Biden segist ekki hafa þegið eyri frá erlendum ríkjum

Biden segist ekki hafa þegið eyri frá erlendum ríkjum

Donald Trump Bandaríkjaforseti og Joe Biden tókust á í kvöld í síðustu kappræðunum í aðdraganda forsetakosninganna í nóvember. Kappræðurnar fóru fram í Nashville í Tennesee og voru…
Lesa meira
Biden segist ekki hafa þegið eyri frá erlendum ríkjum
Upplýsingar geta hægt á langtíma rannsóknum á bóluefni

Upplýsingar geta hægt á langtíma rannsóknum á bóluefni

Venjan er sú að fólk sem fær lyfleysu þegar verið er að prófa nýtt lyf eða…
Lesa meira
Upplýsingar geta hægt á langtíma rannsóknum á bóluefni
Herða fóstureyðingalöggjöf enn frekar í Póllandi

Herða fóstureyðingalöggjöf enn frekar í Póllandi

Stjórnarskrárdómstóll Póllands hefur úrskurðað að fóstureyðingar á grundvelli…
Lesa meira
Herða fóstureyðingalöggjöf enn frekar í Póllandi
Í BEINNI
Trump og Biden mætast öðru sinni
Í BEINNI

Trump og Biden mætast öðru sinni

Joe Biden, frambjóðandi Demókrata, er með forystu á Donald Trump samkvæmt…
Lesa meira
Trump og Biden mætast öðru sinni
Kastljós
Nánast ógerningur að setja reglur fyrir alla starfsemi
Kastljós

Nánast ógerningur að setja reglur fyrir alla starfsemi

„Ég þarf að hafa meira samræmi í mínum minnisblöðum og tillögum og ég held að…
Lesa meira
Nánast ógerningur að setja reglur fyrir alla starfsemi

