Viltu vita hverju þú klæðist?

Mynd:  / 

Viltu vita hverju þú klæðist?

27.03.2019 - 14:23
Í appinu Good on You getur þú flett upp fatamerkjum og framleiðendum og skoðað einkunnir sem appið hefur gefið þeim út frá því hversu umhverfisvænt það er, hversu mannúðleg starfsemin er og svo hvort að prófað sé á dýrum.

„Þetta er fullkomið fyrir fólk sem vill vita í hverju það gengur,“ segir Karen Björg í tískuhorni vikunnar. „Það eru svo ótrúlega margar markaðsherferðir sem eru að spila á sálina á manni þó svo í rauninni séu þær ekkert sérstaklega mannúðlegar eða umhverfisvænar.“ 

Mynd með færslu
 Mynd:
Einkunnir nokkurra þekktra fataframleiðanda, H&M, Nike og Chanel

Ekki nóg með það að þú getir komist að því hversu umhverfisvæn og mannúðarleg fötin sem þú átt eru heldur getur þú líka verslað í appinu. Það stingur nefnilega upp á hönnuðum og fyrirtækjum með betri einkunnir þegar við á. 

Í appinu er svo líka að finna alls konar bloggfærslur um mannúðlega, umhverfis- og dýravæna verslunarhegðun. 

Hlustaðu á tískuhornið í spilaranum hér fyrir ofan og smelltu hér til að sækja appið.