Fréttatímar

Fréttaþættir

Máttu alls ekki við þessu áfalli
Héðinn Halldórsson, fyrrverandi fréttamaður, bjó um árabil í Beirút og segir líbönsku þjóðina alls ekki mega við áfallinu af sprengingunum. Héðinn segir mikinn óróa vera í landinu og það hafi í raun verið á barmi algers efnahagshruns.
05.08.2020 - 13:06
Fermingar enn fyrirhugaðar
Enn stendur til að fermingar fari fram í haust að óbreyttu. Þó gætu auknar samkomutakmarkanir sett strik í reikninginn.
Mikið manntjón í Beirút
Vitað er að meira en 100 létu lífið í tveimur miklum sprengingum við höfnina í Beirút, höfuðborg Líbanons, í gær. Líklega hafa mun fleiri látist. Yfir fjögur þúsund særðust í sprengingunni. Margir eru alvarlega sárir.
05.08.2020 - 12:45
Meðferð ammóníum-nítrats örugg hér á landi
Ammoníum-nítrat, efnið sem olli spengingunni í Beirút í gær, hefur ekki verið framleitt hér á landi síðan framleiðslu í Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi var hætt rétt eftir aldamót. Þetta segir Guðmundur Mar Magnússon, sérfræðingur á öryggis- og tæknisviði Vinnueftirlitsins, í samtali við fréttastofu.
Brunarannsókn miðar vel - gæsluvarðhald til 11. ágúst
Rannsókn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á bruna á Bræðraborgarstíg í Reykjavík 25. júní síðastliðinn miðar vel og er hún langt komin. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Karlmaður á sjötugsaldri var handtekinn daginn sem eldurinn kom upp og hefur hann verið í haldi lögreglu síðan þá á grundvelli rannsóknarhagsmuna.
Óttast að mannfall í Beirút sé mun meira
Staðfest hefur verið að minnst eitt hundrað séu látin eftir sprenginguna við höfnina í Beirút, höfuðborg Líbanons, í gær. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segist hafa áhyggjur af því að manntjónið sé mun meira því fjölmargra sé saknað.
05.08.2020 - 12:22
 · Beirút · Líbanon
Var hætt kominn í vatnsmikilli á
Vart mátti tæpara standa í morgun þegar erlendum ferðamanni var bjargað úr jeppa í Kaldaklofskvísl við Hvanngil. Ökumaðurinn hafði fest bíl sinn, sem er óbreyttur jeppi, í ánni. Áin er óvenju vatnsmikil og það flæddi inn í bílinn, sem var farinn að grafast niður þegar björgunarsveitir frá Hellu og Hvolsvelli komu á vettvang. Þá hafði ökumaðurinn verið á þaki bílsins í tvo klukkutíma. Vel gekk að koma honum í land.
05.08.2020 - 12:20
Mynd með færslu
Í BEINNI
Hádegisfréttir: Óttast að manntjón í Beirút sé meira
Gríðarlegt tjón varð í tveimur sprengingum í Beirút, höfuðborg Líbanons í gær. Vitað er að meira en 100 létu lífið og yfir fjögur þúsund særðust, margir alvarlega. Utanríkisráðherra Íslands óttast að manntjón sé mun meira. Verið er að meta hvernig neyðaraðstoð Íslendinga nýtist best. 
05.08.2020 - 12:16
Þjóðvegurinn lokaður við Þvottárskriður vegna aurskriðu
Vegurinn um Þvottárskriður er nú lokaður vegna aurskriðu. Búist er við að það taki langan tíma að opna veginn aftur og nánari upplýsingar gætu legið fyrir um kl 16.00, segir í tilkynningu frá Vegagerðinni
05.08.2020 - 11:51
Einn slasaðist og Eyjafjörður án rafmagns
Skammhlaup varð í tengivirkinu á Rangárvöllum ofan Akureyrar í morgun. Einn var fluttur á sjúkrahús og allur Eyjafjörður er án rafmagns.
05.08.2020 - 11:41
Hugaðu að andlegri heilsu í samskiptafjarlægðinni
Hertar aðgerðir vegna Covid-19 geta nú, eins og áður, haft mikil áhrif á andlega líðan. Í samkomubanninu í vor komu fulltrúar frá Geðfræðslufélaginu Hugrúnu í heimsókn í Núllstillinguna og gáfu góð ráð sem tilvalið er að rifja upp núna þegar viðhalda þarf samskiptafjarlægð og margir stærri viðburðir hafa verið blásnir af.
05.08.2020 - 11:37
Myndband
Allt að 300.000 manns misstu heimili sín í Beirút
Talið er að allt að 300.000 manns hafi misst heimili sín í sprengingum á hafnarsvæðinu í Beirút í Líbanon í gær. Eyðileggingin í borginni í gríðarlega mikil og minnir helst á stríðssvæði. Yfir hundrað manns fórust og á fimmta þúsund slösuðust, mörg alvarlega.
05.08.2020 - 11:20
Erlent · Líbanon · Asía · Beirút
Níu ný smit innanlands
Níu ný smit greindust innanlands í gær, öll á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans, en þar voru skimaðir 436. Enn er óvíst hversu margir þeirra smituðu voru í sóttkví.
