Fréttatímar

  Fréttaþættir

  Lestin
  Samsæriskenning um CIA og Scorpions skekur heiminn
  Stóð bandaríska leyniþjónustan CIA á bak við kraftballöðuna Wind of Change með vesturþýsku rokksveitinni Scorpions, sem naut mikilla vinsælda í heiminum um það leyti sem Sovétríkin liðuðust í sundur? Þessi kenning er rannsökuð í hlaðvarpsþáttaröðinni Wind of change eftir bandaríska rannsóknarblaðamanninn Patrick Keefe sem skrifar fyrir The New Yorker.
  01.06.2020 - 08:35
  Allt að sextán stiga hiti
  Það verður fremur hæg suðvestanátt í dag, að mestu skýjað um vestanvert landið með skúrum, einkum fyrri hluta dags, en víða bjartviðri austantil. Hiti verður á bilinu átta til sextán stig, hlýjast á Austurlandi.
  01.06.2020 - 07:50
  Fannst látinn í Laxá í Aðaldal
  Stangveiðimaður fannst látinn í Laxá í Aðaldal upp úr klukkan þrjú í nótt. Hans hafði verið leitað frá því skömmu fyrir miðnætti. Maðurinn var við veiðar í gær og skilaði sér ekki til baka að veiðitíma loknum, klukkan tíu í gærkvöld.
  Útgöngubann og mótmæli áfram
  Í dag hefur útgöngubann verið fyrirskipað í höfuðborg Bandaríkjanna og all mörgum öðrum stórborgum.
  01.06.2020 - 04:42
  Manns saknað við Laxá í Aðaldal
  Laust fyrir miðnætti barst lögreglunni á Norðurlandi eystra tilkynning um að fullorðins manns væri saknað við Laxá í Aðaldal.
  01.06.2020 - 02:29
  Bretadrottning við hestaheilsu á hestbaki
  Nærveru Elísabetar 2. Bretadrottningar hefur líklega nokkuð verið saknað meðan á kórónuveirufaraldrinum hefur staðið.
  01.06.2020 - 02:20
  Þjóðaröryggisráðgjafi: Ekkert kynþáttahatur
  Robert O' Brien þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins hefur þvertekið fyrir að kynþáttahatur væri innbyggt í hugarfar löggæslufólks í Bandaríkjunum.
  01.06.2020 - 02:12
  Trump leitaði skjóls í neðanjarðarbyrgi
  Að sögn embættismanna í Hvíta húsinu og löggæsluyfirvalda þurfti Donald Trump Bandaríkjaforseti að leita skjóls í neðanjarðarbyrgi undir húsinu í skamma stund á föstudagskvöld.
  01.06.2020 - 00:34
  Listamaðurinn Christo látinn
  Búlgarskættaði listamaðurinn Christo er látinn 84 ára að aldri. Hann lést af náttúrulegum orsökum á heimili sínu í New York í dag.
  31.05.2020 - 22:51
  Lögreglan lýsir eftir konu
  Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir 25 ára konu, en síðast er vitað um ferðir hennar í Reykjavík síðdegis í gær, laugardag. Konan er 161 sm á hæð, með mjög stutt brúnt hár og græn augu. Hún er klædd í drapplitaðar gallabuxur, hvítan stuttermabol, strigaskó, ljósbleika dúnúlpu og gráa húfu. Konan er með heyrnartól og bakpoka meðferðis.
  31.05.2020 - 22:13
  Eftirför endaði með árekstri
  Lögreglan í Reykjavík þurfti að veita ökumanni aflmikillar þýskrar bifreiðar eftirför á tíunda tímanum í kvöld.
  Myndskeið
  Ráðast gegn mótmælendum með táragasi og gúmmíkúlum
  Lögregla í Bandaríkjunum beitti bæði táragasi og gúmmíkúlum á mótmælendur í nótt. Síst hefur dregið úr mótmælum vestra og víða í Evrópu var boðað til samstöðumótmæla í dag.
  31.05.2020 - 21:03
  Útgöngubann í Minnesota framlengt
  Útgöngubannið í Minnesota í Bandaríkjunum hefur verið framlengt, en talið er að þúsundir haldi áfram að mótmæla framgöngu lögreglunnar þar og í öðrum ríkjum Bandaríkjanna. Mótmælt var í nokkrum borgum í Evrópu í dag.
  31.05.2020 - 20:22
  Myndskeið
  Fordæmalausir tímar: COVID-19 faraldurinn á Íslandi
  1.806 hafa greinst með með COVID-19 á Íslandi frá því að faraldurinn hófst hér. Meira en hundrað hafa legið á spítala og ríflega 20 þúsund þurft að vera í sóttkví. Þegar mest var, voru yfir 10 þúsund Íslendingar í sóttkví á sama tíma.
  31.05.2020 - 20:00
  Tveir lögreglumenn sviptir frelsi í útkalli
  Ráðist var á tvo lögreglumenn og þeir sviptir frelsi í útkalli á Völlunum í Hafnarfirði um síðustu helgi. Annar þeirra rotaðist í átökunum en báðir voru fluttir á slysadeild. Frá þessu var greint í kvöldfréttum Stöðvar 2.
