Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Vill víðtækt samráð um skattabreytingar

Mynd: RÚV / RÚV
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, vill sjá víðtækt samráð um skattkerfisbreytingar. Vinstri græn boði hátekjuskatt á þá sem hafa 25 milljónir í árstekjur og hóflegan auðlegðarskatt. Þetta kemur fram í þættinum Forystusætið sem er á dagskrá RÚV í kvöld.

Í þættinum segist Katrín ekki telja það vandamál, þegar kemur að stjórnarmyndun, þótt semja þyrfti við tvo eða þrjá aðra flokka frekar en að mynda tveggja flokka stjórn.  

VG fékk 15,9% fylgi í kosningunum í fyrra og 10 menn kjörna. Síðustu kannanir benda til að fylgi flokksins gæti aukist verulega í komandi kosningum.

Hvaða mál ætlar VG að setja á oddinn og með hverjum vilja þau starfa? Katrín Jakobsdóttir, situr fyrir svörum, en þáttinn í heild sinni er að finna hér að neðan.

Mynd: RÚV / RÚV

Formenn allra flokka sem bjóða fram til Alþingis 2017 eru teknir tali í þáttunum Forystusætinu sem birtir eru á ruv.is og sýndir á RÚV að loknum fréttum kl. 22. 

Á kosningavef RÚV má finna frekari upplýsingar um dagskrá RÚV fram að kosningum, bera saman skoðanakannanir, kynna sér framboðin og fleira sem tengist alþingiskosningunum 2017.

 

Heiðar Örn Sigurfinnsson
Fréttastofa RÚV