Rafmagnslaust víða á Norðurlandi
Rafmagnslaust er í öllum Eyjafirðinum, Vaðlaheiði og á Akureyri. Rafmagnslaust varð á sjúkrahúsinu á Akureyri. Það er nú keyrt á varafli. Einnig er rafmagnslaust víða í miðbænum.
05.08.2020 - 11:08
Heildarframlög til menntamála námu rúmum 200 milljörðum
Heildarframlög hins opinbera til fræðslu- og menntamála í fyrra voru rúmir 200 milljarðar eða 203.817 milljónir, miðað við um190 milljarða 2018 og og tæplega 180 milljarða árið 2017. Þetta kemur fram í nýjum tölum Hagstofunnar.
Heimsótti ókunnuga stúlku og söng ástarlag til hennar
„Þetta var algjört stalker móment,“ segir Hreimur Örn Heimisson sem þekkti ekki stelpuna sem hann hafði verið að gjóa augum til, en þegar kom að því að semja íslenskan texta við nýtt ástarlag hugsaði hann til hennar og orti Dreymir sem er ein af þekktari ballöðum Lands og sona. Vinur Hreims sannfærði hann um að freista gæfunnar og banka upp á hjá stúlkunni með gítarinn.
Snyrtifræðingar laga sig að breyttum veruleika
Margar snyrtistofur landsins hafa í bili hætt að bjóða upp á andlitsmeðferðir, svo sem húðhreinsun. Þetta er gert vegna reglna um tveggja metra samskiptafjarlægð og grímunotkun. Hertar reglur tóku gildi í byrjun mánaðar um að alls staðar þar sem tveggja metra fjarlægð er ekki möguleg skuli fólk bera andlitsgrímur fyrir vitum sér.
05.08.2020 - 10:10
2,5% af opinberum útgjöldum fóru til menningarmála
Opinber útgjöld til menningarmála hér á landi námu 2,5% af heildarútgjöldum ársins 2018 og 0,5% heildarútgjalda var varið til fjölmiðla. Langstærsti útgjaldaliður ríkisins til fjölmiðlunar rann til Ríkisútvarpsins. Ísland er í þriðja sæti yfir þau lönd í Evrópu sem verja mestu til menningar. Þetta kemur fram í nýjum tölum Hagstofu Íslands.
Þrýstir á færsluhirða að fara „sanngjarnari“ leið
Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir enga málefnalega ástæðu fyrir því að færsluhirðar haldi eftir prósentu af veittri þjónustu fyrirtækja í lengri tíma. Jóhannes Þór var gestur í Morgunútvarpi Rásar 2.
05.08.2020 - 09:42
Ekki er vitað um neina Íslendinga í Líbanon
Ekki er vitað til þess að neinir Íslendingar hafi verið staddir í Beirút, höfuðborg Líbanons, í gær þegar þar urðu tvær mjög öflugar sprengingar, samkvæmt upplýsingum frá borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins. Ekki er heldur vitað til þess að neinir Íslendingar dvelji í landinu sem stendur. Mun færri ferðast um heiminn nú en alla jafna vegna COVID-19 faraldursins. Sendiráð Íslands í París í Frakklandi fer með fyrirsvar Íslands gagnvart Líbanon.
05.08.2020 - 09:25
Erlent · Beirút · Líbanon · Asía
Langar að leika fleiri dramahlutverk
„Ég ætlaði að verða leikstjóri. Ég var alveg harðákveðinn í því. Ég var mjög ungur þegar ég ákvað að verða leikstjóri,“ segir Steinþór Hróar Steinþórsson, eða Steindi Jr. eins og hann er jafnan kallaður. 
05.08.2020 - 08:56
Met í bíla- og tækjalánum í sumar
Met var slegið í júní hjá Landsbankanum í lánum til bíla- og tækjakaupa. Samtals lánaði bankinn 1.198 milljónir í þessum flokki og hefur aldrei svo mikið verið lánað í einum mánuði.
05.08.2020 - 07:38
Viðtal
9% þeirra sem greindust með COVID-19 ekki með mótefni
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir engin merki um að mótefni gegn COVID-19 minnki fljótt eftir að fólki batnar. Níu prósent þeirra sem greindust smituð eru ekki með mótefni.
05.08.2020 - 07:00
Grunur um salmonellu í kjúklingi
Matvælastofnun varar við neyslu á ferskum kjúklingi frá Reykjagarði vegna gruns um salmonellu. Kjúklingurinn er seldur undir merkjum Holta, Kjörfugls og Krónunnar og er seldur heill, í bringum, lundum og bitum.
05.08.2020 - 06:39
Sex hafa látist af völdum stormsins Isaias
Minnst sex hafa látið lífið á norðausturströnd Bandaríkjanna, þar sem hitabeltisstormurinn Isaias geisar nú af ógnarkrafti. Stormurinn skall á austurströndinni í gær og hefur valdið þar miklu tjóni. Tvö létust þegar hvirfilbylur þeytti húsbíl langar leiðir, ein kona dó þegar flóð hrifsaði bílinn sem hún ók og tré sem stormurinn felldi hafa orðið þremur að fjörtjóni.
05.08.2020 - 06:24