Fréttatímar

Fréttaþættir

Myndskeið
Hverjar voru tillögur stjórnlagaráðs?
Þjóðin greiddi atkvæði þann 20. október 2012 um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnskipunarlaga og tiltekin álitaefni í tengslum við þær. Þann 24. maí sama ár hafði Alþingi samþykkt þingsályktunartillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem var kveðið á um spurningarnar sex sem bornar voru upp í atkvæðagreiðslunni.
22.10.2020 - 14:53
Dómsmálanefndin samþykkti tilnefningu Barrett
Dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings samþykkti í dag fyrir sitt leyti að Amy Coney Barrett dómari taki sæti í hæstarétti Bandaríkjanna. Donald Trump forseti tilnefndi hana skömmu eftir að Ruth Bader Ginsburg dómari féll frá af völdum krabbameins.
22.10.2020 - 14:51
„Þurfum að vera samhentari og skýrari í framsetningu“
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi Almannavarna í dag að hann og ráðuneytið þyrftu að draga lærdóm af þeim óróa sem upp hefði komið í samfélaginu vegna ósamræmis og óvissu í kringum tvær nýjustu reglugerðir heilbrigðisráðuneytisins og minnisblað hans vegna þeirra. Hann og ráðuneytið þyrftu að vera samhentari og skýrari í framsetningu í framtíðinni.
Kveikur
Þurfum að vanda okkur gífurlega í minnst sex vikur enn
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segist hafa trú á að Íslendingar geti komist mjög nálægt því að útrýma veirunni líkt og í vor. Hann segir að lærdómurinn af þriðju bylgju sé að vafasamt sé að anda miklu léttar bara af því að tilfellum sem greinast daglega fækki mjög mikið.
22.10.2020 - 14:21
Hariri falið að mynda ríkisstjórn í Líbanon
Forseti Líbanons fól í dag Saad Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra, að mynda nýja ríkisstjórn. Meirihluti þingmanna á líbanska þinginu féllst á tilnefninguna. Nýja stjórnin verður skipuð sérfræðingum.
22.10.2020 - 14:07
Minni skjálftavirkni - óvíst hvað það merkir
Talsvert hefur dregið úr skjálftavirkni á Reykjanesskaga undanfarinn sólarhring, en þar varð jarðskjálfti 5,6 að stærð í fyrradag.  Um 100 skjálftar hafa mælst á svæðinu frá miðnætti, þar af sjö skjálftar af stærðinni 2 og stærri. Sigríður Magnea Óskarsdóttir jarðvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir ekki hægt að segja til um hvort þetta merki að skjálftahrinunni sé að linna, eða hvort þetta sé fyrirboði annars stórs skjálfta. 
Rudy Giuliani í umdeildu atriði í nýrri Borat-mynd
Rudy Giuliani, lögmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir að myndband þar sem hann liggur uppi í rúmi á hótelherbergi og ung kona stendur yfir honum, úr nýrri kvikmynd um sjónvarpsmanninn Borat, sé augljós fölsun
22.10.2020 - 13:22
Írar eiga að halda sig heima næstu vikur
Rekstur fjölmargra fyrirtækja stöðvaðist í dag víðs vegar um Írland vegna ströngustu sóttvarnaraðgerða sem gripið hefur verið til í Evrópu í þessari bylgju kórónuveirufaraldursins. Landsmönnum, fimm milljónum talsins, hefur verið skipað að halda sig sem mest heima næstu sex vikur.
22.10.2020 - 13:13
Obama blandar sér í slaginn
Barack Obama, fyrrverandi forseti, tók í gærkvöld í fyrsta sinn beinan þátt í kosningabaráttunni fyrir kosningarnar í Bandaríkjunum 3. nóvember er hann ávarpaði kjósendur í Fíladelfíu, stærstu borg Pennsylvaníuríkis. Þar hvatti hann almenning til að nýta atkvæðisréttinn og sagði að Joe Biden og Kamala Harris, frambjóðendur Demókrata í forsetaskosningunum, gætu leitt þjóðina úr þessum myrku tímum. 
Riðan í Skagafirði hefur áhrif á búskap í Eyjafirði
Riðan á Stóru Ökrum 1 í Skagafirði hefur mikil áhrif á búskap sauðfjárbænda í Eyjafirði, sem tilheyra sama varnarhólfi. Haustið er helsti tími viðskipta með líflömb en slíkir flutningar milli bæja eru nú bannaðir.
22.10.2020 - 12:52
EFTA og Bretar semja um viðskipti eftir Brexit
Bretar og EFTA ríkin hafa náð bráðabirgðasamkomulagi um viðskipti eftir að Bretar yfirgefa Evrópusambandið endanlega um áramótin, að því er AFP fréttastofan segir.  Samningurinn tekur til viðskipta Bretlands við Ísland, Liechtenstein, Noreg og Sviss. AFP fréttastofan hefur eftir talsmanni alþjóðaviðskiptaráðuneytisins í Lundúnum að samkvæmt bráðabirgðasamningunum verði langstærsti hluti viðskipta Breta og EFTA-ríkjanna tollfrjáls áfram.
22.10.2020 - 12:38
Erlent · Evrópa · Stjórnmál · Brexit · ESB · Evrópusambandið · EFTA
Lögreglan sýni að hún þjóni öllum sem hér búa og dvelja
„Það er alveg skýrt, haturstákn og sjónarmið verða ekki liðin innan lögreglunnar, ekki nú né framvegis. Ef við þurfum að auka menntun eða taka á því með einhverjum hætti sem yfirstjórn lögreglunnar telur rétt, þá gerum við það,“ skrifar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra í færslu á Twitter í dag.
