Vísitala íbúðaverðs hækkað um 16,6 prósent á einu ári
Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 1,2 prósent á milli mánaða í september. Síðastliðna þrjá mánuði hækkaði vísitalan um 3,8 prósent, um 9,5 prósent síðustu sex mánuði og um 16,6 prósent síðastliðna tólf mánuði. Þetta kemur fram í nýrri úttekt Þjóðskrár.
19.10.2021 - 23:15
Fleiri ungar stúlkur senda af sér nektarmyndir
Forstöðumaður Barnahúss segir það færast  í aukana að ungar stúlkur fallist á að senda nektarmyndir af sér og finnist slíkt ekkert tiltökumál. Klámáhorf sé orðið algengt, einkum hjá drengjum, alveg niður í ellefu ára aldur.
19.10.2021 - 22:19
Spegillinn
Einbeiting í akstri víðsfjarri ef talað er í síma
Margt bendir til þess að falskt öryggi felist í því að taka símtal í gegnum handfrjálsan búnað eða hljóðkerfi bílsins á meðan setið er undir stýri. Einbeitingin við aksturinn er jafnfjarri og ef símtæki er haldið upp að eyranu.
19.10.2021 - 21:30
Kastljós
Nýta ætti umframorku til að stuðla að orkuskiptum
Halla Hrund Logadóttir, orkumálastjóri, segir að Íslendingar ættu fyrst og fremst að horfa til þess á komandi árum að nýta alla umframorku til að stuðla að orkuskiptum innanlands. Þetta sagði hún í Kastljósi í kvöld.
19.10.2021 - 21:20
Kveikur
Grunnskólastelpur þrábeðnar um að senda nektarmyndir
Margar unglingsstúlkur eru endurtekið áreittar á netinu og beðnar um að senda eða selja af sér nektarmyndir. Þeir sem kaupa myndirnar og deila þeim jafnvel virðast oft ekki átta sig á að þeir hafi framið glæp.
19.10.2021 - 20:22
Kveikur
Rússneskum tundurspilli siglt í kringum Ísland
Rússnesk herskip vörðu níu dögum í íslenskri efnahagslögsögu í ágúst. Rússar vildu ekki gera grein fyrir ferðum skipanna. Tugum milljarða króna hefur verið varið til uppbyggingar í Keflavík undanfarin ár vegna breyttrar stöðu á Norður-Atlantshafi.
19.10.2021 - 20:05
Stjórnvöld hljóta að grípa inn í skerðist þjónusta
Forstjóri Fjarskiptastofu segir ekki ástæðu til að ætla annað en að  mögulegir kaupendur Mílu sjái sér hag í að halda uppi öruggri og tryggri þjónustu. Þá hljóti stjórnvöld að bregðast við ef misbrestur verði á því.
19.10.2021 - 19:59
Sjónvarpsfrétt
Enn ein skammarleg tímamót í gleymda stríðinu í Jemen
Frá því stríðið hófst í Jemen hafa fjögur börn verið drepin eða alvarlega særð á degi hverjum. Talsmaður barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna sem er nýkominn frá Jemen segir að þessi versta mannúðarkrísa heims sé að falla í gleymskunnar dá.
19.10.2021 - 19:25
Myndskeið
Ómögulegt að segja hvenær vinna nefndarinnar klárast
Undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kjörbréfa fundaði í Borgarnesi í dag. Fjöldi ónotaðra atkvæðaseðla stemmir við kjörgögn, samkvæmt talningu á seðlunum sem fram fór í morgun.
Verðhækkanir, vöruskortur og bensín í hæstu hæðum
Vöruskortur í heiminum af völdum kórónuveirufaraldursins á eftir að valda verðhækkunum til skamms tíma. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Álverð hefur ekki verið eins hátt í þrettán ár og hagfræðingur hjá Landsbankanum segir líklegt að eldsneytisverð hér verði í næsta mánuði fjórðungi hærra en það var fyrir ári. 
Mynd með færslu
Í BEINNI
Kvöldfréttir: Stefna á engar takmarkanir
Íslenskar unglingsstúlkur eru ítrekað beðnar um að senda eða selja kynferðislegar myndir af sér. Kaupendur eru karlmenn á öllum aldri sem bjóða allt að þrettán þúsund krónur fyrir notaðar nærbuxur.
19.10.2021 - 18:42
Strætóferðir falla niður vegna hvassviðris
Mjög hvasst er á Kjalarnesi og hefur hvassviðrið orðið til þess að allar strætóferðir milli Reykjavíkur og Akraness hafa fallið niður og búist er við að svo verði áfram sem eftir lifir dags. Þá kemst strætisvagn sem lagði af stað á fimmta tímanum frá Akureyri til Reykjavíkur líklegast ekki lengra en á Akranes.
19.10.2021 - 17:44
Leggja til átta daga frí í Rússlandi
Rússneska stjórnin leggur til að landsmenn fái átta daga frí frá vinnu um næstu mánaðamót í þeirri von að smitum af kórónuveirunni fækki. Ástandið fer hríðversnandi og bólusetning gegn veirunni gengur mun hægar en stefnt var að.