  31.05.2020 - 19:55
  Fullt ferðafrelsi á Spáni eftir þrjár vikur
  Ríkisstjórn Spánar hyggst aflétta neyðarástandi í landinu frá og með 21. júní. Tillaga þess efnis verður lögð fyrir þingið á miðvikudag.
  31.05.2020 - 19:35
  Eldur kviknaði í íbúðarhúsi á Akureyri
  Slökkviliðið á Akureyri var kallað út um hádegisbilið í dag vegna elds sem hafði kviknað í pönnu á eldavél í íbúðarhúsi í Síðuhverfi á Akureyri. Þegar slökkviliðið bar að garði hafði húsráðandi slökkt eldinn en íbúðin var full af sóti og reyk. Tveir voru í íbúðinni þegar eldurinn kviknaði. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á Akureyri var íbúðin reykræst og húsráðandinn fluttur á slysadeild vegna gruns um reykeitrun.
  31.05.2020 - 18:49
  Mynd með færslu
  Í BEINNI
  Fréttir: Mótmæli í Bandaríkjunum og geimskot SpaceX
  Ekkert lát er á mótmælum í Bandaríkjunum. Hundruð voru handtekin í nótt og lögregla beitti bæði táragasi og gúmmíkúlum. Íslensk kona sem býr í Minneapolis segir íbúa hrædda og að mikill órói hafi verið undirliggjandi lengi.
  31.05.2020 - 18:45
  Clint Eastwood 90 ára
  Bandaríski kvikmyndaleikarinn Clint Eastwood fagnar í dag 90 ára afmæli.
  31.05.2020 - 18:44
  Mikið slasaður eftir dráttarvélarslys í Hrísey
  Lögreglunni á Norðurlandi eystra barst tilkynning rétt fyrir hádegi í dag um mann sem fallið hafði af dráttarvél sem hann ók og lent undir henni. Læknir var í eyjunni sem hlúði að manninum þar til hann var fluttur með ferjunni í land og þaðan með sjúkrabíl á sjúkrahúsið á Akureyri. Talið er að maðurinn hafi ekið dráttarvélinni á trjádrumb, við það fallið af vélinni og lent undir henni. Lögreglan segist ekki hafa upplýsingar um líðan mannsins en talið er að hann hafi slasast illa.
  31.05.2020 - 18:33
  Geimförum fagnað í Alþjóðlegu geimstöðinni
  Geimskutla SpaceX, með þá Doug Hurley og Bob Behnken um borð, kom að alþjóðlegu geimstöðinni rétt fyrir klukkan hálf þrjú í dag að íslenskum tíma. Ferðalagið tók þá tæpar nítján klukkustundir. Geimfararnir sem fyrir voru í alþjóðlegu geimstöðinni fögnuðu þeim og buðu þá velkomna. 
  31.05.2020 - 16:25
  Rúmlega 300 skjálftar í grennd við Grindavík
  Jarðskjálftavirkni í grennd við Grindavík hefur aukist um helgina. Rúmlega 300 skjálftar hafa mælst, sá stærsti 2,7 á fjórða tímanum í gær. Veðurstofunni bárust tilkynningar um skjálfta sem fannst í Grindavík í nótt og mældist 2,5 að stærð. Síðustu vikur hafði heldur dregið úr skjálftavirkni á Reykjanesskaga en rúmlega 120 jarðskjálftar mældust þar í síðustu viku.
  epa08456317 A handout video-grabbed still image made available by NASA on 31 May 2020 shows SpaceX's Crew Dragon spacecraft with NASA astronauts Robert Behnken and Douglas Hurley onboard on NASA's SpaceX Demo-2 mission approaching to dock to the International Space Station (ISS), 31 May 2020. NASA's SpaceX Demo-2 mission to the International Space Station with NASA astronauts Robert Behnken and Douglas Hurley on-board was launched from NASA's Kennedy Space Center in Cape Canaveral, Florida, USA, 30 May 2020. EPA-EFE/NASA TV HANDOUT MANDATORY CREDIT: NASA TV HANDOUT EDITORIAL USE ONLY HANDOUT EDITORIAL USE ONLY
  Í BEINNI
  SpaceX geimskutlan við Alþjóðlegu geimstöðina
  Gert er ráð fyrir því að geimskutla SpaceX með þá Doug Hurley og Bob Behnken um borð komi að alþjóðlegu geimstöðinni rétt fyrir klukkan hálf þrjú í dag að íslenskum tíma.
  31.05.2020 - 14:03
  Pistill
  Fréttir um erlendar fréttir af innlendum fréttum af ...
  „Það er auðvelt fyrir okkur að hrósa happi í dag yfir þeim árangri sem náðst hefur fram með réttindabaráttu síðustu áratuga, en þessi árangur getur horfið og gleymst mun hraðar en hann varð til,“ segir Halldór Armand Ásgeirsson.
  31.05.2020 - 14:03
  Ekkert nýtt smit
  Enginn greindist með kórónuveiruna í gær. 97 sýni voru tekin á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. Tveir eru í einangrun og 877 í sóttkví, sem má væntanlega rekja til þeirra sem hafa verið að koma til landsins. Enginn er á sjúkrahúsi.
  31.05.2020 - 13:59