Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Vinna að klárast við sparisjóðaskýrslu

28.08.2013 - 15:04
Mynd með færslu
 Mynd:
Rannsókn á falli sparisjóðanna er nánast lokið en nú stendur yfir úrvinnsla og rýnivinna rannsóknarnefndar Alþingis um sparisjóðina. Þetta segir Hrannar Már Hafberg, formaður nefndarinnar.

Ekki er ljóst hve langan tíma sú vinna tekur en gert er ráð fyrir að nefndin skili Alþingi skýrslu sinni á haustmánuðum.  Auk rýnivinnu bíður rannsóknarnefndin andmæla einhverra einstaklingumen ekki fæst upp gefið hve margir þeir eru.