Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Vinskapurinn trompar rómantíkina..

Mynd með færslu
 Mynd:

Vinskapurinn trompar rómantíkina..

22.10.2017 - 10:44

Höfundar

Segir söngkonan Judy Collins sem var að senda frá sér plötu með Stephen Stills. Stephen var kærastinn hennar Judy fyrir næstum 50 árum. Þau voru par þegar hann var 23 ára og hún 29. Það var stormasamt samband en þau eru miklir vinir í dag, voru að senda frá sér plötuna Everybody knows og eru að túra.

Við heyrum af því í Rokklandi í dag og allskonar annað.

Í seinni hlutanum kynnumst við breska tónlistarmaninum Michael Kiwanuka sem er ein af stjörnunum sem koma á Iceland Airwaves sem hefst eftir rúma viku. Hann er í London fæddur árið 1987 og hefur verið líkt við helstu meistara sálar-tónlistarinnar; Marvin Gaye, Curtis Mayfield, Bill Withers og Otis Redding, en líka Van Morrison t.d.

 

Í janúar 2012 lenti hann í fyrsta sæti í því sem kallað hefur verið BBC's Sound of  2012. Þar eru það spekingar sem velja nýja og spennandi listamenn sem þeir veðja á að eigi eftir að gera garðinn frægan á komandi ári. Hann spilar í Gamla bíói á miðnætti laugardagskvöldið 4. Nóvember.

Robert Plant söngvari Led Zeppelin var að senda frá sér nýja plötu, elleftu sólóplötuna og þá fyrstu í 3 ár. Nýja platan heitir Carry Fire, en sú síðasta heitir Lullaby and the Seasless Roar og kom út 2014. Það er sami mannskapur með honum á þessum tveimur plötum, hljómsveitin; The Sensational Space Shifters sem hefur sérstakt lag á blanda saman rokki – þjóðlagatónlist og hljóðheimi þriðja heimsins og mið-Evrópu við rokk og blús. Við heyrum lög af þessari plötu í þættinum.

Bruce Springsteen kemur lítillega við sögu og Eagles líka, London Grammar og Belle & Sebastian.

Umsjón: Ólafur Páll Gunnarsson
[email protected]

Rokkland minnir svo á hlaðvarpið þar sem nálgast má eldri þætti langt aftur í tímann, hlaða þeim í tól sín og tæki og hlusta jafnvel aftur og aftur. Það er líka hægt að gerast áskrifandi að Rokkland hlaðvarpinu í gegnum Itunes.

Tengdar fréttir

Tónlist

Hann þarna og Hún þarna...

Tónlist

Tom Petty frá upphafi til enda

Tónlist

Í fylgd með fullorðnum í 30 ár

Tónlist

Rokkið er dautt?