Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Yfir 90 prósent vilja Gunnar Braga burt

03.12.2018 - 15:52
Mynd með færslu
 Mynd:
74-91% landsmanna telja að þingmenninrnir af Klaustri eigi að segja af sér þingmennsku. Flestir telja að Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason eigi að segja af sér; 91 og 90 prósent svarenda. Í þriðja sæti er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, 86% vilja að hann víki af þingi, og 85% vilja að Karl Gauti Hjaltason segi af sér þingmennsku. Heldur færri, 82% vilj að Ólafur Ísleifsson hætti og 74% vilja að Anna Kolbrún Árnadóttir segi af sér þingmennsku. Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu. 

Konur frekar en karla vilja afsögn þingmannanna, og yngra fólk miklu fremur en hinir eldri.  Í könnuninni kemur fram að þeir sem kusu Miðflokkkinn í síðustu kosningum eru síst á því að þingmennirnir segi af sér. 

61 % svarenda segjast aldrei á liðnum 12 mánuðum hafa orðið vitni að umræðu eins og þeirri á barnum, 19% sjaldan. 

Þegar spurt var hvort rétt hafi verið af fjölmðlum að birta upptökurnar telja 86% landsmanna að það hafi verið rétt,10% rangt. Þarna sker Miðflokksfólk sig algjörlega úr; 92%kjósenda flokksins telur rangt at upplýsingar hafi verið birtar. 

Rúmlega 1300 svöruðu könnun Maskínu.  

Fréttin hefur verið uppfærð. 

 

 

Broddi Broddason
Fréttastofa RÚV