Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Vinstri flokkarnir „í eina sæng“

23.09.2015 - 16:02
Mynd með færslu
 Mynd: rúv
Rósa Björk Brynjólfsdóttir tók í dag til starfa sem framkvæmdastjóri þingflokks VG. Áður hafði sambýlismaður Rósu, Kristján Guy Burgess, verið ráðinn framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, velti því upp hvort þetta geti ekki bara endað á einn veg.

Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, vekur athygli á þessu á Facebook-síðu sinni. Kristján Guy var aðstoðamaður Össurar þegar hann gegndi starfi utanríkisráðherra. Össur spyr hvort þetta geti ekki bara endað á einn veg.

Rósa Björk Brynjólfsdóttir tók við í dag sem framkvæmdastjóri þingflokks Vinstri-Grænna. Áður var búið að tikynna að...

Posted by Össur Skarphéðinsson on 23. september 2015

Hvorki náðist í Kristján Guy né Rósu Björk við vinnslu fréttarinnar. Framkvæmdastjóri þingflokkanna er mjög náinn þingmönnum og hálfgerður trúnaðarmaður þeirra - framkvæmdastjóri flokkanna er ekki síður mikilvægur í flokksstarfi þeirra.

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV