Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Yfirtaka bæjarins á rekstri Herjólfs rædd

23.10.2017 - 22:20
Mynd með færslu
 Mynd: Þór Ægisson - RÚV
Fulltrúar Vestmannaeyjarbæjar, samgönguráðuneytisins og Vegagerðarinnar funda á morgun um yfirtöku bæjarins á rekstri Herjólfs. Bæjarstjórinn segir langt frá því að samningar séu í höfn.

Elliði Vignisson bæjarstjóri í Vestmannaeyjum reiknar með því að bærinn reki ferjuna:
„Við höfum alla vega gengið út frá því að þetta yrði rekið í gegnum hlutafélag, í gegnum opinbert hlutafélag. En það er allt opið í þeim efnum. Hvað síðar kann að verða, hvort við bjóðum þetta út eftir að við erum komin með tilfinningu fyrir þessum rekstri.“
Það er náttúrulega skylt að fara í útboð með þetta?
Nei.“
Nú?
„Nei, nei, sveitarfélög hafa verið að taka við verkefnum frá ríkinu mjög reglulega.“
Mun Herjólfur sigla oftar eða hvernig verður það?
„Það náttúrulega verður ákveðin breyting þegar þetta er tekið út úr þessu mengi sem þetta hefur verið í. Og ferjan yrði þá rekin á þessum sömu forsendum og aðrir hlutar þjóðvegakerfisins.“
Þannig að þetta á eftir að batna að þínu mati?
„Ja, til þess erum við náttúrulega að þessu.“
Það er dálítið síðan að Vestmannaeyjabær lýsti yfir áhuga á þessu en hvenær áttu von á því að það verði skrifað undir samning?
„Ja, við erum langt frá því ennþá.“
En drög eru komin?
„Ja, við erum komin með ákveðna aðferðafræði sem við munum kynna fyrir ríkinu betur á morgun, fyrir samgönguráðuneytinu og Vegagerðinni á morgun. Á sama hátt hafa þeir kynnt ákveðna hugmyndafræði fyrir okkur. Og það er einlægur vilji beggja megin við borðið til þess að láta hlutina ganga upp og það er gott veganesti.“

Þórdís Arnljótsdóttir
Fréttastofa RÚV