Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Yfir 100 heimili brunnu í gróðureldum

21.04.2019 - 15:20
Mynd: Skjáskot úr myndbandi EBU / Skjáskot úr myndbandi EBU
Nokkur hundruð manns hafa misst heimili sín í gróðureldum sem hafa geisað á landamærum Mongólíu og Rússlands síðan á fimmtudag. Rússneska fréttastofan RT greinir frá því að eldurinn hafi verið slökktur víðast hvar.

Mikill vindur hefur verið síðan eldurinn kom upp sem hefur gert slökkvistarf erfitt. Yfir hundrað hús í fimmtán þorpum hafa brunnið í Transbaikal-héraðinu í Síberíu. Um 400 manns hafa misst heimili sín. Enginn hefur slasast alvarlega eða farist í eldunum, að því er segir í frétt RT

Gróðureldarnir komu upp í steppu. Það er eitt af gróðurbeltum jarðar og eru mjög stór svæði þar sem gras er ríkjandi en nær engin tré, að því er segir á Vísindavef Háskóla Íslands. Í Rússlandi og ríkjum Mið-Asíu eru miklar steppur sem teygja sig allt frá Úkraínu í vestri langt austur eftir Kína.

dagnyhe's picture
Dagný Hulda Erlendsdóttir