Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Virkni hefur ekki valdið auknu rennsli

01.10.2016 - 17:07
Innlent · Katla
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Talsvert minni jarðskjálftavirkni er við Kötlu í dag. Um tuttugu skjálftar hafa mælst þar frá miðnætti. Stærstu skjálftarnir voru í nótt, 2,7 að stærð um klukkan þrjú, 2,1 rétt eftir klukkan eitt og 2,0 stuttu eftir klukkan fimm.

Þetta kemur fram í athugasemd vakthafandi jarðvísindamanns á vefsíðu Veðurstofu Íslands. Engin merki eru um gosóróa  við Kötlu. Virknin í gær virðist ekki hafa valdið auknu rennsli jarðhitavatns í ám við Mýrdalsjökul.

 

Hjálmar Friðriksson
Fréttastofa RÚV