Að minnsta kosti 100 hafa farist í flóðum vegna monsúnrigningar í austurhluta Afganistans og Pakistans. Í Pakistan hefur herinn verið kallaður út til að aðstoða íbúa á flóðasvæðum meðal annars í borginni Karachi.
Margir hafa drukknað og fólk hefur farist þegar það hefur fengið í sig rafstraum þar sem hús hefur flætt. Hundruð húsa hafa eyðilagst og hætta er á farsóttum vegna skolps sem flæðir um götur og hýbýli manna. Spáð er áframhaldandi rigningu og varað er við aukinni flóðahættu næstu daga.