Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Vopnaeftirlitsmenn til Sýrlands

24.07.2013 - 10:55
Mynd með færslu
 Mynd:
Eftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna sem eiga að rannsaka ásakanir um að efnavopnum hafi verið beitt í borgarastríðinu í Sýrlandi komu til höfuðborgarinnar Damaskus í dag.

Búist er við að eftirlitsmennirnir, Svíinn Åke Sellström og Angela Kane frá Þýskalandi, hitti fulltrúa stjórnvalda fljótlega og fari fram á að fá að ferðast til átakasvæðanna til að kanna ásakanirnar. Uppreisnarmenn í Sýrlandi halda því fram að herlið stjórnvalda hafi beitt efnavopnum í átökunum. Stjórnarherinn heldur því sama fram um andstæðinga sína. Åke Sellström er gamalreyndur vopnaeftirlitsmaður, sem meðal annars rannsakaði ásakanir um að her Saddams Hússeins í Írak beitti efnavopnum gegn andstæðingum sínum. Angela Kane framkvæmdastjóri hjá Sameinuðu þjóðunum. Hún stýrir baráttu samtakanna fyrir afvopnun.