Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Vill vita um framtíð holu íslenskra fræða

29.02.2016 - 17:22
Mynd með færslu
Fyrsta skóflustungan að húsinu var tekin í mars 2013 og framkvæmdir áttu að hefjast í júní það sama ár. Mynd: Hugvísindastofnun HÍ - Faceboo - Facebook - Síða Hugvísindast.
Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna ræddi holu íslenskra fræða við Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra á Alþingi í dag og vildi vita hvort ekki ætti að gera bragarbót. Forsætisráðherra sagði ráðherra beggja stjórnarflokka líta jákvæðum augum á málið.

Katrín rifjaði upp orðastað sem hún átti við forsætisráðherra á þingi í september síðastliðnum um Hús íslenskra fræða og vildi vita hvað gerst hefði í málinu síðan þá. Katrín nefndi að tillaga um hús sem reisa á á staðnum hafi ekki verið afgreidd út úr þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Hún minnti á að handritin væru ein merkasta eign þjóðarinnar og á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna. Vissulega væri holan á Melunum, en Katrín vildi engu að síður vita hvort von væri á tillögum um að eitthvað yrði að gert.

Forsætisráðherra sagði undirbúningsvinnu vegna fjárlaga i gangi og ráðherrar hafi rætt málin og væru sammála um að efnahagslegar aðstæður hafi batnað mjög og því væru að skapast forsendur til að ráðst í hluti sem ekki var hægt að ráðast í áður. Sigmundur Davíð sagði báða stjórnarflokkana líta jákvæðum augum á málið.

Katrín sagði það ónógt svar að ráðherrar líti jákvæðum augum á málið og spurði hvort ekki ætti að leyfa Happdrætti Háskóla Íslands að veita fé í verkefnið, það fé lægi þegar fyrir. Holan væri til skammar.  Forsætisráðherra sagðist vera bjartsýnn á framgang málsins og að það yrði skoðað í samhengi við önnur verkefni.

holm's picture
Haukur Holm
Fréttastofa RÚV