
Vinsæll samfélagsmiðlaleikur hakkaður
Samkvæmt vefsíðunni Have I Been Pwned komust þrjótarnir yfir tölvupóstföng, notendanöfn og lykilorð þeirra sem taka þátt í leiknum. Vefsíðan fylgist með og lætur netnotendur vita af upplýsingaþjófnaði á netinu.
New breach: Zynga (creator of the Words with Friends game) suffered a data breach in September. Data included 173M unique email address, usernames and passwords stored as salted SHA-1 hashes. 69% were already in @haveibeenpwned. Read more: https://t.co/HgB09lvO3g
— Have I Been Pwned (@haveibeenpwned) December 19, 2019
Guardian greinir frá því að það geti þó reynst tímafrekt fyrir tölvuþrjótana að nálgast allar upplýsingar. Öryggi lykilorðanna sé þannig úr garði gert að það sé bæði tímafrekt og dýrt að sækja þær. Þrjótarnir komust einnig yfir notendanöfn þeirra sem spila leikinn í gegnum Facebook, sem og símanúmer þeirra sem höfðu látið þau fylgja.
Vefmiðillinn The Hacker News ræddi við tölvuþrjótinn sem segist bera ábyrgð á árásinni. Sá kemur fram undir nafninu Gnosticplayers. Hann segist áður hafa náð að hnupla upplýsingum úr gagnagrunni Zynga, en þá í mun minna mæli. Guardian hefur eftir Max Heinemeyer, stjórnanda ógnunarleitardeildar netöryggisfyrirtækisins Darktrace, að þetta sé aðeins nýjasta innbrot Gnosticplayers af röð netárása. Sá eða þeir sem séu að baki nafninu virðist ekki vera að leita að fjárhagslegum hagnaði, heldur að skapa sér orðstír innan geirans.