Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Vill svör um viðbrögð vegna samræmdra prófa

20.03.2018 - 07:14
Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingar í suðvesturkjördæmi.
 Mynd: Freyr Arnarson - RÚV
Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur lagt fram ítarlega fyrirspurn í sex liðum á Alþingi til Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra um verktaka Menntamálastofnunar við fyrirlögn samræmdra prófa.

Guðmundur Andri vill fá upplýsingar um hvernig val Menntamálastofnunar á fyrirtækinu Assessment Systems hafi farið fram, hvenær samningur hafi verið gerður, hvaða kröfur hafi verið gerðar, hvernig eftirliti hafi verið háttað og hvaða ráðstafana ráðherra hyggist grípa til vegna vanefnda fyrirtækisins. Jafnvel hvort réttur til skaðabóta sé fyrir hendi, spyr Guðmundur Andri, og vill fá skrifleg svör.
 

johannav's picture
Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir
Fréttastofa RÚV
Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV