Athugið þessi frétt er meira en 12 ára gömul.

Vítisenglar á Íslandi

03.03.2011 - 18:36
Mynd með færslu
 Mynd:
Vélhjólaklúbburinn MC Iceland hlýtur formlega inngöngu í alþjóðleg glæpasamtök Vítisengla um næstu helgi. Innanríkisráðherra hyggst auka rannsóknarheimildir lögreglu og styrkja hana í baráttunni gegn skipulögðum glæpahópum.

MC Iceland félagar veita um helgina viðtöku merkjum samtakanna í Ósló en norskir Vítisenglar hafa stjórnað inngönguferlinu. Samtök Vítisengla eru bendluð við ofbeldisverk, fjársvik, mansal og vopnasölu auk framleiðslu, innflutnings og sölu fíkniefna. Lögregla hefur gert. Lögregla hefur gert upptæk skotvopn við húsleitir hjá MC Iceland og segir klúbbinn bera ábyrgð á fjölmörgum innbrotum á höfuðborgarsvæðinu.


Á blaðamannafundi, sem toll- og lögregluyfirvöld boðuðu til vegna málsins í dag ásamt innanríkisráðherra, kom fram að frumvarp um auknar rannsóknarheimildir verði lagt fyrir Alþingi innan tíðar, og ráðist verði í tímbundið átak í baráttunni gegn skipulagðri brotastarfsemi í samstarfi við erlend löggæsluyfirvöld. Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri segir inngöngu MC Iceland í samtök Vítisengla mikið áhyggjuefni.


Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segir að til standi að styrkja lögregluna enn frekar í baráttunni gegn skipulögðum glæpahópum, meðal annars með auknum fjárveitingum.