Öflug sprenging á iðnaðarsvæði í Þýskalandi
Einn hefur fundist látinn og fjögurra er saknað eftir öfluga sprengingu á iðnaðarsvæði skammt frá Leverkusen í Nordrhein-Westfalen í Þýskalandi í dag. Margir slösuðust, þar af að minnsta kosti tveir alvarlega. Fyrirtæki í efnaiðnaði eru á svæðinu. Hættuástandi hefur verið lýst yfir.
27.07.2021 - 10:34
Stóraukin framlög til flokka og víða vænn kosningaforði
Framlög ríkisins til stjórnmálaflokka hafa stóraukist á síðastliðnum árum. Sjálfstæðisflokkurinn er sá stjórnmálaflokkur sem stóð sterkast að vígi fjárhagslega í árslok 2019 og er líklega með besta kosningaforðann nú. Næstbest stóð Samfylkingin en minnst var í veski Sósíalistaflokksins. 
Á hendi yfirvalda hvort lík Johns Snorra verði sótt
Leitin að John Snorra Sigurjónssyni, Muhammad Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr í hlíðum K2 bar árangur í gær þegar lík þeirra fundust. Í tilkynningu frá fjölskyldu Johns Snorra segir að nú sé það alfarið á hendi pakistanskra yfirvalda hvort reynt verði að ná líkum þeirra niður af fjallinu.
27.07.2021 - 08:31
Dæmdur fyrir brot gegn öryggislögum Hong Kong
Dómur hefur fallið í máli fyrsta íbúa Hong Kong til að vera kærður fyrir brot gegn nýjum öryggislögum. Hinn 24 ára gamli Tong Ying-kit var dæmdur sekur í dag eftir að hafa ekið mótorhjóli inn í hóp lögreglumanna vopnaður byltingarfána.
27.07.2021 - 08:08
Hertar landamærareglur tóku gildi á miðnætti
Á miðnætti tóku gildi nýjar og hertar reglur á landamærunum sem ríkisstjórnin samþykkti fyrir viku.
Sextán ára gripinn við innbrot í gáma
Hinn langi armur laganna náði í nótt í skottið á 16 ára gömlum dreng eftir að tilkynnt hafði verið um grunsamlegar mannaferðir á byggingasvæði. Ungi maðurinn var gripinn glóðvolgur við að reyna að brjótast inn í gáma. Lögregla færði drenginn á lögreglustöð, hringdi í móður hans og ók honum síðan heim.
27.07.2021 - 06:54
Þurrt og bjart á suðvesturhorninu
Veðurmynstrið sem Íslendingar hafa vanist undanfarnar vikur hefur nú snúist við. Samkvæmt Hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar verður lengst af þurrt og bjart á suðvestanverðu landinu í dag en rigning og þokusúld á norðausturlandi þar sem veðrið hefur leikið við íbúa undanfarin mánuð eða svo.
27.07.2021 - 06:46
Búast við því að Sydney verði lokuð vikum saman
Íbúar í Sydney, fjölmennustu borg Ástralíu, mega eiga von á því að lokanir og útgöngubann vari áfram vikum og jafnvel mánuðum saman. Yfir 170 COVID-19 smit greinast þar að meðaltali á dag. Íbúar í nokkrum fjölbýlishúsum í borginni, þar sem smit eru útbreidd, fá ekki að fara út fyrir hússins dyr og stendur lögregla vörð um blokkirnar til gæta þess að enginn rjúfi útgöngubannið.
Leiðtogar Norður- og Suður-Kóreu ræðast við að nýju
Stjórnvöld í Norður- og Suður-Kóreu greindu frá því í morgun að ríkin hefðu tekið upp samskipti að nýju, rúmu ári eftir að Norður-Kóreumenn lokuðu á allar opinberar samskiptaleiðir milli ríkjanna. Í tilkynningu frá forsetaskrifstofu Suður-Kóreu segir að leiðtogarnir hafi átt í bréfasamskiptum síðan í vor, sem leiddu til þessarar niðurstöðu.
27.07.2021 - 05:52
Hraunið rennur meira í austurátt og niður í Meradali
Töluverður gangur hefur verið í eldgosinu við Fagradalsfjall í kvöld og nótt, og það hefur sést afar vel frá höfuðborgarsvæðinu. Böðvar Sveinsson, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir virknina svipaða og verið hefur, hún liggi niðri í 7 - 13 tíma og svo gjósi álíka lengi á milli. Til að sjá, með augum leikmanns, virðist þó sem nokkur breyting hafi orðið á gosinu; að jafnvel glitti í tvo lítil gosop austur, niður og jafnvel norður af stóra gígnum.
Yfir 20.000 eldingar yfir Skagerak og Suður-Noregi
Þúsundum eldinga laust niður í sunnanverðum Noregi og á Skagerak í kvöld þegar ógurlegt skrugguveður gekk þar yfir með hellirigningu í farteskinu. Um 4.000 heimili í Ögðum voru rafmagnslaus þegar mest var. Á vef norska ríkisútvarpsins NRK segir að í kvöld og nótt hafi um það bil 24.000 eldingar verið skráðar á og yfir Skagerak í Danmörku, Rogalandi, Ögðum og Austurlandi í Noregi og hafsvæðinu þar á milli, þótt þeim hafi ekki öllum slegið niður.
27.07.2021 - 03:29
Erlent · Evrópa · Náttúra · Veður · Noregur · Danmörk
Kallar Bandaríkjaher heim frá Írak -- en þó ekki
Hlutverk Bandaríkjahers í Írak mun breytast nokkuð frá áramótum, samkvæmt samkomulagi ríkjanna sem kynnt var á fréttamannafundi eftir viðræður Joes Bidens, Bandaríkjaforseta, og Mustafas al-Kadhimis í Hvíta húsinu í gær. Fjöldi bandarískra hermanna í landinu mun þó að líkindum ekki breytast til muna.