Mynd með færslu
Í BEINNI
Hádegisfréttir: Lítið má út af bregða
33 kórónuveirusmit greindust innanlands í gær. Af þeim sem greindust voru 20 í sóttkví. Þórólfur Guðnason segir að sóttin sé að láta undan, en lítið megi út af bregða til að hún blossi ekki upp. 
22.10.2020 - 12:20
Þórólfur: Of snemmt að hrósa happi
Faraldurinn er hægt og bítandi að ganga niður. Þótt megi hrósa happi núna er sigurinn í baráttunni við kórónuveiruna ekki í höfn og áfram þarf að viðhalda sóttvarnaaðgerðum og lítið má út af bregða til að hér komi upp hópsýkingar. Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi Almannavarna og ríkislögreglustjóra í morgun. 
22.10.2020 - 11:42
Myndskeið
Þurfi að ræða fjárhagslegt sjálfstæði sveitarfélaga
„Er það þess virði að standa fjárhagslega svona sjálfstæð, með sjálfstæða tekjustofna, þegar betur er skoðað?,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra um sveitarfélögin í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun.
Morgunvaktin
Heimsglugginn: Minntust Samuel Paty í París
Emmanuel Macron Frakklandsforseti hélt í gærkvöldi ræðu við minningarathöfn um Samuel Paty, sem myrtur var í hryðjuverkaárás í síðustu viku. Forsetinn sæmdi Paty sömuleiðis æðstu orðu Frakklands, Légion d'honneur.
Sveinn sýknaður vegna sölu afurða af heimaslátruðu
Sveinn Margeirsson, fyrrverandi forstjóri Matís og núverandi sveitarstjóri í Skútustaðahreppi, var sýknaður í Héraðsdómi Norðurlands vestra á þriðjudaginn. Ákæruvaldið höfðaði mál gegn honum fyrir að selja og dreifa fersku lambakjöt á bændamarkaði á Hofsósi haustið 2018. Gripunum hafði verið slátrað utan löggilts sláturhúss.
Aldrei fleiri mannslát í eldsvoðum
„Það hafa komið upp samtals 201 bruni það sem af er ári. Þar af 43 sem við flokkum sem F1, eða útkall í hæsta forgangi. Það gefur okkur vísbendingu um hvort bruninn er mikill eða alvarlegur. Brunar þar sem fólk hefur látið lífið eru fjórir, þeir hafa kostað sex manneskjur lífið, því miður,“ segir Eyrún Viktorsdóttir forvarnafulltrúi brunavarnarsviðs Húsnæðis og mannvirkjastofnunar. „Það hafa ekki orðið svona mörg mannslát af völdum eldsvoða á Íslandi síðan einhverntíman fyrir 1980,“ segir hún.
22.10.2020 - 11:10
33 innanlandssmit - 20 voru í sóttkví
33 ný innanlandssmit greindust hér á landi í gær. 20 þeirra voru í sóttkví við greiningu. Það er minna en í gær og nýgengi innanlandssmita, er nú 248,7 sem er talsvert lægra en í gær. 21 er á sjúkrahúsi og þrír á gjörgæslu með COVID-19.
Bjóða Hótel Sögu og Natura hótelið fyrir sjúklinga
Bændasamtökin hafa undirritað viljayfirlýsingu við fyrirtækið Heilsuvernd, og boðið afnot af Hótel Sögu til þess að taka við sjúklingum af Landspítalanum, í þeim tilgangi að létta á álaginu á spítalanum. Hið sama hafa Icelandair hótelin gert, en þau hafa boðið Icelandair hótel Reykjavík Natura, sem áður hét Hótel Loftleiðir, í sama tilgangi.
Lögregla kemur á fund allsherjarnefndar vegna fánanna
Beiðni Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata, um að fulltrúar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og ríkislögreglustjóra komi á fund allsherjar-og menntamálanefndar til að ræða rasisma innan lögreglunnar og aðferðir til þess að sporna við honum, var samþykkt á fundi nefndarinnar í morgun.
Myndskeið
Fimm í farsóttarhúsi í Önundarfirði
22 skipverjar á 25 á togaranum Júlíusi Geirmundssyni hafa greinst með COVID-19 og níu þeirra hafa þróað með sér mótefni. Sjómennirnir fengu að fara í land í dag.
22.10.2020 - 10:46
COVID-19
Upplýsingafundur almannavarna vegna COVID-19
Upplýsingafundur almannavarna vegna kórónuveirufaraldursins verður klukkan 11. Þar fer þríeykið yfir stöðu mála og nýjustu upplýsingar veittar. Sýnt verður beint frá fundinum á RÚV, ruv.is og honum útvarpað beint á Rás 2. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinni textalýsingu hér að neðan.
Mesti slaki á vinnumarkaði í fimm ár
9.900 voru atvinnulaus í september sem er 4,9% af vinnuaflinu. Samtals voru 207.100 einstaklingar á aldrinum 16-74 ára að jafnaði á vinnumarkaði í september. Það jafngildir 79,2% atvinnuþátttöku. Áætlað hlutfall starfandi fólks af mannfjölda var 76,0%.
Gul viðvörun vegna austan storms
Veðurstofan hefur gefið út gula veðurviðvörun vegna austan storms á Suðurlandi undir Eyjafjöllum og á Suðausturlandi, einkum í Öræfum og Mýrdal, í kvöld og í nótt. Spáð er austan 18-23 m/s og vindhviðum staðbundið yfir 35 m/s. Ökumönnum á ökutækjum sem taka á sig mikinn vind er bent á að fara varlega.
22.10.2020 - 09:43