Rósa Björk Brynjólfsdóttir tók í dag til starfa sem framkvæmdastjóri þingflokks VG. Áður hafði sambýlismaður Rósu, Kristján Guy Burgess, verið ráðinn framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, velti því upp hvort þetta geti ekki bara endað á einn veg.