19.10.2021 - 17:31
„Ég er orðinn eins og hrópandinn í eyðimörkinni“
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir erfitt að segja til um hver áhrif breyttra sóttvarnareglna verða. Til skoðunar er að slaka á reglum um sóttkví á næstunni.
19.10.2021 - 17:04
Samkomulag við Breta eykur líkur námsmanna á styrkjum
Samkomulag sem utanríkisráðherra gerði við bresk stjórnvöld í sumar eykur möguleika íslenskra námsmanna á að fá styrki til náms þar í landi. Íslenskir háskólanemar í Bretlandi segja stöðu sína þunga vegna hárra skólagjalda.
Myndskeið
Segist ekki sjá neitt ástand vegna COVID á sjúkrahúsinu
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kveðst ekki sjá neitt ástand sem skýrist af kórónuveirufaraldrinum á Landspítalanum. Hann kveðst hins vegar fagna þeirri góðu stöðu sem Ísland er komið í. Í dag var tilkynnt um afléttingu allra sóttvarnaaðgerða í skrefum næstu fjórar vikur.
Hárgreiðslufólk fagnar — „Þetta var svona Vúhú! móment“
Meðal breytinga á sóttvarnareglum sem taka gildi á miðnætti er afnám grímuskyldu. Því fagna vafalítið margir en fáir líklega jafn mikið og hárgreiðslufólk sem hefur þurft að bera grímu við störf sín nær linnulaust frá því að faraldur hófst.
19.10.2021 - 16:01
Gosið á Kanaríeyjum mánaðargamalt
Einn mánuður er síðan eldgos hófst á Kanaríeyjunni La Palma. Það hefur valdið miklu tjóni og þúsundir eyjarskeggja hafa orðið að flýja að heiman. Jarðvísindamenn segja ógerlegt að spá fyrir um endalok þess. 
19.10.2021 - 15:56
Erlent · Evrópa · Spánn · kanaríeyjar · eldgos · La Palma
ASÍ höfðar mál gegn SA vegna Ólafar Helgu og Icelandair
Stefna Alþýðusambands Íslands gegn Samtökum atvinnulífsins vegna uppsagnar Ólafar Helgu Adolfsdóttur, trúnaðarmanns Eflingar hjá Icelandair, var þingfest í Félagsdómi í dag. ASÍ krefst þess að viðurkennt verði með dómi að uppsögnin feli í sér brot gegn lögum um stéttarfélög og vinnudeilur og sé því ólögmæt, Icelandair verði sektað og SA greiði málskostnað.
19.10.2021 - 15:49
Innlent · Félagsdómur · Icelandair · SA · ASÍ
Kona dæmd fyrir kynferðisbrot gagnvart samstarfskonu
Kona hlaut nýverið tveggja mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir kynferðisbrot gagnvart samstarfskonu á hótelherbergi í Reykjavík þar sem þær voru saman í vinnuferð. Héraðsdómur Reykjavíkur gerði konunni jafnframt að greiða 450 þúsund krónur í miskabætur. Konurnar voru saman í vinnuferð í Reykjavík ásamt fimm öðrum konum.
Vinna hafin við að breyta Adam & Evu í leikskóla
Framkvæmdir við nýjan sex deilda leikskóla við Kleppsveg 150 til 152 í Reykjavík eru hafnar. Þar var áður arkitektastofa og kynlífstækjabúðin Adam & Eva.
19.10.2021 - 15:45
Kveikur
Rússneski herinn færist nær
Vaxandi ógn frá Rússlandi hefur leitt til stóraukinna útgjalda til varnarmála í Noregi og Svíþjóð. Rússnesk herskip héldu sig innan 200 mílna marka íslensku efnahagslögsögunnar um níu daga skeið í sumar. Engar skýringar fengust frá Rússum.
19.10.2021 - 15:13
Þýskaland
Réttarhöld hafin yfir nærri tíræðum fangabúðaritara
Fyrrverandi fangabúðaritari Nasista í Póllandi, sem nú er á tíræðisaldri var leidd fyrir þýskan ungmennadómstól í dag. Hún er meðal þeirra elstu sem svara hafa þurft til saka fyrir aðild að stríðsglæpum Þjóðverja á árunum 1933 til 1945.
Pfizer gæti fengið leyfi fyrir yngri börn í desember
Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu hefur hafist handa við að meta umsókn sem varðar notkun COVID-19 bóluefnis Pfizer og BioNTech hjá börnum 5-11 ára. Nefndin metur gögn sem berast úr klínískri rannsókn sem nú stendur yfir í þessum aldurshópi.
19.10.2021 - 14:44
Tugir látnir í flóðum í Uttarakhand
Yfir fjörutíu hafa látið lífið síðustu dægrin í aurskriðum og skyndiflóðum í ám og lækjum í indverska ríkinu Uttarakhand í Himalayafjöllum. Margra er saknað að því er fjölmiðlar hafa eftir yfirmanni björgunarmála í ríkinu.
19.10.2021 - 14:37
Erlent · Asía · Veður · Indland · Flóð