Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Yfir 60.000 flýja eldsvoða í efnaverksmiðju í Texas

28.11.2019 - 01:38
Erlent · - · Texas · Norður Ameríka
Smoke from an explosion at the TPC Group plant is seen Wednesday, Nov. 27, 2019, in Port Neches, Texas. Two massive explosions 13 hours apart tore through the chemical plant Wednesday, and one left several workers injured. (Marie D. De Jesús/Houston Chronicle via AP)
 Mynd: AP
Um 60.000 íbúar fjögurra bæja neyddust til að yfirgefa heimili sín í kjölfar tveggja öflugra sprenginga og mikils eldsvoða í efnaverksmiðju í austurhluta Texas. Verksmiðjan er í bænum Port Neches. Þar varð feiknarleg sprenging um klukkan eitt aðfaranótt miðvikudags að staðartíma og mikill eldur gaus upp í framhaldinu. Þrír starfsmenn verksmiðjunnar særðust í sprengingunni en enginn þeirra lífshættulega.

Yfirvöld létu rýma hús í næsta nágrenni, eða allt að 800 metra frá verksmiðjunni. Ekkert gekk að ráða niðurlögum eldsins og tólf tímum eftir fyrstu sprenginguna varð önnur og ekki minni sprenging. Þá var rýmingarsvæðið stækkað og gefin út allsherjar rýmingarskipun fyrir öll hús í 6,5 kílómetra radíus umhverfis verksmiðjuna.

Þrír bæir rýmdir að fullu

Allir íbúar Port Neches, ríflega 13.000 talsins, og allir íbúar nágrannabæjanna Nederland og Groves hafa því þurft að flýja heimili sín, og það þurftu íbúar nyrstu hverfa bæjarins Port Arthur líka að gera, samtals ríflega 60.000 manns. Í verksmiðjunni eru framleidd margvísleg kemísk efni, sem unnin eru úr hráolíu. Eldsmatur er því mikill, sprengihætta sömuleiðis og kolsvartur reykurinn stórhættulegu. 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV