Vinstri græn kjósa um forystu í Reykjavík

Mynd með færslu
 Mynd: rúv
Kosið verður á morgun í efstu fimm sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningar í vor. Í tilkynningu frá flokknum segir að valið verði leiðbeinandi og að kjörnefnd leggi endanlegan lista 46 frambjóðenda fyrir félagsfund Vinstri grænna í Reykjavík.

Ellefu bjóða sig fram í fimm efstu sætin. Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi, er sú eina sem býður sig fram í efsta sætið.

Frambjóðendur í forvalinu eru eftirfarandi, í stafrófsröð:

Björn Teitsson, blaðamaður, býður sig fram í 3. sæti.

Elín Oddný Sigurðardóttir, varaborgarfulltrúi, býður sig fram í 2. sæti

Guðbjörg Ingunn Magnúsdóttir, grunnskólakennari, býður sig fram í 3. til 5. sæti.

Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson, doktorsnemi, býður sig fram í 2. til 4. sæti.

Hermann Valsson, grunnskólakennari, býður sig fram í 3. sæti.

Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm, leikkona, býður sig fram í 4. sæti.

Jakob S. Jónsson, leiðsögumaður, býður sig fram í 4. til 5. sæti.

Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi, býður sig fram í 1. sæti.

Ragnar Karl Jóhannsson, uppeldis- og tómstundafræðingur, býður sig fram í 4. til 5. sæti.

René Biasone, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, býður sig fram í 4. sæti.

Þorsteinn V. Einarsson, æskulýðsfulltrúi, býður sig fram í 3. sæti.

dagnyhe's picture
Dagný Hulda Erlendsdóttir
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi