Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Vorjafndægur og einmánuður hafinn

20.03.2012 - 15:14
Mynd með færslu
 Mynd:
Í dag eru jafndægur að vori, þá eru dagur og nótt jafnlöng. Sólin var beint yfir miðbaug jarðar klukkan 05:14 í morgun og hér eftir verður dagurinn ívið lengri en nóttin, fram að haustjafndægri.

Þá er einnig fyrsti dagur einmánaðar í dag, en það er sjötti mánuðurinn í gamla norræna tímatalinu.