Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Zuma sekur um stjórnarskrárbrot

31.03.2016 - 09:53
FILE - In this file photo taken Thursday, Feb 11, 2016 President Jacob Zuma, arrives at Parliament in Cape Town, South Africa, for the State Of The Nation address. South Africa's Constitutional Court ruled Thursday, March 31, 2016  that President
Jacob Zuma, forseti Suður-Afríku. Mynd: AP - POOL Reuters
Lýðræðisbandalagið, helstu flokkur stjórnarandstöðunnar í Suður-Afríku, hyggst kæra Jacob Zuma, forseta landsins, fyrir embættisbrot, eftir að æðsti dómstóll landsins komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði brotið gegn stjórnarskrá.

Stjórnlagadómstóll Suður-Afríku úrskurðaði í morgun að Zuma hefði brotið gegn stjórnarskrá með því að taka fé úr opinberum sjóðum til uppbyggingar og endurbóta á einkaheimili sínu, jafnvirði um 1,8 milljarða króna. Í niðurstöðu dómstólsins sagði að forsetinn yrði að endurgreiða féð úr eigin vasa.  

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV