Nýr meirihluti væntanlegur á Akureyri
Fulltrúi Miðflokksins á Akureyri segir að viðræður á milli fjögurra flokka um meirihlutasamstarf gangi vel. Hann gerir ráð fyrir að meirihluti verði kominn fljótlega upp úr helgi.
Óska eftir samráði um umdeilt frumvarp
Mikilvægt er að stjórnvöld hafi samráð við fagaðila um umdeilt frumvarp til útlendingamála, segir Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi. Fimmtán samtök og stofnanir skora á ríkisstjórnina að dýpka samráð og ná faglegri sátt um útlendingalög. Umdeilt frumvarp að útlendingalögum var tekið til fyrstu umræðu á Alþingi í vikunni.
19.05.2022 - 11:40
Níu á Landspítala með COVID-19
Þeim sem liggja á spítala með Covid-19 hefur aftur fjölgað, eru níu en voru tveir í byrjun maímánaðar. Þegar hámarki faraldursins var náð, voru alls 88 á spítala með sjúkdóminn.
Sigurður vill bæta stöðu leigjenda og brunavarnir
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur mælt fyrir frumvarpi á Alþingi um breytingu á húsaleigulögum. Er markmið lagabreytingarinnar að bæta réttarstöðu leigjenda og brunavarnir í leiguhúsnæði.
Heimsglugginn
Sjötta hvert dauðsfall vegna mengunar
Skýrsla the Lancet Commission bendir til þess að dauðsföll vegna megnunar hafi verið vanmetin. Í skýrslunni segir að rekja megi sjötta hvert dauðsfall í heiminum árið 2019 til mengunar, langmest loftmengunar. 
19.05.2022 - 10:06
Myndskeið
Bush ruglaði saman Írak og Úkraínu
George W. Bush, fyrrverandi bandaríkjaforseti, fordæmdi innrás Rússa í Úkraínu í ræðu sem hann flutti í Dallas í Texas í gærkvöld. Ræðan hefur farið sem eldur í sinu um netheima því Bush ruglaði saman Írak og Úkraínu. Hann var fljótur að leiðrétta vitleysuna og sagðist greinilega vera farinn að kalka, en hann er orðinn 75 ára.
19.05.2022 - 10:05
Myndband
Menguðum jarðvegi sturtað í fjöruna á Fáskrúðsfirði
Menguðum jarðvegi er sturtað í sjóinn við leirurnar í Fáskrúðsfirði og hefur verið gert í nokkurn tíma með vitund Umhverfisstofnunar og heilbrigðiseftirlits. Umhverfisstjóri Fjarðabyggðar segir að nú sé mælirinn fullur enda geti plast og olíublautt malbik skaðað viðkvæmt lífríkið.
19.05.2022 - 09:58
Slúður og afbrýðissemi sögð kveikjan að skotárás
Maðurinn, sem var dæmdur í 8 ára fangelsi vegna skotárásarinnar á Egilsstöðum í ágúst á síðasta ári, ætlaði að ganga í hjónaband með sambýliskonu sinni þremur dögum eftir skotárásina. Rannsóknargögn og matsgerðir vörpuðu ljósi á að hann hefði verið ósáttur, stressaður og afbrýðisamur vegna samskipta sambýliskonunnar við fyrrverandi eiginmann sinn og barnsföður. Slúður um að hann hefði ógnað mági sínum með skammbyssu gerði útslagið.
19.05.2022 - 09:51
Tekur undir gagnrýni Breka á bankakerfið
Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, tekur heilshugar undir gagnrýni Breka Karlssonar, formanns Neytendasamtakanna, sem birtist í viðtali í Fréttablaðinu, um að engin samkeppni ríki meðal íslensku bankanna varðandi notkun kreditkorta erlendis og að fákeppnin bitni á korthöfum. Þetta kom fram í samtali Þórólfs við Morgunútvarp Rásar 2.
19.05.2022 - 09:14
Ölvaður strípalingur í Laugardal
Laust fyrir klukkan 18 í gær var karlmaður handtekinn í Laugardalnum eftir að hafa berað sig. Viðkomandi var í mjög slæmu ástandi sökum ölvunar og vímuástands, svo slæmu að ekki reyndist unnt að ræða við hann á vettvangi. Er hann því enn í haldi lögreglu og reynt verður að ræða við hann ef víman er runnin af honum í morgunsárið. Að yfirheyrslu lokinni mun lögregla kanna hvort beita þurfi frekari þvingunarúrræðum vegna háttsemi mannsins.
19.05.2022 - 07:20
Væta í flestum landshlutum
Reikna má með austlægri átt 5 til 13 metrar á sekúndu og skúrum í flestum landshlutum, en samfelldari rigningu suðausturlands, í dag. Hiti verður 6 til 15 stig, hlýjast á Suðvesturlandi.
19.05.2022 - 06:56
Einn fórst í árás á rússneskt landamæraþorp
Minnst einn almennur borgari fórst og nokkrir særðust í stórskotaliðsárás á þorp í Kursk-héraði suðvestanvert í Rússlandi í morgun. Úkraínumenn hafa hvorki neitað né viðurkennt að standa að baki árásinni á þorpið sem er skammt frá landamærum ríkjanna.
