldum að bjóða framkvæmdina út að nýju. Nefndin kemst einnig að þeirri niðurstöðu að bærinn sé skaðabótaskyldur gagnvart fyrirtækinu Sporthöllinni ehf vegna kostnaðar sem fyrirtækið lagði út í við að undirbúa tilboð og taka þátt í útboðinu.
30.04.2019 - 15:42
Garðabæ boðið að taka við hinsegin flóttafólki
Félagsmálaráðuneytið hefur boðið Garðabæ að taka á móti tíu hinsegin flóttamönnum sem staðsettir eru í Kenía. Hópurinn er hluti af þeim 75 kvótaflóttamönnum sem ríkisstjórnin hefur samþykkt að bjóða til Íslands á þessu ári. Útlendingastofnun hefur jafnframt óskað eftir því við bæjaryfirvöld að gera samning við sveitarfélagið um þjónustu við 40 til 50 umsækjendur um alþjóðlega vernd.
19.03.2019 - 15:47
KPMG tekið til bæna vegna upplýsingaleka
Persónuvernd hefur komist að þeirri niðurstöðu að lög hafi verið brotin þegar viðkvæmar persónuupplýsingar birtust á vefsíðu Garðabæjar í apríl á síðasta ári. Þá hafi öryggi við vinnslu persónuupplýsinga ekki verið í samræmi við ákvæði laga um persónuvernd. Persónuvernd gagnrýnir ráðgjafafyrirtækið KPMG í ákvörðun sinni og segir ámælisvert að fyrirtækið skuli ekki hafa gengið úr skugga um að ekki væri mögulegt að nálgast upplýsingar um einstaklinga.
12.02.2019 - 23:05
Meðferðarheimili fyrir börn reist í Garðabæ
Viljayfirlýsing um uppbyggingu nýs meðferðarheimilis fyrir börn í Garðabæ var undirrituð síðdegis. Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri Barnaverndarstofu og Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, skrifuðu undir viljayfirlýsingu um að byggt verði í bænum meðferðarheimili fyrir sex til átta börn á aldrinum 15 til 17 ára, sem þurfa sérhæfða meðferð vegna alvarlegs hegðunar- og/eða vímuefnavanda.
21.12.2018 - 15:05
Brýnar vegabætur verði að setja í forgang
Fyrst verður að ákveða að flýta brýnum vegaframkvæmdum á höfuðborgarsvæðinu áður en ákveðið verður að taka upp veggjöld. Þetta segir formaður Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Veggjöld geti aðeins verið tímabundin og tryggja verði að þau renni til framkvæmda á höfuðborgarsvæðinu.
Ríkið sýknað af 320 milljóna kröfu Garðabæjar
Íslenska ríkið var í héraðsdómi í dag sýknað af 320 milljóna króna skaðabótakröfu Garðabæjar vegna rekstrar hjúkrunarheimilisins Ísafoldar árin 2013 til 2015. Bærinn fékk svokölluð daggjöld frá ríkinu á fjárlögum fyrir rekstri Ísafoldar, en féð dugði ekki til. Reksturinn kostaði 320 milljónum meira á þessu þriggja ára bili, sem bærinn lagði til, og bæjaryfirvöld töldu ríkinu skylt að greiða þann mismun, sem þau kölluðu uppsafnað rekstrartap.
15.11.2018 - 14:01
Strætó ekur hugsanlega í gegnum útivistarsvæði
Kljúfa gæti þurft tvö útvistarsvæði með strætóakbrautum til að stytta ferðatíma á höfuðborgarsvæðinu, samkvæmt tillögum í nýrri skýrslu. Þá gæti Hverfisgötu í Reykjavík og fleiri götum verið lokað fyrir annarri bílaumferð en strætó.
Ísafjarðarbær hafði betur gegn Garðabæ
Ísafjarðarbær komst áfram í næstu umferð í Útsvari eftir nauman sigur gegn Garðabæ í kvöld. Viðureign liðanna lauk þannig að Ísafjarðarbær hlaut 61 stig en Garðabær 59. Reykjanesbær og Hálendið eigast við að viku liðinni.
19.10.2018 - 22:13
Ræddu árásir á stúlkur á bæjarráðsfundi
Árásir á ungar stúlkur í Garðabæ upp á síðkastið voru til umræðu á bæjarráðsfundi þar í morgun. Til skoðunar er hvort fjölga þurfi myndavélum í bænum og koma þeim upp á opnum svæðum, að sögn Áslaugar Huldu Jónsdóttur, formanns bæjarráðs.
04.09.2018 - 17:13
Rannsakar tvær árásir á stúlkur í Garðabæ
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til rannsóknar tvö atviki þar sem veist var að stúlkum í Garðabæ í dag. Hún segir ekki útilokað að tengsl séu á milli þessara tveggja atvika og þess sem áður hefur verið tilkynnt um. Unnið sé að rannsókn málsins auk þess sem eftirlit í Garðabæ hafi verið aukið. Ekki sé hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.
28.08.2018 - 23:17
Kaldavatnslaust í Garðabæ
Lokað hefur verið fyrir kalda vatnið í Garðabæ vegna viðgerðar á stofnæð og er áætlað að vatnið verði aftur komið á um klukkan fimm síðdegis. Kaldavatnslaust er um nær allan Garðabæ en þó ekki á svæðum ofan við Reykjanesbraut; við Hnoðraholt og Urriðaholt. Þá er ekki kaldavatnslaust í Molduhrauni, efri Flötum og Bæjargili.
15.08.2018 - 15:05
Vill upplýsingar um brunann við Miðhraun
Guðni Á. Haraldsson, lögmaður 25 eigenda sem áttu veruleg verðmæti hjá fyrirtækinu Geymslum ehf og eyðilögðust í brunanum við Miðhraun í byrjun apríl, hefur sent bæjaryfirvöldum í Garðabæ bréf. Þar óskar hann eftir upplýsingum um 11 atriði sem öll tengjast því hvernig staðið var að eldvörnum í húsnæðinu.
29.05.2018 - 19:21
Sjálfstæðisflokkur bætir við sig í Garðabæ
Sjálfstæðisflokkurinn bætti við sig 3 prósentustigum í Garðabæ, fær átta menn kjörna og bætir við sig einum. Garðabæjarlistinn sem er að bjóða fram í fyrsta skipti fær þrjá menn kjörna og 28 prósent atkvæða. Garðabær er því eitt fárra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu þar sem aðeins tveir flokkar sitja í bæjarstjórn.
27.05.2018 - 02:32
Afleit kjörsókn í Reykjanesbæ
Kjörsókn í Reykjanesbæ var tæpum sjö prósentustigum minni klukkan fimm í dag en á sama tíma fyrir fjórum árum. Hún var um 31,6% en var 38,2% árið 2014. Hildur Ellertsdóttir, formaður kjörstjórnar, segist ekki kunna skýringar á þessari döpru kjörsókn en hún sakni þess að sjá konurnar flykkjast á kjörstað sem oft mæti betur síðdegis en fyrri partinn.
Fjármálastjóri borgarinnar hnýtir í úttekt SA
Birgir Björn Sigurjónsson, fjármálastjóri Reykjavíkurborgar, er ekki par hrifinn af samantekt sem Samtök atvinnulífsins gerðu um tólf stærstu sveitarfélög landsins. „Um þessa samantekt hæfir að segja „betur má ef duga skal“,“ skrifar fjármálastjórinn í minnisblaði sínu til borgarstjóra sem kynnt var á fundi borgarráðs í gær en úttekt SA nefndist einmitt „Betur má ef duga skal“.
María leiðir lista Miðflokksins í Garðabæ
María Grétarsdóttir, viðskiptafræðingur og bæjarfulltrúi leiðir lista Miðflokksins í Garðabæ fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Í tilkynningu frá Miðflokknum kemur fram að framboðslisti flokksins hafi verið samþykktur og að áherslur hans verði kynntar á næstu dögum.
Fá aðgang að geymslum í Miðhrauni í dag
Fólk sem leigði geymslur í Miðhrauni í Garðabæ, sem brunnu þann 5. apríl, fær aðgang að fyrstu hæð hússins í dag. Samkvæmt upplýsingum frá VÍS fóru geymslur á efri hæðinni verr út úr brunanum. Unnið hafi verið að því gera svæðið öruggt og tólf manna teymi hafi reynt að bjarga þeim verðmætum sem hægt var á annarri hæð hússins. Dæmi séu um að myndaalbúm hafi fundist.
24.04.2018 - 12:45
Vilja breyta deiliskipulagi Bessastaða
Forsætisráðuneytið hefur sent bæjaryfirvöldum í Garðabæ bréf þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi Bessastaða. Fyrirhugaðar séu endurbætur á heimreið og aðkomusvæði forsetabústaðarins en þær fela meðal annars í sér að fjölga bílastæðum, breyta vegstæði að einkabústað forsetans og endurbætur á kirkjuhlaði. Tillaga ráðuneytisins að breyttu deiliskipulagi verður kynnt á íbúafundi í næstu viku.
18.04.2018 - 21:35