Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Vök - Figure

Mynd: Doddi / Doddi

Vök - Figure

22.05.2017 - 19:26

Höfundar

Plata vikunnar á Rás 2 er Figure frá hljómsveitinni Vök. Hljómsveitin Vök sendir frá sér sína fyrstu breiðskífu „Figure“ föstudaginn 28. apríl nk. Það er Record Records sem gefur út á Íslandi en hún kemur út á vegum Nettwerk sem sveitin gerði nýlega útgáfusamning við um útgáfu á plötunni á öðrum markaðssvæðum.

Vök hefur verið áberandi í íslensku tónlistarlífi frá því að þau unnu Músíktilraunir 2013. Síðan þá hefur sveitin sent frá sér tvær stuttskífur (EP) og hefur lögum þeirra verið streymt yfir 10 milljón sinnum á Spotify.

Öll lögin á „Figure“ eru ný og áður óútkomin. Á dögunum kom út tónlistarmyndband við lagið ‘Show Me’ sem kom upprunalega út hér á landi í nóvember á síðasta ári en var gefið út aftur í endurhljóðblandaðri útgáfu á dögunum eins og það er á breiðskífunni.

 

Mynd: Sigga Ella / Sigga Ella
Arnar Eggert og Andrea Jóns ræddu plötuna Figure með Vök í Popplandi 26. maí 2017.