Fyrsta undanúrslitakvöld

Gríðarleg stemning á Söngvakeppninni - myndir
Það var gríðarleg stemmning á fyrra undanúrslitakvöldi Söngvakeppninnar sem haldið var í Háskólabíói í gærkvöldi. Lögin sex sem kepptu um þrjú sæti í úrslitum fengu frábærar viðtökur frá troðfullu Háskólabíói, Sturla Atlas og 101 Boys hófu kvöldið með glæsibrag og þegar Páll Óskar steig á svið til að syngja afmælislag keppninnar í ár ætlaði þakið hreinlega af húsinu, svo mikil var stemmningin.
Það byrjar í kvöld
Já, ballið byrjar svo sannarlega í kvöld en þá hefst Söngvakeppnin á RÚV. Þá verða fyrri 6 lögin sem taka þátt í keppninni flutt í beinni útsendingu frá Háskólabíói. Bein útsending í sjónvarpinu hefst kl. 20.00. Keppnin verður með óvenju glæsilegu sniði í ár af því tilefni að nú eru 30 ár liðin síðan Íslendingar tóku fyrst þátt í Eurovision.
Mynd með færslu
Enn slær Páll Óskar í gegn
Það er óhætt að segja að stiklan sem RÚV gerði við lag Páls Óskars, Vinnum þetta fyrirfram, hafi slegið í gegn. Á þeim rúma sólarhring frá því að stiklan var frumsýnd hafa 50 þúsund manns séð færsluna á Facebook síðu RÚV. Palli syngur lagið í Háskólabíói á laugardaginn í fyrstu undankeppni Söngvakeppninnar.
02.02.2016 - 12:49
Flugeldasýning frá Sturlu Atlas
„Við viljum helst ekki gefa mikið upp um hvernig þetta verður. Það er t.d. ekki búið að negla endanlega hverjir verða á sviðinu en ég get lofað að þetta verður mikið show. Sannkölluð flugeldasýning“ segir tónlistarmaðurinn Sturla Atlas en hann kemur fram á fyrra undanúrslitakvöldi Söngvakeppninnar í Háskólabíó.