Yoko Ono var mætt til samkomunnar af því tilefni ásamt syni sínum, Sean Lennon. Spilaður var bútur úr viðtali BBC við John Lennon árið 1980, skömmu áður en hann var myrtur. Þar sagði Lennon að Imagine væri innblásið af setningum í listabók Ono. Lennon sagði í viðtalinu að ef höfundurinn bókarinnar hefði verið einhver annar en Yoko hefði hann tilgreint hann sem meðhöfund lagsins.
Tilkynningin kom Yoko Ono á óvart þar sem breytingin hafði ekki verið borin undir hana. Breytingin getur haft mikil áhrif á útgáfu lagsins og tekjur af því í framtíðinni. Samkvæmt bandarískri löggjöf fá erfingjar tónskálda höfundarréttargreiðslur í 70 ár eftir fráfall höfundar. 37 ár eru liðin frá andláti Johns Lennons og samkvæmt því hefði lagið fallið úr höfundarrétti árið 2050.