Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Yfir 10.000 hafa greitt atkvæði

19.10.2012 - 10:06
Mynd með færslu
 Mynd:
10.301 hefur greitt atkvæði utan kjörfundar á landinu öllu fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna á laugardag. 1.746 kusu utan kjörfundar í gær samkvæmt tölum frá sýslumanninum í Reykjavík.

Samtals hafa 6.796 kosið í Reykjavík samkvæmt tölum embættisins. Það eru tæplega 500 fleiri en höfðu kosið á sama tíma fyrir stjórnlagaþingskosningarnar 2010, en um 9.000 færri en fyrir Icesave þjóðaratkvæðagreiðsluna í fyrra. Hægt er að kjósa í Laugardalshöll frá klukkan 10 til 22. Á morgun, kjördag verður opið þar frá klukkan 10 til 17 fyrir kjósendur sem búa utan höfuðborgarsvæðisins. Hægt er að kjósa víða um land.