Jóhanna María Sigmundsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs. Hún tilkynnti þetta á Facebook-síðu sinni í morgun. Hún er þar með sautjándi þingmaðurinn sem tilkynnir að hún sækist ekki eftir áframhaldandi þingsetu. Þar með hafa allir sitjandi þingmenn tilkynnt um hvort þeir hyggi á áframhaldandi þingsetu eða ekki.