Myndskeið
Magnað sjónarspil við nýju sprunguna í Geldingadölum
Ný sprunga opnaðist á gosstöðvunum í Geldingadölum í nótt á afmörkuðu hættusvæði. Ekki er útilokað að fleiri sprungur opnist á því svæði að sögn náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands.
10.04.2021 - 15:38
Gasmengun frá gosinu berst til höfuðborgarsvæðisins
Gasmengun frá gosstöðvunum nær nú yfir höfuðborgarsvæðið. Á fimm mælingastöðvum Umhverfisstofnunar mælist staða loftmengunar slæm eða miðlungsslæm.
Sex létu lífið í jarðskjálfta á Jövu
Að minnsta kosti sex létu lífið þegar jarðskjálfti, sex að stærð, reið yfir strönd eyjunnar Jövu í Indónesíu í dag. Upptök skjálftans eru talin vera um 45 kílómetra suðvestur af borginni Malang á Austur-Jövu.
10.04.2021 - 14:42
Sektaðir fyrir að fara út að borða í trássi við reglur
Yfir hundrað veitingahúsagestir í París voru sektaðir seint í gær fyrir að snæða á leynilegum veitingastað og brjóta þannig gegn sóttvarnareglum sem eru í gildi í Frakklandi. Umsjónarmenn veitingahússins voru handteknir. 
10.04.2021 - 14:22
Könnun sýnir bjartsýni Íslendinga til náinnar framtíðar
Íslendingar eru bjartsýnni nú á framtíðarhorfur í atvinnu- og efnahagslífi landsins en þeir voru eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á. Þetta byggir á væntingavísitölu Gallups en gildi hennar hafa mælst yfir 100 frá því í nóvember sem þýðir að fleiri séu bjartsýnir en svartsýnir á stöðuna.
Vikulokin
Kallar eftir samráði við setningu reglugerða
Formaður velferðarnefndar segir að samvinna við þá sem sjá um framkvæmd nýrrar reglugerðar heilbrigðisráðherra um aðgerðir við komuna til landsins hefðu átt að hafa meiri aðkomu að setningu hennar. Fyrri reglugerð var ekki í samræmi við lög.
Eldgos er ógurlegt afl sem bera þarf virðingu fyrir
Gosstöðvarnar í Geldingadölum verða vaktaðar frá hádegi í dag eins og til stóð þrátt fyrir að fjórða sprungan hafi opnast þar í nótt. Hraunið breiðir sífellt úr sér og því verður æ erfiðara fyrir lögreglu og björgunarsveitir að hafa yfirsýn.
Tillögur um útivist komnar til heilbrigðisráðherra
Rauði krossinn skilaði í gær tillögum til sóttvarnalæknis um hvernig hægt væri bregðast við kröfum nýrrar sóttvarnareglugerðar. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, kynnir sér aðstæður í sóttvarnahúsinu við Þórunnartún í Reykjavík í dag .
Svefnlausar nætur eftir fund með Tyrklandsforseta
Forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins segist hafa átt margar svefnlausar nætur síðan hann sat fund með Tyrklandsforseta fyrr í vikunni. Hann segist sjá eftir því að hafa ekki eftirlátið Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB, eina stólinn sem í boði var á fundinum.
Eitt innanlandssmit í gær innan sóttkvíar
Einn greindist innanlands með kórónuveiruna í gær og var sá í sóttkví við greiningu. Einn greindist við landamæraskimun.
Vakta gosstöðvarnar frá hádegi fram til miðnættis
Lögreglan og björgunarsveitir verða með vakt við gosstöðvar frá hádegi í dag eins og til stóð. Opnun fjórðu sprungunnar í nótt breytir engu þar um.
„Hræðilegt“ að kaupa sína fyrstu íbúð í dag
Kona sem nýlega keypti sína fyrstu íbúð segir hraðann á fasteignamarkaði stressandi og rifist um eignirnar. Skoðurnarmaður fasteigna segir að sölupressan sé slík að fólk hafi ekki tíma til að bíða eftir ástandsskýrslu. Formaður Neytendasamtakanna segir kaupendur í þröngri stöðu og vill sjá breytta umgjörð um fasteignaviðskipti.
10.04.2021 - 09:05
Ráðist á starfsmann hótels í Reykjavík
Lögregla var kölluð að hóteli í Reykjavík í gærkvöld eftir að ráðist var á starfsmann hótelsins. Þegar lögregla kom á staðinn var árásarmaðurinn á bak og burt.
10.04.2021 - 08:50
Hæg breytileg átt, léttskýjað en frost víða í dag
Veðurstofan spáir hægri breytilegri átt og léttskýjuðu víða um landið í dag. Talsvert frost verður í fyrstu en það þykknar síðan upp á vestanverðu landinu og hlýnar.
10.04.2021 - 08:04
Ný sprunga opnaðist í Geldingadölum í nótt
Ný sprunga opnaðist á gosstöðvunum í Geldingadölum í nótt. Að sögn náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands er talið að hún hafi opnast um klukkan þrjú í nótt. Hún er á milli þeirra tveggja sem opnuðust annan í páskum og aðfaranótt miðvikudags.
Biden skipar nefnd um umbætur á hæstarétti
Joe Biden Bandaríkjaforseti skipaði í gær nefnd sem er ætlað að kanna umbætur á hæstarétti Bandaríkjanna. Hún á meðal annars að athuga hvort fjölga eigi dómurum við dómstólinn.
10.04.2021 - 06:45
FSB gerir húsleit á heimili ritstjóra vefmiðils
Rússneskir leyniþjónustumenn gerðu húsleit á heimili rússneska blaðamannsins Roman Anine. Hann er ritstjóri rannsóknar-vefmiðilsins Vajnie historie og vann áður hjá dagblaðinu Novaya Gazeta. Nýverið voru birtar greinar á vefmiðlinum um tengsl leyniþjónustunnar við skipulagða glæpastarfsemi.
10.04.2021 - 06:06
Gas gæti hafa safnast upp við gosstöðvarnar í nótt
Búast má við gasmengun víða á Reykjanesskaga fyrir hádegi í dag. Einnig má búast við því að gasmengun hafi safnast upp við gosstöðvarnar í nótt.
Finna ekki tengsl milli bóluefnis Janssen og blóðtappa
Bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitið segist ekki hafa fundið orsakasamhengi á milli bólusetningu með bóluefni Janssen og blóðtappa. Evrópska lyfjaeftirlitið rannsakar fjögur tilfelli blóðtappa sem mynduðust eftir að viðkomandi voru bólusettir með efninu.
10.04.2021 - 04:30
Alibaba greiðir metsekt fyrir markaðsmisnotkun
Kínversk yfirvöld sektuðu vefverslunarrisann Alibaba um jafnvirði rúmlega 350 milljarða króna fyrir misnotkun á markaðsráðandi stöðu sinni. Kínverska ríkisfréttastofan Xinhua greindi frá þessu í morgun. Sektin er sú hæsta sem kínversk yfirvöld hafa beitt fyrirtæki.
10.04.2021 - 04:05
Kim óttast mikla hungursneyð
Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, sendi þau skilaboð til þjóðar sinnar að hún verði að búa sig undir erfiða tíma. Fréttastofa BBC segir hann hafa líkt stöðunni nú við hungursneyðina á tíunda áratug síðustu aldar. Talið er að hundruð þúsunda hafi þá dáið úr hungri.
10.04.2021 - 03:37
Eldgos hafið í La Soufriere
Eldgos hófst á Karíbahafseyjunni St. Vincent í gær. Eldfjallið La Soufriere spúði ösku af miklum krafti, og teygði öskuskýið sig mest upp í sex kílómetra hæð í gærmorgun að staðartíma. Hraungrýti skaust langar leiðir, og birti vefmiðillinn news784 myndbönd af manni sem tíndi upp mjög heitt hraun af svölum og húsþökum.
10.04.2021 - 01:52
Bandaríkin bíða eftir mótsvari Írans
Bandaríkjastjórn hefur borið mjög alvarlegar hugmyndir á borð til að endurvekja kjarnorkusáttmála stórveldanna við Íran. Nú bíða þau eftir mótsvari af sama alvarleika. Þetta hefur AFP fréttastofan eftir ónefndum embættismanni í Bandaríkjastjórn.
10.04.2021 - 00:53
AstraZeneca afhendir helmingi færri skammta en til stóð
Lyfjaframleiðandinn AstraZeneca hefur tilkynnt að um það bil helmingi færri skammtar bóluefnis þess verði afhentir ríkjum Evrópusambandsins í næstu viku en til stóð. Það eigi einnig við um Noreg og Ísland.
Opna og loka síðar svo njóta megi gossins í myrkrinu
Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjörns í Grindavík, segir að klukkan níu í kvöld hafi verið um 400 á bílastæðinu við Suðurstrandarveg. Enn er nokkur hópur fólks við gosstöðvarnar í Geldingadölum en í dag hafi verið jafnt streymi fólks þangað.