
Vill skoða EES-samninginn vegna orkupakkans
Aðspurðum um það hvort hann vilji endurskoða EES samninginn segir Sigmundur:
„Ég held að það sé mjög æskilegt að við förum yfir hvernig þessi samningur er að virka fyrir okkur og hvort við getum haldið betur á málum hvað varðar innleiðingu EES reglna vegna þess að samningurinn hefur þróast svo mikið frá því hann var samþykktur upphaflega og stækkað auðvitað alveg gríðarlega en gert mjög mikið gagn um leið aðalatriðið er að við metum það hvernig við nálgumst þetta verkefni sem best að innleiða ekki umfram þarfir og innleiða ekki eitthvað sem að hentar ekki okkar hagsmunum.“
„Það liggur bara fyrir það er til staðar heimild til þess að vísa málinu aftur til sameiginlegu EES nefndarinnar og ef að menn trúa því raunverulega að þeir geti fengið undanþágur sem að halda nú þá er það staðurinn til að fá slíkar undanþágur.“