Vogabyggð, nýtt hverfi í Reykjavík

Mynd með færslu
 Mynd: Reykjavíkurborg

Vogabyggð, nýtt hverfi í Reykjavík

13.11.2015 - 18:30

Höfundar

Margt og mikið hefur verið rætt um húsnæðismál á landinu, ekki síst á höfuðborgarsvæðinu. Fyrsta hverfið sem við mögulega sjáum rísa er Vogabyggð, vestan við Elliðaárvoginn. Flakkað um nýtt hverfi og möguleika í borgarlandinu laugardag kl. 1500 á Rás 1.

Ótrúleg ruslasöfnun á Gelgjutanga

Sigríður Magnúsdóttir arkitekt hjá Teiknistofunni Tröð og hollensku teiknistofurnar Jvantspijker og Felixx unnu til 1. verðlauna í samkeppni um hverfið og hafa unnið saman að endanlegu skipulagi. Það sem fyrir er á svæðinu eru mörg smá og stór fyrirtæki og mörgum þeirra hefur fylgt ótrúlegt drasl, sem þarf að flytja burt. Byggðar verð 1300 íbúðir, en einnig er reiknað með að fyrirtæki verði enn á svæðinu. Sigríður tók þátt í málfundi um húsnæðismál hjá Reykjavíkurborg um helgina ásamt fjölda annara.

Gott að búa í Súðarvogi

Þorbergur Halldórsson gullsmiður rekur verkstæði sitt í uppgerðu húsi við Súðarvog 44 - 48 og unir sér vel í sambýli við aðra, sem þarna búa og starfa. Erlingur (Elli) Valgarðsson myndlistarmaður og kennari, býr ásamt eiginkonu í haganlegri uppgerðri íbúð á sama stað, hann opnaði nýlega sýningarsal við hlið heimilisins og segist alls ekki vera á leiðinni eitthvert annað.

Klasi þróar íbúðabyggð hinum megin við Voginn

Ingvi Jónasson hjá Klasa tekur þátt í málfundi borgarinnar í Ráhúsinu um helgina, þar segir hann frá þróunarstarfi um uppbyggingu við Sævarhöfða og fl.