Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Vínartónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands

Sinfóníuhljómsveit Íslands
Vínartónleikar 2018
 Mynd: Sinfóníuhljómsveit Íslands

Vínartónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands

07.01.2018 - 08:02

Höfundar

Nýju ári fagnað með nýárstónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands, sem sendir eru út á Rás 1 á sunnudag.

Vínartónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands hafa um árabil verið allra vinsælustu tónleikar hljómsveitarinnar.  Í ár hélt hljómsveitin ferna tónleika  fyrir fullu húsi þar sem flutt var óperettutónlist og valsar eftir Franz von Suppé, Emile Waldteufel, Johann Strauss yngri, Franz Lehár og Emmerich Kálmán. Tónleikarnir hófust venju samkvæmt á forleiknum að Leðurblökunni og lauk á Dónárvalsinum en inn á milli heyrðust meðal annars spænskur vals og ungverskur dans og vinsælar óperettuaríur og dúettar.

Ríkisútvarpið hljóðritaði tónleikana sem fram fóru fimmtudaginn 4. janúar og verður þeim útvarpað á Rás 1 sunnudaginn 7. janúar kl. 16.05

Einsöngvarar eru Valgerður Guðnadóttir og Kolbeinn Ketilsson og stjórnandi Karen Kamensek. Kynnir á tónleikunum er Elísabet Indra Ragnarsdóttir.

Nánari upplýsingar um flytjendur og efnisskrá tónleikanna má nálgast á vef Sinfóníuhljómsveitar Íslands.