Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Yfir 200 fá boð um starf á ný

01.04.2019 - 12:00
Mynd með færslu
 Mynd: Airport Associates
Af þeim 315 starfsmönnum Airport Associates sem sagt var upp störfum um mánaðamótin verður 205 boðinn nýr ráðningasamningur. Sigþór Kristinn Skúlason, forstjóri félagsins, segir að fólkið fái boð um 50 til 100 prósent starfshlutfall.

„Það byrjaði vinna í morgun við að tala við fólk og athuga hvot það vill taka nýjum samningum,“ segir Sigþór í samtali við fréttastofu. Hann segir að sú vinna standi yfir í dag og væntanlega næstu daga. Sigþór segir vaktabreytingarnar vera mismunandi hjá fólki.  

Ástæða þess að farið er í þessar breytingar er að um helmingur af verkefnum Airport Associates voru tengd WOW air. Því lá ljóst fyrir að hlutverk félagsins myndi gerbreytast við gjaldþrot flugfélagsins.

 

Jón Hákon Halldórsson
Fréttastofa RÚV