Stéttarfélagið Framsýn skorar á Steingrím J. Sigfússon ráðherra Atvinnuvega- og nýsköpunarmála að setja skýrar reglur um upprunamerkingar á vörum, til dæmis, lopapeysum sem prjónaðar eru erlendis úr íslenskri ull og fluttar inn til landsins.
Stjórn félagsins hefur óskað fundar með Steingrími um málið. Félagið telur neytendur eiga fullan rétt á því að vera vel upplýsta um þá vöru sem þeir kaupa, ekki síst minjagripi sem keyptir eru í þeirri trú að um íslenska vöru og handverk sé um að ræða.