Yfir fjörutíu sagt upp á Akranesi

26.03.2020 - 02:15
Meðfylgjandi eru myndir af húsum sem byggð hafa verið fyrir stofnframlög og þar sem fólk er þegar flutt inn í leiguíbúðirnar. Um er að ræða fjölbýlishús við Móaveg og Urðarbrunn í Reykjavík og Asparskóga á Akranesi.
Hús Bjargs við Asparskóga á Akranesi.  Mynd: Aðsend mynd - Íbúðalánasjóður
43 starfsmönnum fyrirtækjanna Skaginn 3x og Þorgeir&Ellert á Akranesi var sagt upp í gær. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, greinir frá þessu á Facebooksíðu sinni í gærkvöld. Samdráttur í verkefnum fyrirtækjanna er ástæða uppsagnarinnar.

Vilhjálmur segir miklar áskoranir framundan á íslenskum vinnumarkaði. Óumflýjanlegt sé að stjórnvöld, verkalýðshreyfingin og Samtök atvinnulífsins taki höndum saman og leiti leiða til að verja störf, launafólk og heimilin. Ástandið eigi eftir að verða gríðarlega erfitt vegna COVID-19 faraldursins og þess efnahagssamdráttar sem hlýst af völdum hans. 

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi