Vök hefur verið áberandi í íslensku tónlistarlífi frá því að þau unnu Músíktilraunir 2013. Síðan þá hefur sveitin sent frá sér tvær stuttskífur (EP) og hefur lögum þeirra verið streymt yfir 10 milljón sinnum á Spotify.
Öll lögin á „Figure“ eru ný og áður óútkomin. Á dögunum kom út tónlistarmyndband við lagið ‘Show Me’ sem kom upprunalega út hér á landi í nóvember á síðasta ári en var gefið út aftur í endurhljóðblandaðri útgáfu á dögunum eins og það er á breiðskífunni.