Athugið þessi frétt er meira en 12 ára gömul.

Vottarnir fara að barnaverndarlögum

09.11.2010 - 18:28
Mynd með færslu
 Mynd:
Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, segir að ekkert bendi til annars en að Vottar Jehóva fari að barnaverndarlögum ef grunur leiki á kynferðisofbeldi gegn börnum innan safnaðarins. Hann segir að ekki sé tilefni til að aðhafast frekar.

Bragi fundaði með forsvarsmönnum Votta Jehóva í dag vegna ásakana um að hylmt væri yfir slík kynferðisbrot gegn börnum innan safnaðarins. Hann segir að þar hafi verið farið yfir þær verklagsreglur, sem Vottarnir hafa gefið út þegar grunur kviknar um illa meðferð eða ofbeldi gegn börnum. Þær falla að hans sögn ágætlega að þeim ákvæðum laga sem gilda um þetta efni og eru í góðu samræmi við tilmæli sem Barnaverndarstofa hefur gefið út. Ekki stendur til að kalla til viðtals þær konur sem hafa komið fram að undanförnu og vakið á því athygli að pottur væri brotinn hjá söfnuðinum þegar kynferðisbrotamál koma þar upp á yfirborðið.