Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Vísukorn úr kjörkassa

Mynd: Halla Ólafsdóttir / RÚV
Enn koma stundum vísur upp úr kjörkössunum sem kjósendur hafa hripað niður á kjörseðla sína. Þessu komumst við að þegar við tókum Inga Tryggvason, formann yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi, tali í Borgarnesi í gærkvöld. Ingi segir að vísukornin séu afar misjöfn að gæðum en fór þó með eitt sem hann taldi skárra en önnur sem komið hefðu upp úr kössunum að þessu sinni. Það er svohljóðandi:

Stjórnmálaástandið ágætt nú telst,
þó allt virðist skjálfa á beinum
og þá til forustu alltaf sá velst,
sem ekki vill starfa með neinum.

Hægt er að horfa á viðtalið við Inga í spilaranum hér að ofan.

Mynd með færslu
 Mynd: Halla Ólafsdóttir - RÚV
stigurh's picture
Stígur Helgason
Fréttastofa RÚV
hallao's picture
Halla Ólafsdóttir
dagskrárgerðarmaður