Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Vonar að ekki komi til verkfalls kennara

10.03.2014 - 18:15
Mynd með færslu
 Mynd:
Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra sagði á Alþingi fyrir stundu að hann eins og allir aðrir vonaðist til að ekki kæmi til verkfalls kennara í framhaldsskólum. Náist ekki samningar skellur verkfallið á næstkomandi mánudag.

Ráðherra segir alla reyna að nota þessa daga til að reyna að finna lausn á þessari erfiðu deilu en hann ætlar ekki að tjá sig um kjaramál kennara. Það var Katrín Jakobsdóttir fyrrverandi menntamálaráðherra sem spurði Illuga um kjaradeiluna.