Rússar hyggjast endurlífga fornfrægt bílamerki
Fjöldi alþjóðlegra bílaframleiðslufyrirtækja hefur yfirgefið Rússland eftir að Vladimír Pútín forseti fyrirskipaði innrás í Úkraínu 24. febrúar. Rússar hafa fundið leið til að bregðast við því og hyggjast endurlífga fornfrægt bílamerki.
Rúm 6% ungmenna ekki í vinnu, námi eða starfsþjálfun
Áætlað er að um 2.500 íslensk ungmenni á aldrinum 16 til 24 ára hafi ekki stundað atvinnu, nám eða starfsþjálfun á síðasta ári. Það jafngildir um 6,3 prósentum allra innan þess aldurshóps.
19.05.2022 - 05:40
Vilja tryggja aðgengi almennings að reiðufé
Bresk stjórnvöld heita almenningi því að reiðufé verði áfram aðgengilegt þrátt fyrir að stafrænar lausnir hafi orðið til þess að bankaútibúum er lokað í æ ríkari mæli.
Guterres hvetur Rússa til að opna hafnir Úkraínu
Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna varar við hættu á að hungur kunni að steðja að stórum hluta mannkyns verði ekki þegar brugðist við. Hann hvetur Rússa til að heimila kornflutning frá Úkraínu.
Þrettán milljónir Úkraínumanna á flótta
Alls er talið að þrettán milljónir Úkraínumanna hafi flúið heimili sín frá innrás Rússa í landið 24. febrúar. Samkvæmt því sem fram kemur á tölfræðivefnum Worldometer voru Úkraínumenn ríflega 43 milljónir um miðjan maí.
Gerði hlé á kosningabaráttu til að ganga í hjónaband
Brasilíski forsetaframbjóðandinn Luiz Inacio Lula da Silva, jafnan kallaður Lula, gerði hlé á kosningabaráttu sinni í gær og gekk að eiga unnustu sína Rosangela da Silva.
Áætlað að Færeyingar verði næstum 60 þúsund árið 2060
Færeyingum fjölgar stöðugt en enn er nokkuð langt í að eyjarskeggjar nái að verða sextíu þúsund. Hagstofa landsins áætlar að Færeyingar verði 58.374 árið 2060.
19.05.2022 - 02:00
Hútar í Jemen íhuga framlengingu vopnahléssamnings
Uppreisnarmenn Húta í Jemen íhuga nú hvort þeir séu tilbúnir að framlengja vopnahléssamning þann sem Sameinuðu þjóðirnar komu á við stjórnvöld í landinu. Samningurinn tók gildi í byrjun apríl og var ætlað að gilda í tvo mánuði eða til 2. júní.
Apabólutilfelli í Portúgal og á Spáni
Um það bil fjörutíu tilfelli af því sem talið er vera apabóluveira hafa greinst á Spáni og í Portúgal. Bretar greindu frá sjö tilfellum veikinnar í síðasta mánuði.
19.05.2022 - 00:30
Erlent · Afríka · Evrópa · Heilbrigðismál · Náttúra · Tækni og vísindi · apabóla · Spánn · Portúgal · Bretland · Veirur · Madrid · Lissabon · apar · nagdýr · Kongó · dropasmit · bólusótt
Vill að Svíar framselji hryðjuverkamenn
Forseti Tyrklands sagði Svía ekki geta búist við því að Tyrkir samþykki umsókn Svíþjóðar um aðild að NATO nema þeir framselji hryðjuverkamenn. Tyrkland er eina aðildarríkið sem hefur lagst gegn umsóknum Svía og Finna.
18.05.2022 - 23:31
Hefja formlegar viðræður um samstarf á Akureyri
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Samfylkingar og Miðflokks á Akureyri sammæltust um að hefja formlegar viðræður um myndun meirihluta á fundi í kvöld. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.
18.05.2022 - 23:02
„Gjörbætir möguleika þeirra sem glíma við ófrjósemi“
Nýju frumvarpi er ætlað að auðvelda fólki sem vill eignast barn að leita sér leiða, glími það við frjósemisvanda. Fyrsti flutningsmaður þess segir það auka umtalsvert möguleika þeirra sem þrá að eignast barn. Samkvæmt lögum um tæknifrjóvganir í dag er gerð krafa um hjónaband, eða sambúðarskráningu þeirra sem eiga, og vilja nýta fósturvísa,-ella er þeim eytt. Sérfræðingur í ófrjósemi segir eftirspurn eftir kynfrumum og fósturvísum mikla og sívaxandi.
18.05.2022 - 22:26
Verð á íslenskum fiski í Bretlandi í hæstu hæðum
Verð á íslenskum þorski og ýsu í Bretlandi er nú hærra en nokkru sinni hefur sést og hefur tvöfaldast á skömmum tíma. Verðhækkunin er vegna banns á innflutningi frá Rússlandi.
18.05.2022 - 22:00