Í þættinum segist Katrín ekki telja það vandamál, þegar kemur að stjórnarmyndun, þótt semja þyrfti við tvo eða þrjá aðra flokka frekar en að mynda tveggja flokka stjórn.
VG fékk 15,9% fylgi í kosningunum í fyrra og 10 menn kjörna. Síðustu kannanir benda til að fylgi flokksins gæti aukist verulega í komandi kosningum.
Hvaða mál ætlar VG að setja á oddinn og með hverjum vilja þau starfa? Katrín Jakobsdóttir, situr fyrir svörum, en þáttinn í heild sinni er að finna hér að neðan.