Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Yfir 19 þúsund krónur boðnar í apabindi Guðna

14.11.2016 - 13:42
Mynd með færslu
 Mynd: Ebay
Rúmlega 19 þúsund króna boð hefur borist í bindi og sokkapar sem Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, gaf í fjáröflun Dropans, styrktarfélags barna með sykursýki, sem safnar fyrir árlegum sumarbúðum barna og unglinga með sykursýki.

Uppboðið fer fram á ebay og er yfirskriftin: Uppáhalds bindi og sokkar forsetans. Bindið er með apamynstri og bar Guðni það í sumar í heimsókn á Sólheima, sem var fyrsta opinbera heimsókn hans í embætti forseta. Rétt er að taka fram að uppboðið var að hefjast og upphæðin á líklega eftir að hækka. 

Á uppboðinu eru einnig boðnar upp félagsliðatreyjur Viðars Arnars Kjartanssonar hjá Maccabi Tel Aviv og Jóns Daða Böðvarssonar hjá Wolves. Einnig verður landsliðstreyja íslenska karlalandsliðsins í fótbolta á uppboði, árituð af öllum landsliðsmönnum.

Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV