Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Vísindaverkefni sem gat af sér listsýningu

13.02.2020 - 08:30
Mynd: Lilja Jóhannesdóttir / Náttúrustofa Suðausturlands
„Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á ljósmyndun þannig að fyrir mér eru raunvísindi og list svo sem ekki svo andstæðir pólar,“ segir Dr. Lilja Jóhannesdóttir sem nýverið setti upp ljósmyndasýninguna Tjarnarsýn í Nýheimum á Höfn í Hornafirði.

„Sýningin sprettur upp úr rannsóknarverkefni sem ég er að vinna varðandi fuglalíf á tjörnum á Suð Austurlandi. Ég nota dróna til að mynda tjarnir og fuglalífið á þeim og þegar ég fór að vinna úr myndunum þá kom í ljós að þær voru býsna flottar. Náttúran, séð úr lofti, bíður oft upp á skemmtileg listræn mynstur. Svo vorum við yfirmaður minn að skoða hvert við gætum sótt styrki í þessar rannsóknir og þá rákumst við á auglýsingum um styrk fyrir sýningarhald. Þannig að við sáum okkur þarna leik á borði og sóttum um styrk og fengum. Þannig varð þetta vísindaverkefni að listsýningu, þ.e. að hluta,“ segir Lilja.

Rætt var við Lilju í síðasta þætti Landans. 
 

gislie's picture
Gísli Einarsson