27.07.2021 - 01:27
Yfirmaður öryggismála Haítíforseta handtekinn
Lögregla á Haítí tilkynnti í dag að hún hefði handtekið yfirmann öryggisgæslu Jovenels Moise, forseta Haítí, sem ráðinn var af dögum fyrir skemmstu. Talskona lögreglunnar, Marie Michelle Verrier, staðfesti í samtali við AFP-fréttastofuna að Jean Laguel Civil, yfirmaður öryggismála hjá forsetaembættinu, hafi verið handtekinn, grunaður um aðild að samsæri um morðið á forsetanum á heimili hans í Port Au Prince aðfaranótt 7. júlí.
Listi Miðflokks í Reykjavík-suður samþykktur
Framboðslisti Miðflokksfélags Reykjavíkur suður var samþykktur á félagsfundi í kvöld. Efsta sæti listans skipar Fjóla Hrund Björnsdóttir, stjórnmálafræðingur.
Þjóðhátíð 2021 frestað
Hörður Orri Grettisson, formaður Þjóðhátíðarnefndar ÍBV, sendi rétt í þessu frá sér tilkynningu þess efnis að Þjóðhátíð 2021 væri frestað. Ekki er þó enn útséð um að hún verði haldin síðar í sumar eða haust.
26.07.2021 - 20:28
Stjórnendur búða meta sjálfir hvort bera þurfi grímu
Heilbrigðisráðuneytið hefur skerpt á reglugerð um grímuskyldu, þannig að ekki er lengur gerð krafa um vel loftræst rými, heldur eingöngu að hægt sé að uppfylla nándartakmarkanir. Ef ekki er hægt að tryggja eins metra fjarlægð milli viðskiptavina er skylda að vera með grímu. Eigendur stærri verslana verða sjálfir að meta hvort nauðsynlegt er fyrir viðskiptavini að bera grímu.
26.07.2021 - 19:31
Persónuvernd fær mörg erindi tengd myndbandsupptökum
Reglur um myndbandsupptökur eru skýrar að mati Persónuverndar en talsvert skortir á að fólk geri sér grein fyrir hverjar þær eru. Fjölmörg erindi og kvartanir berast vikulega til Persónuverndar vegna þessa.
Óráðlegt að nota dróna til að eyða skýjum hér við land
Stjórnvöld í Dubai notuðu nýverið flugsveit dróna til að framkalla rigningu þegar veður gerðist óþægilega heitt og þurrt. Ýmsum gæti eflaust hugnast að stjórna veðrinu hér á landi og fjölga sólardögum með aðstoð rafmagnaðra dróna en veðurfræðingur segir að það sé ekki heppilegt í framkvæmd.
26.07.2021 - 19:09
Sjónvarpsfrétt
Barnshafandi konur hvattar til að þiggja bólusetningu
Barnshafandi konur hér á landi verða hvattar til að þiggja bólusetningu við COVID-19 í breyttum leiðbeiningum heilbrigðisyfirvalda. Yfirlæknir fæðingarþjónustu Landspítalans segir ekkert benda til þess að bóluefnið sé skaðlegt á meðgöngu. 
26.07.2021 - 19:00
Mynd með færslu
Í BEINNI
Kvöldfréttir: Mælt með bólusetningu barnshafandi kvenna
Smitrakning gengur hægt vegna fjölgunar smita og margir fullbólusettir eru ósáttir við að þurfa í sóttkví. Framvegis verður mælt með að þungaðar konur fari í bólusetningu.
26.07.2021 - 18:40
Síðdegisútvarpið
Langflestir á göngudeild COVID með væg einkenni 
Yfir 600 manns eru nú í einangrun með COVID-19 og því hefur róðurinn tekið að þyngjast hjá göngudeild COVID sem hefur eftirlit með smituðum. Runólfur Pálsson, einn af yfirmönnum deildarinnar, segir stöðuna þó vera allt aðra en í fyrri bylgjum faraldursins þar sem að langflestir hinna smituðu séu með væg einkenni þökk sé bólusetningum.
26.07.2021 - 18:36
Myndskeið
Bólusett fólk ósátt við að fara í sóttkví
Smitrakning vegna COVID heldur ekki í við ný smit - bæði vegna mikillar fjölgunar smita á skömmum tíma og vegna þess að margt bólusett fólk er mjög ósátt við að þurfa að fara í sóttkví.
26.07.2021 - 17:02
Skólayfirvöld í Reykjavík bíða átekta
Skólayfirvöld í Reykjavík bíða átekta með að ákveða skipulag skólahalds síðsumars þar til í ljós kemur hvort fjórða bylgja kórónuveirufaraldursins hjaðnar eða ekki.
Mikill viðbúnaður í Lundúnum vegna flóða
Talsverður viðbúnaður er nú í Lundúnum vegna flóða eftir þrumuveður og úrhelli í borginni í gær. Flætt hefur inn á bráðadeildir á tveimur sjúkrahúsum í austurhluta Lundúna og beina þau nú sjúklingum og gestum á aðrar stofnanir í borginni. Ekkert rafmagn er á öðru þeirra.
26.07.2021 - 16:29
Ferðareglur erlendis geta breyst mjög hratt
Fyrirspurnum til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins vegna ferðalaga Íslendinga til útlanda hefur fjölgað undanfarna daga eftir að Covid smitum fjölgaði. 
26.07.2021 - 16:19