Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Weller - Valli - Ramones og Airwaves

Mynd með færslu
 Mynd: Rás 2

Weller - Valli - Ramones og Airwaves

09.11.2018 - 16:25

Höfundar

Gestur Füzz í kvöld er kerfisfræðingurinn og söngvarinn Valgarður Guðjónsson, Valli í Fræbbblnunum.

Fræbbblarnir fagna innan skamms 40 ára starfsamæli j-hvorki meira né minna. Fræbbblarnir ætla að halda upp á það með uppákomu á Gauknum eftir 2 vikur en eru líka að spila á Dillon á morgun kl. 18.00 á hliðardagskrá Airwaves. Valli mætir með uppáhalds ROKKplötuna sína í Füzz kl. 21.00

Plata þáttarins er fjórða breiðskífa „Mod-föðurins“ Paul Weller; Heavy Soul sem kom út 23. Júní 1997 í Evrópu. Platan hlaut fína dóma og seldist ágætlega, náði t.d. toppsæti breska vinsældalistans.

Paul Weller var á þessum tíma talsvert í slagtogi við hljómsveitina Oasis og þarna var farið að tala um hann sem „modfather“ og „guðföður Brit-poppsins“.

Paul Weller stofnaði kronungur hljómsveitina The Jam en lagði hana svo niður þegar hann var 23 ára vegna þess að honum fannst hann vera orðinn of gamall til að „rokka“. Hann stofnaði þá sálar-popp-sveitina The Style Council og gerði með henni nokkrar sólóplötur áður en hann hóf feril undir eigin nafni 1991 og fór aftur að spila meira rokk, en fullt af sál. Við heyrum 3 lög amk. Af plötu þáttarins í þættinum í kvöld.

Við heyrum líka í nokkrum af Þeim fjölmörgu íslensku rokksveitum sem spila á Airwaves um helgina.

Óskalagasíminn verður opnaður (5687-123) um kl. 20; GARG-fréttir eru á sínum stað og A+B er svo að þessu sinni með The Stranglers frá 1986.

Lagalisti kvöldsins:
Fræbbblarnir - Bjór
Sólstafir - Ísafold
Mammút - Breath into me
Wilco - She´s a jar
The Beatles - I am the Walrus
Paul Weller - Heavy soul (plata þáttarins)
Jónas Sig og Ritvélar Framtíðarinnar - AF ávöxtunum skuluð þið þekkja þá
Pink Street Boys - Blast off
SÍMATÍMI
Gary Moore - Over the hills and far away
Mike Oldfield - I got rhythm
Stafrænn Hákon - Djákni
Slipknot - All out life
Skálmöld - Brúnir
GARG FRÉTTIR
Dead Sea Apple - Homesick
Dr. Spock - Skítapakk
Paul Weller - Peacock suit (plata þáttarins)
Lemonheads - It´s a shame about Ray
VALGARÐUR GUÐJÓNSSON GESTUR FUZZ MEÐ UPPÁHALDS ROKKPLÖTUNA
Fræbbblarnir - Bjór
VALLI II
Ramones - Rockaway beach (live)
VALLI III
Ramones - Blitskrieg bop
Public Service Broadcasting - White star liner
Ham - Musculus
Hamferð - Frosthvarf
A+B
The Stranglers - Nice in Nice (A)
The Stranglers - Since you went away (B)
Paul Weller - Friday street (plata þáttarins)
BTO - YOu ain´t seen nothing yet
Rolling Stones - Like a rolling stone

Tengdar fréttir

Tónlist

Kött Grá Pjé - Foo Fighters og U2

Tónlist

Margrét Gústavs - Rokk í Reykjavík og AC/DC

Tónlist

Kiddi Kanína - Primal Scream og Jeff Beck

Tónlist

Hera - Beatles og Oasis