Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Winter bay siglir með langreyðarkjöt

18.05.2015 - 22:54
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Flutningaskipið Winter Bay mun á næstu dögum eða vikum sigla með sautján hundruð tonn af langreyðarkjöti frá Hafnarfirði til Japan. Kjötið er í eigu Hvals hf og féll til af dýrum veiddum í fyrrasumar.

Þá voru veiddar 137 langreyðar. Ekki er vitað hvenær Winter bay leggur úr höfn en bilaður gír hefur tafið brottför. Fram kemur á vefmiðlinum Eyjunni, í dag að skráður áfangastaður skipsins sé Luanda í Angóla.

Flutningaskipið Alma sigldi með tvöþúsund tonn af langreyðarkjöti til Japan í fyrra og var ferðum skipsins meðal annars mótmælt í Durban í Suður Afríku þar sem það átti að leggja að bryggju. Ekki náðist í Kristján Loftsson við vinnslu þessarar fréttar.

 

Bjarni Pétur Jónsson
Fréttastofa RÚV