Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Wuhan-veiran hefur áhrif á póstsendingar

31.01.2020 - 13:29
Mynd með færslu
 Mynd: rúv
Búast má við að tafir verið á öllum sendingum til og frá Kína á næstum vikum vegna þess að mörg flugfélög hafa ákveðið að aflýsa ferðum til Kína vegna Wuhan-veirunnar.

Þetta kemur fram í orðsendingu frá Póstinum. Haft er eftir Sesselíu Birgisdóttur, framkvæmdastjóra þjónustu- og markaðssviðs Póstsins að mikil óvissa ríki um póstsendingar til og frá Kína. „[S]amgöngur hafa minnkað mjög mikið og líkur eru á að þær minnki jafnvel enn meira á næstu dögum. Við getum í raun ekki gert annað en beðið en það er engin leið að vita hvað þettaástandmunvara lengi.“

Magnús Geir Eyjólfsson